Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 31

Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 31
TÍÐBRÁ 29 þroska. Gætið þess að leitast aklrei við að þrengja að öðrum yðar lífsskoðunum né sannfæringu. Hjálpið öðr- um til þess að mynda sínar eigin lífsskoðanir og ná sínum eigin sannfæringum, hverjar sem þær kunna að verða, einungis að þær örfi til betra lífernis. Leitist við að finna göfug málefni. Hjálpið öllum, sem yður er hægt að gagna, og sendið öllum samúðar- og velvildar- anda. Standið eigi aðgerðarlausir þér ljóssins bræð- ur — í myrkrinu, sein er yðar verk og vort að eyða. Þér getið ekki í sannleika verið lærisveinar hinnar heilögu vizku, nema þér starfið í þjónustu hins guðlega lífs. Alstaðar þar, sem fáfræði er að finna, þjáningar, sundurlyndi, ranglæti, harðstjórn, alstaðar þar, sein undirokun og grimd á sér stað, verðum vér að finna hina áhugasömu meðlimi félags vors, þá, sem leggja stund á Guðspekinám og nota kenningar hennar til þess að leiða heiminn frá myrkri til ljóss, frá dauðanum til lífsins, frá blekkingu til raunveruleika. Slíkir friðflytj- endur eru í sannleika sælir, og þeir munu Guð sjá. Látið bræðralag vera raunverulegt innan Guðspekifé- lagsins. Nóg er nú komið af sundrung og flokkadrátt- um. Látið eigi annað verða eftir af því en greinarmun, sem að gagni má verða. Virðið alla þá, sem eru yður ó- líkir. Látið bræðralag yðar vera hafið yl'ir mismunandi skoðanir, eins og það nú svo snildarlega hefir hafið sig vfir mismun kynstofna, trúarskoðana, stétta og hörunds- litar. Eitt skilyrði er, og hefir ætíð verið, fyrir inntöku í félag vort: — Viðurkenning þeirra sanninda, að alt líf sé hræðralag, og alvarleg löngun til að sýna það i verkinu. Litlu skiftir það á þroskastigi þvi, sem þér flest standið nú á, hverju þér trúið, sé bræðratag aðal hyrningarsteinn trúar yðar; en hitl er mikils um vert, hvernig þér trúið. Enginn þarf, eða ætti, að yfirgefa fé- lagið af þeirri ástæðu, að hann sé ósammála við aðra félaga, hverjir sein þeir kunna að vera. Skoðanainismun- ur ætti að auka líf í félagi voru. En félagi getur haft á- stæðu til að fara úr félagsskapnum, sé samveran við þá, sem eru honum andstæðir, gjörð óbærileg fyrir hann.

x

Tíðbrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðbrá
https://timarit.is/publication/1376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.