Tíðbrá - 01.11.1928, Blaðsíða 26
24
TÍÐBRÁ
KVEÐJA.
Á ferð minni nýafstaðinni til Noregs og Sviþjóðar
<Stockhólms) heimsótti ég Guðspekifélagið, í Oslo og
var þar á fundi föstudaginn 12. oktbr. Hélt ég þar stutl
erindi um starfið hér heima og flutti kveðjur. Var mcr
falið að flytja kærar kveðjur frá norskum guðspeki-
ncmum öllum íslenzkum guðspekifélögum og bið ég
blaðið að flgtja þeim þcssar kveðjur og heillaóskir.
Jón Árnason.
Hin almenna frjálsa kirkja.
Séra E. C. Bolt frá Edinborg dvaldi hér mánaðartíma í haust.
Erindi hans var að aðstoða Ludvig Kaaber í starfi hans í söfn-
uði þeim, sem séra Bolt stofnaði i Reykjavík siðastliðinn vetur.
Eins og menn muna, er séra Bolt prestur í hinni Almennu
frjálsu kirkju; við formensku safnaðarins tók bankastjóri Lúd-
vig Kaaber og er nú prestur hans. Var hann vigður í iiuizen á
Hollandi síðastliðið vor, af biskupi Wedgwood. í hinni Almennu
frjálsu kirkju cr prestum ekki gjört að skyldu að hafa neitt
guðfræðipróf. Þar geta þvi þeir einir orðið prestar, sem af á-
huga og innilegri löngun til þess að inna af hendi algerlega
óeigingjarnt starf, til eflingar guðsrikis á jörðu, bjóða kirkjunni
þjónustu sína. Eins og menn muna, er C. W. Leadbeater yfir-
biskup kirkjunnar.
Mgndin,
sem er i blaðinu af dr. Annie Besant, barst liingað i danska
tímaritinu „Theosophia". Hún var tckin árið 1885. Um pað leyti
starfaði dr. Besant með miklum dugnaði að mannúðarmálum.
Allir eiginleikar hins hugdjarfa, bjartsýna bardagamanns felast
i svipnum.
Forseti Guðspekifélagsins.
Tilkynt hefir verið að dr. Annie Besant hafi verið endurkos-
in forseti Guðspekifélagsins með 20880 atkvæðum. I sumar skifti
um váraforseta i félaginu. í stað Jinarajadasa hefir dr. Besant
útnefnt bandarikjamann að nafni A. l'. Warrington.