Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 27

Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 27
TÍÐBRÁ 2» Orðsending til Guðspekifélagsins frá Eldri Dróður. Orðsending þessi, eða bréf, var Iesið fyrir fundarmönnum þeim, sem sátu 50 ára minningarhátíð félagsins í Adýar 1925. Bræður! Undanfarnar vikur hafið þér hlustað á yðar mikla forseta, og vonandi er oss óhætt að fullyrða, að yður sé það nú algerlega ljóst, að félagið, á hálfrar aldar tímamótum tilveru sinnar, sé að hefja langtum rneiri og göfugri þjónustustarfsemi i þarfir heimsins en því hefir tekist að inna af hendi hingað til, þrátt fyrir mikið og göfugt starf. Fimmtíu ára starfsemi fjelagsins byrjaði með því, að bera þess vitni fyrir hinum vantrúaða heimi, að hið sanna lif væri innra með manninum. Ásamt undir- stöðuatriðum framþróunarinnar, var þessi kenning aðal grundvöllur félagsskaparins. Á honum var bygð bræðra- lagskenningin, sem boðuð var um víða veröld. Þá kenn- ingu hafa allir miklir heimsfræðarar flutt, og öll göfug- menni viðurkent í orði og verki, en mikið vantar á, að heimurinn hafi tileinkað sér hana. Og hafi heimurinn Trelsast úr hættum þeim, sem fyrir skömmum tírna vofðu yfir honum, ef þjóðir þær, sem nýskeð bárust á bana- spjótum, eru nú að nálgast hverjar aðra með vaxandi samúð, ef heimurinn hefir frelsast l'rá yfirvofandi dimm- viðrisöld, en getur heðið með eftirvænting nálægrar komu hans, sem er mestur allra núlifandi guðspekinga þó hann sé ekki i neinu guðspekifélagi — má mikið þakka það fyrirmyndar lífi og hugprýði fjögurra hinna miklu boðbera bræðralagskenningarinnar í heiminum. Boðherar þessir eru Helena Petrovna Blavatsky, Henry Steele Olcott, Annie Besant og Charles Leadbeater. Þau geta talist til allra trúarflokka, þau geta talist til allra þjóða og allra mismunandi skoðana; þau lifðu sam- kvæmt bræðralagskenningunni og brýndu það fyrir öðr- um. Að miklu leyti má og telja það GuðspekifélaginU að þakka, að reistur varð varnarmúr gegn afleiðingum

x

Tíðbrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðbrá
https://timarit.is/publication/1376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.