Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 26

Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 26
24 TÍÐBRÁ KVEÐJA. Á ferð minni nýafstaðinni til Noregs og Sviþjóðar <Stockhólms) heimsótti ég Guðspekifélagið, í Oslo og var þar á fundi föstudaginn 12. oktbr. Hélt ég þar stutl erindi um starfið hér heima og flutti kveðjur. Var mcr falið að flytja kærar kveðjur frá norskum guðspeki- ncmum öllum íslenzkum guðspekifélögum og bið ég blaðið að flgtja þeim þcssar kveðjur og heillaóskir. Jón Árnason. Hin almenna frjálsa kirkja. Séra E. C. Bolt frá Edinborg dvaldi hér mánaðartíma í haust. Erindi hans var að aðstoða Ludvig Kaaber í starfi hans í söfn- uði þeim, sem séra Bolt stofnaði i Reykjavík siðastliðinn vetur. Eins og menn muna, er séra Bolt prestur í hinni Almennu frjálsu kirkju; við formensku safnaðarins tók bankastjóri Lúd- vig Kaaber og er nú prestur hans. Var hann vigður í iiuizen á Hollandi síðastliðið vor, af biskupi Wedgwood. í hinni Almennu frjálsu kirkju cr prestum ekki gjört að skyldu að hafa neitt guðfræðipróf. Þar geta þvi þeir einir orðið prestar, sem af á- huga og innilegri löngun til þess að inna af hendi algerlega óeigingjarnt starf, til eflingar guðsrikis á jörðu, bjóða kirkjunni þjónustu sína. Eins og menn muna, er C. W. Leadbeater yfir- biskup kirkjunnar. Mgndin, sem er i blaðinu af dr. Annie Besant, barst liingað i danska tímaritinu „Theosophia". Hún var tckin árið 1885. Um pað leyti starfaði dr. Besant með miklum dugnaði að mannúðarmálum. Allir eiginleikar hins hugdjarfa, bjartsýna bardagamanns felast i svipnum. Forseti Guðspekifélagsins. Tilkynt hefir verið að dr. Annie Besant hafi verið endurkos- in forseti Guðspekifélagsins með 20880 atkvæðum. I sumar skifti um váraforseta i félaginu. í stað Jinarajadasa hefir dr. Besant útnefnt bandarikjamann að nafni A. l'. Warrington.

x

Tíðbrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðbrá
https://timarit.is/publication/1376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.