Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 15

Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 15
TÍÐBRÁ 13 formaður stúkunnar, frú Kristín Matthiasson, flutti erindi um Stuðspekileg efni í gagnfræðaskólanum. Má eflaust fullyrða, að öll þessi útbreiðslustarfsemi hafi að einhverju leyti aukið þekking og vakið athygli á kenningum fé- lags vors. Frá allsherjarforseta o. fl. Síðastliðið ár fór fram fjársöfnuit innan guðspekideiida um allan heim. Var tilgangurinn sá, að fé það, er safnaðist, væri af- hent þeim dr. Annie Besant og Leadbeater biskupi, á áttræðis- afmæli þeirra. Atti þetta að vera litill þakklætisvottur félags- manna fyrir hið mikla fræðslustarf og leiðsögn þessara for- sprakka telagsins. Stjórn Islandsdeildarinnar efndi til samskota í þessu skyni og safnaðist 14 £, er sent var til Adyar í fjársöfn- unarsjóðinn. Ilefir stjórninni borist mjög hlýlegt þakkarbréf fi'á dr. Geroge Arundale, aðalhvatamanni og gjaldkera fjársöfunar- innar. I júnímánuði í sumar er kjörtímabil frú Besant útrunnið. Eftir siðastl. nýjár fór þvi fram kosning allsherjarforseta Guðspcki- félagsins. Islenskir félagar, þeir er atkvæði greiddu, endurkusu allir frú Besant, enda hafði aðalstjórn félagsins útnefnt hana sem forsetaefni. — Úrslit kosninganna koma seinna i sumar. Á síðasta ársfundi deildarinnar var rætt um yfirlýsintj þá um beimstrúarbrögð, er samþykt var i Adyar 1925, og lýsti fundur- inn því, að hann væri meðmæltur henni. Siðastl. haust kom hréf frá dr. Besant og var þar skýrt frá þvi, að sökum misskilnings, er átt hafi sér stað, hafi nafninu „heimstrúarbrögð" verið breytt i „bandalag trúarbragða". Biður hún menn að gæta þessa eftir- ieiðis. Heimsókn varaforseta og síra Bolts. Nokkur undanfarin ár hefir deildarstjórnin gert sér far um að fá þroskaðan guðspeking til þess, að heimsækja íslenzka fé- lagsmenn. Varaforseti félagsins, C. Jinarajadasa, hafði heitið ]>ví í Adyar 1925, að þegar hann kæmi næst til Engiands, skyldi hann hafa i hyggju að heimsækja ísland, et’ unt væri. Þegar Jinarajadasa kom nú til Englands siðastliðið vor, var honum skrifað og áréttuð beiðni undanfarinna ára. Varð deildin svo lánsöm, að hann sá sér fært að heimsækja oss og dvelja liér þriggja vikna tíma, eins og kunnugt er. Heimsótti hann flestar guðspekistúkur og flutti fjölda erinda. Tvö opinber erindi, er mikið þótti til koma, flutti hann i Reykjavik, en eitt á Akur- eyri. Fanst flestum mikið til um hann og utanfélagsmönnum engu siður en sumum félagsmönnum. Er liann og einn þeirra, sem vaxa að sama skapi, sem vér kynnumst þeim meira. Og til eru þeir i flokki guðspekinema hér, er minnast munu jafnan komu hans með dýpstu þökk. Jinarajadasa virtist fremur forðast að tala um dulræn efni og

x

Tíðbrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðbrá
https://timarit.is/publication/1376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.