Tíðbrá


Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 16

Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 16
14 TÍÐBRÁ beina hugsunum félagsinanna að ]>eiin. ÁherzluatriSin í erindum hans og ölluin viðræðum voru víðsýni, heilbrigð hugsun og fegr- un og eining alls lifs. — f marzmánuði heimsótti oss annar merkur guðspekingur, séra E. Bolt frá Edinborg. Forgöngumenn heimsóknar hans voru þær frú Martha Kalman og ungfrú Helga Eggerts hjúkrunarkona. Höfðu þær báðar gengið í kirkjudeild frjáls-katólskra manna er- lendis. En séra Bolt er prestur i þessari kirkjudeild og kom hann einkum til þess, að kynna stefnu hennar og flytja hér messur samkvæmt heiðni þeirra frú Iíalman. Séra Bolt er hinn ástúðlegasti i allri framkomu og eignaðist hér marga vini. Starfaði hann af liinu mesta kappi og stoínaði að lokum söfnuð, sem i voru um 60 manns, flestir úr Guðspekifélaginu, en nokkrir utanfélags. Flest öll erindi lians hnigu að málefnum hinnar frjáls-katólsku kirkju og létu inenn hið bezta yfir þeim. Séra Bolt er all-mikill dulspelungur og höfðu menn mikið yndi af, er hann skýrði frá ýmsu dulrænu, er hann hafði séð og heyrt, bæði bér og annarstaðar. Deildarstjórnin lánaði samkomusal félagsins tii messugerða, en tók jafnframt fram, að Guðspekifélagið tæki enga afstöðu til þeirrar kirkjudeildar, sem liér um ræðir. Taldi stjórnin rétt að greiða fyrir því að félagsmenn gæti kynst nefndri trúarstefnu, sem svo mjög hefir verið á orði höfð siðustu árin, eins og hún telur æskilegt, að þeir geti kynst sem flestum trúarstefnum öðr- um. Mundi deildarstjórnin með jafnmikilli ánægju lána Búddha- og Brahma-trúarmönnum og öðrum merkilegum trúflokkum hús- ið til afnota, ef svo hæri undir, að fulltrúar þeirra væru hér á ferð. Guðspekifélagið vinnur að samanburðar-rannsóknum trúar- bragða og einingu þeirra, en gerir eltki upp ú milli þeirra og tekur enga eina trúarstefnu fram yfir aðra, eins og kunnugt er. Heimsóknir þessara merku guðspekinga eru alger nýjung i fé- lagslífi voru og hafa án efa glætt það að ýmsu leyti og orðið mönnum til gagns og gleði. Fjármál. Áður en varaforseti heimsókti Islandsdeildina var samkomu- hús hennar málað, bæði utan og innan og kostaði það á 13. hundrað króna. Við síðustu áramót mun deildarsjóður þó liafa verið öllu gildari en oft áður á sama tíma. Fjárhagurinn mun því vera sæmilegur, eftir þvi sein um er að gera. Niðurlag. Þá hefir verið hent á hið helzta, sem deildin liefir af hönd- um leyst undanfarið ár. Hafa ýmsir unnið af ósérplægni og ekk- ert síður margir þeirra, sem ekki hafa verið nefndir á nafn. Húsnefndin hefir t. d. unnið mikið verk og gott, sárstaklega Þorkell Þorláksson. Sama er að segja um bókasafnsnefndina, og vil ég þó einkum nefna þar Vilhelm Jakobsson, sem oft hefir

x

Tíðbrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðbrá
https://timarit.is/publication/1376

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.11.1928)
https://timarit.is/issue/404628

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.11.1928)

Aðgerðir: