Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 14

Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 14
12 TÍÐBRÁ Gangleri hefir komið út með sama hætti og áður. Kaupendur niunu vera rúmlega lmsund. Ekki er enn hægt að segja neitt með fullkominni vissu um fjárhagslega afkomu ritsins. En ekki hefir ]>að enn getað greitt lán það, er tekið var úr sjóði „gamla Gang- lera“, og hefir |)ó hvorki gjaldkeri og aðalútsölumaður ritsins, frú Sigríður Jónsdóttir, né ritstjóri tekið einn eyri fyrir störf sín. Og ýmsir hafa unnið að innheimtu og útsendingu Ganglera fyrir litið eða ekkert gjald. Samt má ætla, að ritið geti staðið á eigin fótum, er fram líða stundir, borgað lán sín og allan út- gáfukostnað, og má þá vel við una. Farnast þá „Ganglera“ bet- ur en nokkru öðru guðspekiriti, sem kunnugt er um. Norska og sænska deildin tapa árlega mörg hundruð krónum á sínum tima- ritum. Og enska deildin, sem hefir á 6. þúsund t'élaga, hefir ár- lega tapað 11—12 þúsund krónum á sinu timariti, og sá hún sér eigi fært að halda útgáfunni áfram að svo stöddu, sakir hins stórkostlega taps. Var hætt við útgáfuna i marz siðastliðinn vet- Ur, og gefur deildin nú einungis út lítið fréttablað. Af því, sem nú hefir nefnt verið, getá menn séð, að Gangleri iná vel una hag sinum, þótt hann hafi ekki enn þá greitt allar skuldir sínar og hafi ekki orðið útgefanda tekjuauki, eins og sumir munu þó hafa talið vist, að hann væri nú þegar orðinn. Er vonandi að Gangleri eigi eftir að gera mikið gagn. — Deildarstjórnin hefir sent sjúkrahúsunum á Akureyri, Kristnesi og Vifilstöðum 1 og 2 eintök af öllum guðspekibókum, sem hún hafði yfir að ráða. Sömuleiðis hefir fáeinum utanfélagsmönn- um, sem sýnt hafa sérstakan áliuga á stefnu vorri, verið sendar nokkrar bækur að gjöf. — A árinu hafa verið haldin 2(i opinber erindi um guðspekileg efni. Flutti Jinarajadasa 3, frú Aðalbjörg Sigurðardóttir 4, Grét- ar Fells 4 og Jakob Kristinsson 15. Auk þess voru fluttir 15 fyrirlestrar um grundvallaratriði guðspekinnar i samkomuhúsi félagsins. Voru þeir aðallega ætlaðir þeim utanfélagsmönnum. sem löngun hefðu til að kynnast fræðikerfi guðspekinnar. Fengu félagsmenn handa þeim aðgöngumiða, sem giltu fyrir öll erind- in. Var venjulega eitt erindi flutt á viku. Voru þau vel sótt fram- an af vetri, en miður þegar fram á leið. Munu venjulega hafa verið viðstaddir livert erindi frá 15—60 utanfélagsmenn. Erindin voru nálega alt af, að miklu eða öllu leyti, þýðingar úr bók Jinarajadasa: „The First Principles of Theosohpy". Þessir félagsmenn fluttu erindi: Grétar Fells 4, Þorlákur Ó- feigsson 5, Hólmfriður Arnadóttir 2, Vilhelm Jakobsson 2 og Jakob Kristinsson 2. Þorlákur Ofeigsson teiknaði fjölda mynda, er notaðar voru til skýringar fyrirlestrunum, og lagði hann mik- ið verk í það. — Systkinabandið á Akureyri hefir haft opna bókaútlánsstofu fyTrir almenning ákveðinn tíma daglega allan siðastl. vetur. Og

x

Tíðbrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðbrá
https://timarit.is/publication/1376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.