Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 12
10
TÍÐBRÁ
Hinn 23. janúar fór afmælisfagnaður stúkunnar fram. Ortí
Grétar Fells gamankvæði til stúkunnar, og var það sungið ásamt
öðru fleira. Stuttar ræður voru og fluttar. En aðallega skemtu
menn sér við söng og leiki. Konur úr stúkunni höfðu prýtt sam-
komusalinn fagurlega, en aðrar sáu um veitingar og stóðu gest-
um fyrir beina. Var óvenju glatt á hjalla og skemtu menn sér til
miðnættis.
Síðastliðinn vetur brá stúkan venju um tilhögun funda sinna.
Var nú hætt að flytja bæn þá, er lesin hefir verið upp árum
saman, í uppliafi funda, bæði i Septímu og öðrum stúkum ís-
Iandsdeildarinnar. í stað hennar valdi nú formaður nokkur orð
til upplestrar, úr hinum og öðrum ritum, eftir |ivi sem við þótti
eiga i það og það skiftið. Þá sungu og félagsmenn venjulega við
upphaf og lok fundar og hefir þeim reynst söngurinn góður sam-
úðar- og ánægjuauki.
Nokkrum sinnum hefir frú Guðrún Sveinsdóttir skemt stúku-
félögum með einsöng.
Á síðasta stúkufundi gat formaður þess, að hann læki við
skólastjórn á Eiðum næsta vetur og yrði þvi að segja af sér for-
mensku stúkunnar. Var frú Aðalbjörg Sigurðardóttir kosin í
stúkustjórn í stað hans.
A árinu hafa gengið í stúkuna 27 manns, 2 hafa andast, 6 sagt
sig úr og 4 verið strvkaðir út af nafnaskrá. AIls eru nú i stúk-
unni 192.
Tala félagsmanna.
Fyrsta april síðastliðinn voru félagsmenn 381 að tölu. Siðan
liafa 7 bæzt við, svo að nú eru þeir 388. Andast hafa á árinu 4,
sagt sig úr 6 og 7 verið strykaðir út at' nafnaskrám stúkna.
Félag ungra guðspekinema.
Formaður þess er fröken Jóhanna Þórðardóttir.
18 fundir voru haldnir á starfstímabilinu. Var séra Bolt á
tveimur þeirra og flutti erindi og spjallaði við félagsmenn..
Á hinum fundunum hafa félagar sjálfir lagt til fundarefnið, ým-
ist frumsamið eða þýtt. Auk þess var að jafnaði rætt um lands-
ins gagn og nauðsynjar og önnur mál, er efst voru í hugum
manna í það og það skiftið.
Þjónustureglan.
Á Stjörnufélagsþinginu í Ommen sumarið 1927, var fröken
Sigríður Björnsdóttir skipuð formaður reglunnar hér á landi. En
sökum lasleika og anna, hefir Sigríður lítið getað beitt sér fyrir
framgangi reglunnar síðastl. vetur. Flokkarnir hafa þó flestir
starfað með sama hætti og áður.
Saumaflokkurinn.
Hann hóf starf sitt i nóvember s. 1. Tóku 9 konur þátt í starf-
inu. Gáfu félagsmenn föt og fataefni, eins og undanfarið og