Tíðbrá


Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 25

Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 25
TÍÐBRÁ 23 Skýringar á töflunni. Taflan á hinni síðunni sýnir í aðal dráttunum, hvern- ig Þjónustureglunni er ætlað að starfa. 1. flokkur. Almenningsheill. Hringboðsregla er félagsskapur, sem stofnaður hefir verið í því skyni, að æfa börn og unglinga í þjóðfélags- dygðum. Nöfn annara liða flokksins skýra sig sjálf. 2. fl. Dýraverndun. Vinnur gegn allri grimd i meðferð dýra. 3. fl. Heimsfriður. Að honum má vinna með ýmsu móti. Mest áhersla er lögð á hugleiðingar og hefir forseti sent út bæn, sem ætlast er til að flokksmenn biðji daglega á hádegi: „Ó, þú hulda LÍF, sem í öllu bgr, hjálpa oss að eygja þig í öllu og í öllum, einnig i mótstöðumönnum vorum. Þá mun þinn friður rikja í heiminum og jnnn vilji verða svo á jörðu sem á himnum“. í. fl. Vökumaðurinn. Vökumaðurinn starfar ekki í neinum sérstökum flokki. Hann á að vera augu og eyru reglunnar. Hann er alstaðar á verði, þar sem þörf er á þjónustu og gef- ur flokkunum bendingar og leiðbeiningar. ö. fl. Aftur til náttúrunnar. Þessi flokkur leggur stund á einfalt líf í mataræði og klæðnaði, líkamsæfingar, hreinlæti, sólböð og við- hald heilsunnar án lyfja. 6‘. fl. Lækningar. í þeim flokki geta þeir einir starfað, sem eru and- lega og líkamlega heilbrigðir og hreinir og vilja í kær- leika fórna sér fyrir þá, sem líða. 7. fl. Listir. Þessi flokkur starfar meðal annars að því, að fegra líf sitt í orði og verki og hvetja aðra til hins sama, skreyta fundarsali og iðka alt það, sem til unaðar má verða.

x

Tíðbrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðbrá
https://timarit.is/publication/1376

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.11.1928)
https://timarit.is/issue/404628

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.11.1928)

Aðgerðir: