Tíðbrá


Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 13

Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 13
TÍÐBRÁ 11 ýmsir kaupmenn lögðu ennfremur fram drjúgan skerf af fata- efnum og skófatnaði. Öll notuð föt voru hreinsuð og saumað upp úr þeim handa börnum og unglingum. Alls voru saumaðar og prjónaðar 227 spjarir, og var þeim ásamt 20 pörum af skófatnaði skift milli 27 fátækra barnaheimila, sem litla eða enga hjálp fengu annar- staðar. Saumaflokknuum bárust kr. 165.00 að gjöf, mest alt frá utanfélagskonu. Af því var notað í þarfir flokksins, fyrir sauma- efni kr. 34.68, en hinu var skift milli sjúklinga og einstæðinga. Konur þær, sem tóku þátt í starfinu, unnu af fágætri alúð og kappi. Formenn flokksins voru þær t'rú Helga Jónsdóttir og fröken Guðrún Benónýsdóttir. Enskuklúbburinn. Hann starfaði einungis nokkurn liluta vetrarins. Iíennarar voru hinir sömu og áður, frökenarnar Hólmfríður Árnadóttir og Sig- riður Björnsdóttir. Sökum vanheilsu starfaði fröken Sigriður Gunnarsson ekki með. Auk þess sóttu ýmsir félagsmenn enska fvrirlestra. sem fluttir voru fyrir almenning nokkurn hluta vetr- arins. Flokkur ]óns Árnasonar starfaði með líkum hætti og áður. Lásu flokksmenn „The Fire of Creation" og fleira og ræddu um lestrarefni sín á fund- unum, sem venjulega voru haldnir einu sinni í viku. Nutu þeir mikils t'róðleiks og skemtunar á fundunum. Hringborðsreglan. Hún var stofnuð síðastl. vor fyrir forgöngu þeirra frú Guðrún- ar Sveinsdóttur og fröken Helgu Eggerts. hjtikrunarkonu. Gekk fjöldi barna þegar í regluna og má vænta mikils góðs af henni. Esperantoflokkurinn. Fyrir tilmæli nokkurra guðspekinema tók hórbergur Þórðarson að sér að kenna esperanto seinni hluta vetrar. Milli 10 og 20 tóku þátt í þessu náini, og sýndi kennarinn mikinn áhuga á því að þeir lærðu. sem mest. Hafði hann tima með þeim einu sinni og tvisvar i viku. (Jtbreiðslumeðul. Eins og áður er getið, gaf stúkan Systkinabandið út bók um komu Mannkynsfræðarans eftir Annie Besant, en frú Kristín Matthíasson þýddi. Þá hefir frú Svava Þórhallsdóttir þýtt bók, er nefnist „Vaknið“ og gefið hana út á sinn kostnað. En frú Að- albjörg Sigurðardóttir liefir kostað útgáfu á „Ræðum og kvæðum“ eftir Krishnamurti. Er eftirtektarvert, að það skuli alt vera konur, sem eru aðal hvata- og forgöngumenn útgáfu þessara bóka, er áhugi þeirra og fórnfýsi sannarlega lofsvert. Þó bækur þessar flytji að vísu mestmegnis fræðslu um hið sér- staka málefni Stjörnufélagsins, þótti þó sjálfsagt að geta þeirra hér.

x

Tíðbrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðbrá
https://timarit.is/publication/1376

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.11.1928)
https://timarit.is/issue/404628

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.11.1928)

Aðgerðir: