Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 22
20
TÍÐBRÁ
tíma hafa ineðlimirnir iítið aðhafst, annað en að kynna
sér kenningakerfi þess. Það er auðvitað bæði gott og
nauðsynlegt, en nú ættum við líka að vera búin að
safna svo mikilli fræðslu, að við ættum að vera orðin
fær um að flytja heiminum hana á þann eina hátt, sem
getur komið honum að gagni, nefnilega með því að lifa
og breyta i samræmi við þessar kenningar. Það er ekki
lengur nóg að við viðurkennum þær með vörunum, við
erum skyldug til að lifa eftir þeim.
A 50 ára afmæli félagsins í Adyar, var lesið upp bréf
frá „Eldri Bróður“, þessi eldri bróðir er hinn voldugi
„Mahachoan“, er stjórnar öllu starfi hér í heimi. Hann
segir meðal annars: „Ykkur er ætlað að vinna með
okkur að því að flytja heiminum ljós, vaknið og takið
til starfa!" Við skulum ekki gleyma, að það getur olt-
ið á því hvernig við snúumst við starfinu, hvorc Meisl-
urunum tekst að koma fyrirætlunum sínum í fram-
kvæmd eða ekki. Við erum verkfærin, sem á að vinna
með. Starfið er margskonar og það þarf allar tegund-
ir verkfæra, ef vel á að ganga. Þó okkur finnist það Jít-
ilfjörleg störf, sem okkur eru fengin í hendur, þá er
ekki síður áríðandi að þau séu vel unnin og fyr en við
getum unnið lítilfjörlegu störfin samvizkusamlega og
vel, er vonlaust um að okkur verði fengin i hendur
vandasamari störf. „Vertu trúr yfir litlu, og ég mun
setja þig' yfir meira“, eru orð, sem við skulum hafa í
huga.
Eg vil nú hiðja félagsmenn að athuga vel töflu þá,
er birtist hér og sjá, hvort þeir finni ekki eitthvert mál-
efni, sem þeir vilja vinna fyrir og gefa sig' síðan fram
til þess. Einnig vil ég' biðja þá, ef þeir hafa einhver á-
hugamál, að gefa sig fram með þau, því allar slíkar
uppástungur verða teknar með þökkum. — Það verður
enginn skyldaður tí 1 að starfa, en við skulum íhuga,
hvort við getum, samvizku okkar vegna, haldið á-
fram árum saman að safna að okkur fræðslu og
þekking, án þess að láta bræðrum okkar í té eitthvað
af henni. Við getum haldið ræður og fyrirlestra í