Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 5

Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 5
TÍÐBRÁ 3 Inngangsorð. Á fundi stjórnar Islands-deildar Guðspekifélagsins 11. febrúar s. 1. kom fram uppástunga um það, að deildin færi að gefa út ofurlítið fréttablað. Var gert ráð fyrir, að það kæmi út einu sinni, hverja tvo mánuði starfstímabilsins (1. okt.—30. mai), eða fjórar arkir á ári, ein örk í senn. Var talað um að allir fengju rit þetta endurgjaldslaust. Átti það að flytja fréttir af starfi félagsins, utan lands og innan, ársskýrslur og árs- reikninga og ýmislegt annað, er félagið varðar, en utan- félagsmenn láta sig engu skifta. Gert var því ráð fyrir, að það yrði aðeins fyrir félagsmenn, og átti hlutverk þess einkum að vera það, að tengja þá saman, betur en áður hefir verið unt. Á áðurnefndum fundi deildarstjórnarinnar var engin fullnaðar ákvörðun tekin um mál þetta, en samþykt, að leggja það fyrst undir álit stúknanna, sem í deild- inni eru. Svör stúknanna voru eindregið á þá leið, að mjög væri æskilegt, að blað með fyrnefndu fyrirkomu- lagi kæmi út. Einkum voru þó stúkurnar á ísafirði og Akureyri sterklega fýsandi þess, að málið kæmist í framkvæmd. Stungu þær og upp á því, að félagsmenn greiddu eitthvað fyrir blaðið, svo að það þyrfti ekki að verða deildinni mikill kostnaðarauki. Á ársfundi íslands-deildarinnar síðastl. vor, var mál- ið rætt og borið undir atkvæði fundarmanna og sam- þykt í einu hljóði að gefa út fréttablað með svipuðu fyrirkomulagi og því, sem hér að framan greinír. Voru deildarstj. faldar framkvæmdir málsins. Nokkru eftir ársfundinn hélt deildarstjórnin fund og samþykti þá í einu hljóði að fara þess á leit við fröken Hólmfríði Árnadóttur, að hún tæki að sér ritstjórn blaðsins. Hún hefir orðið við þessari ósk deldarstjórn- arinnar, og eru menn því beðnir að snúa sér til henn- ar um alt það, er blaðið varðar. Á seinni árum hafa allmargar deildanna tekið það

x

Tíðbrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðbrá
https://timarit.is/publication/1376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.