Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 10
8
TÍÐBRÁ
Á liðnu ári gengu 2 nýir félagar í stúkuna, 2 bafa fluzt til
hennar frá öðruin stúkum, 1 hefir sagt sig úr, 1 látist og 5
fluzt til annara stúkna. Eru félagar nú 32.
Fundarsókn hefir verið góð. Af 22 félögum, sem búsettir eru
i bænum, hafa að meðaltali 14 sótt alla fundina.
Síðastliðið haust gaf stúkan út á sinn kostnað fjögur er-
indi um komu mannkynsfræðarans eftir frú Besant, og hafði
formaður stúkunnar þýtt þau. Hefir Systkinabandið runnið á
vaðið þarna, því að ekki er kunnugt um að aðrar islenzkar
guðspekistúkur hafi gefið út bækur.
Þegar frú Kristin iét stúkunni handrit sitt í té, setti hún
þau skilyrði, að stúkan greiddi húsaleigu fyrir útláns- og les-
stofu á næsta vetri, og skyldi það vera andvirði handritsins.
Lesstofunni hefir síðan verið haldið opinni alla daga vikunn-
ar, virka daga frá kl. 4—8 síðd. og á sunnudögum frá 4—ti.
Hafa félagsmenn skifst á að gæta hennar og lána út liækur.
Fyrri part vetrar var aðsókn mikil, og voru þá lánuð út að
meðaltali 150 bindi á mánuði, en seinni part vetrar um 100
bindi mánaðarlega.
Mikill áhugi er meðai stúkufélaga um það, að þeir komi
sér upp fundarsal. Hafa þeir gert gangskör að þvi að safna fé
i því skyni, og er deildarstjórninni skylt að leggja þeim lið
eftir mætti. Verður rætt um það nánar, áður en aðalfundi
deildarinnar lýkur, með hverjum hætti deildin fái rétt hjálp-
arhönd, stúkum þeim, sem hafa hug á þvi að byggja eða
Iryggja sér hentugan fundarsal. —
Tvo undanfarna vetur hafa fjórir félagar Systkinabandsins
komið reglulega saman, einu sinni í viku, til þess að leitast
við að lijálpa ýmsum, sem þeir hafa vitað bágstadda, sakir
andlegra og likamlegra þjáninga. Farið hefir verið eftir regl-
um, sem gefnar eru út at' „International Healing Group“, seni
dr. Besant er formaður fyrir. Eru þátttakendur sammála um
það, að mikil blessun fylgi þessum tilraunum þeirra.
Reykjavíkurstúka Guðspekifélagsins.
A starfstimabilinu hafa verið haldnir 16 fundir. Það, sem
nú skal greina, hefir verið gert á fundunum:
Formaður, Jón Arnason, ílutti 4 eftirfarandi erindi: Töfra-
magn helgisiða. — „Vordraumur og „Fæðing Psvcke" eftir
Einar Jónsson. — Yfirlit fræðikerfis guðspekinnar. — „Braut-
ryðjandinn" og „Iíomið lil mín“ eftir Flinar Jónsson. Ennt'rem-
ur las hann upp ritgerð eftir séra Friðrik A. Friðriksson:
„Kristvitund“ og „Eftirmáli".
Þessir fluttu erindi:
Sigurður Ólafsson, 1 : Um vinnuveitendur og vinnuþigg jendur.