Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 20
18
TÍÐBRÁ
um fjellu fundarmenn ekki í geð o. s. frv. En Krishna-
murti, sem mann, dáðu allir. Það virðist hans sterka
hlið, að hann kemur til einstaklingsins, til þess að und-
irbúa innra með hverjum manni ,,ríki hamingjunnar“.
Hann tekur ekki beinan þátt í umbótastarfsemi þjóð-
félagsins. Grundvöll þeirrar starfsemi er að tinna í
eigin umbótum einstaklinganna.
„Hörð er þessi ræða“, var forðum sagt. Margir hafa
endurtekið þau orð í huga sínum, sem hlustað hafa á
Fvrishnamurti. í þessu sambandi tek ég hér upp, í laus-
legri þýðingu, nokkrar setningar úr greinarstúf eftir
C. Jinarajadasa, sem birtist í ,,The Star Revie\v“, jan-
úarheftinu 1928: „Krishnamurti hefir oft og tíðum
verið „harðorður“. Er þessu í raun og veru svo farið?
Þeim einum hefir fundist hann „harðorður“, sem hing-
að til hafa valið sér hinar auðförnustu leiðir til guðlegs
gervis. En þeim, sem þráð hafa samband við andann
án efnis, og hafa því haft við erfiðleika að etja, eru
harðv^rði Krishnaji’s eins og svöngum inanni matur eða
þyrstum drykkur. Ef einhverjum okkar, sem fundið
hafa Ijós guðlegrar vizku í fræðum guðspekinnar, hefir
fundist Krishnaji harorður og við ekki finna Ijós og
huggun í orðum hans, heldur þvert á móti, þá er eng-
um þar um að kenna nema okkur sjálfum. Þetta ber
einungis vott um, að hingað til höfum við ekki þorað
að horfast í augu við ljós sannleikans, af ótta fyrir að
fá ofbirtu í augun. Eina lækningin er sú, að venja augu
sín smám saman við að horfa í ljósið, og þá munum
við, þrátt fyrir þjáningarnar, smám saman vaxa fyrir
áhrifin frá Ijósinu, þar til alt líf okkar er fögnuði
fylt“.
Nýr bælclingur.
Athygli félagsmanna og annara skal vakin á því, að bi'áðlegi
kemur út á islensku lítil bók. „Heimsstjórnin", sem er útdráttur
úr bók eftir forseta félagsins, dr. Annie Besant. Þýðandi H. Á.
Bók þessa settu allir félagsmenn að eignast og lesa.
P. E.