Tíðbrá


Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 33

Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 33
TÍÐBRÁ 31 lærast aðferð Kurukshetra, þá er menn hafa skiftar skoðanir, að berjast með ástúð og umburðarlyndi, þeg- ar þess er þörf. Lát oss ekki gleymast, að alt líf er eitt, jafnvel þó gerfi þess vilji stundum skellast saman. Vér munum verða mikið oftar yðar á meðal á kom- andi árum, því vér eigum einnig heima í alheims- hræðralaginu, sein stundum er leitast við að útiloka oss frá. Bræðralagið hefir hvorki upphaf né endi i mannheimum, hvaða hugmynd, sem sumir menn kunna að hafa um það, og vér vonum, að með tímanum verði staður fyrir oss á meðal yðar. Vcr bíðum rólegir eftir yðar hentugleikum, því vér getum þjónað heiminum, hvort sem tilvera vor er viðurkend eða eigi. Vér gætum þó ef til vill vænst þess, að Guðspekifélagið, félag vort engu síður en yðar, muni einhverntíma viðurkenna til- veru vora, en ekki einungis telja hana sennilega kenn- ingu, sem færa megi rök fyrir. Nokkrir yðar þekkja oss vel, og þeir eiga, eftir voru undirlagi, að vitna um það fyrir yður og hinum sýnilega heimi, í þeirri von, að smámsaman rofi til í myrkrinu, og æ fleiri læri að þekkja þá, sem elska heiminn svo heitt og sem munu opna fjársjóðu sína fyrir öllum, sem í hendi sér hafa lykil bræðralagsins. En vér þrengjum oss ekki inn á neinn. Þeir, sem þess óska, geta leitað einir, gengið einir götur sínar; þó vitum vér, að sá tími muni koma, að einveran verði þeim full-erfið. Vér troðum oss eigi inn á neinn, sem eigi æskir eftir oss. Þó þarfnast heim- urinn vor og vér mundum gefa enn ríkulegar, fengjum vér betri viðtökur. Samkvæmt lögmálinu mun hinn blessaði Drottinn birtast meðal yðar; hverjar svo sem viðtökur hann fær, er óvíst hve lengi hann dvelur. Hing'að til hefir hann einungis getað komið iil yðar með löngu millibili, til þess að veita yður hina óvið- jafnanlegu blessun, sem leiðir af dvöl hans meðal yð- ar. Vér bíðum og sjáum. Það verður svo að vera. En verði honum fagnað, og fögnuðurinn vex þvi lengra sem Jíður, getur svo farið, að hann dvelji lengi hjá yð- ur, og' þannig opnist algjörlega dyrnar milli vors heims

x

Tíðbrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðbrá
https://timarit.is/publication/1376

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.11.1928)
https://timarit.is/issue/404628

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.11.1928)

Aðgerðir: