Skessuhorn


Skessuhorn - 21.01.2015, Síða 16

Skessuhorn - 21.01.2015, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015 Hefur verið pólitískur frá barnsaldri Rætt við Harald Benediktsson bónda, alþingismann og fyrrum formann bændasamtakanna Við rætur Akrafjalls er fallegt bæj- arstæði. Þar standa bæirnir Eystri- og Vestri-Reynir sem áður til- heyrðu Innri – Akraneshreppi, nú Hvalfjarðarsveit eftir að hrepp- arnir fjórir sunnan heiðar voru sameinaðir. Á köldum janúardegi stendur blaðamaður Skessuhorns á hlaðinu og við blasir stórkostlegt útsýni. Snævi þakin sveitin, Akra- nes og sjórinn, sem virðist engan endi hafa og blasir við eins langt og augað eygir. Það eru Harald- ur Benediktsson og Lilja Guðrún Eyþórsdóttir sem eru bændur á Vestri-Reyni. Þar búa þau ásamt börnum sínum þremur; Bene- diktu, Eyþóri og Guðbjörgu. Við tökum Harald bónda tali um störf- in heima og heiman. Meðal annars er rætt við Harald sem formann starfshóps um alþjónustu í fjar- skiptum sem hefur það hlutverk að fara yfir stöðu breiðbandsvæð- ingar hér á landi og gera tillögur til ráðherra um leiðir til úrbóta. Haraldur segir þetta mikið hags- munamál fyrir byggðir landsins. Raunar eitt stærsta byggðamál- ið. Þjóðtrú og sögur bera einnig á góma í spjalli við Harald bónda og þingmann. Fimm þingmenn úr Heiðarskóla Haraldur er fæddur og uppalinn á Vestri-Reyni og tók við búi for- eldra sinna, Benedikts Haralds- sonar og Halldóru Ágústu Þor- steinsdóttur 1996. Samhliða bú- rekstri hefur hann sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Hann sinnti stjórnarstörfum hjá Bún- aðarsambandi Borgarfjarðar og síðar Búnaðarsamtökum Vest- urlands. Þá var hann formaður Bændasamtaka Íslands í níu ár, á árunum 2004-2013. Haraldur er í dag þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í Norðvesturkjördæmi og sit- ur meðal annars í atvinnuvega- nefnd og fjárlaganefnd. Sem barn gekk hann í Heiðarskóla í Hval- fjarðarsveit og þaðan fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri. Hann er ekki eini nemandinn úr Heið- arskóla sem ratað hefur á Alþingi. „Ég held að við séum fimm úr Heiðarskóla sem höfum dottið á þing. Magnús Þór Hafsteinsson var með mér í skóla og hann sat á þingi í fjögur ár, Elsa Lára Arn- ardóttir er þingmaður Framsókn- arflokksins, Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra var um tíma í skólanum og Guðjón Ólafur Jónsson frá Saurbæ, sem datt inn á þing sem varaþingmaður. Mér finnst þetta skemmtilegur punkt- ur,“ segir Haraldur. Ætlaði alltaf að verða bóndi Haraldur segist alltaf hafa ætlað sér að verða bóndi. „Ég er hluti af þess- ari jörð. Ég hafði hug á að yrkja þessa jörð áfram með einhverjum sóma og reyna að efla hana og bæta. Ég man samt ekkert eftir ákvörð- uninni þegar ég ákvað að ég skyldi verða bóndi. Þetta hefur bara alltaf verið svona,“ útskýrir hann. Búið er meðalstórt, hjónin eru með um 44 kýr í vetur. Hann segir búið vera klassískt kúabú með mjaltagryfju. Farið er í fjós tvisvar á dag og kýrn- ar eru lausar í fjósinu. „Annars er konan mín bóndinn þessi árin, ég er meira til aðstoðar,“ segir hann aðspurður um hvernig bændastörf- in fari saman við þingmennskuna. Börn hjónanna hafa gaman af sveita- störfunum. Sonurinn Eyþór er mik- ill skepnumaður en dæturnar erfðu véladellu föðurins. „Þær hafa allt- af haft meiri áhuga á traktorunum á meðan hann er útspekúleraður í kúnum,“ segir hann. Eyþór er að verða fjórtán ára og á kúna Ástþóru, sem er jafnaldra hans. Haraldur seg- ir það mjög sérstakt að kýr verði svo gamlar. „Hún er ákaflega sérstök kú og þau eru miklir mátar. Hann er svona eins og kálfurinn hennar. Hún þekkir hann og það er sérstakt sam- band á milli þeirra. Það er löngu frá- gengið að þegar hennar tími kemur, verður hún heygð heima.“ Þrátt fyr- ir háan aldur er kýrin mjög heilsu- hraust og mjólkar vel. „Við höldum alltaf að næsti kálfur sé síðasti kálf- urinn en hún á að bera aftur í vor. Ég veit ekki hvernig það fer. Hún hefur hingað til ekki slegið feilpúst og það er kominn stór ættbogi frá henni. Ég veit ekki hvað við eigum orðið margar kýr sjálf undan henni. Ég held að Eyþór eigi þær orðið flestar, enda úr hans ræktun,“ segir Haraldur og hlær. Gerði upp hug sinn tólf ára Haraldur segist hafa verið pólitískur alla tíð, þrátt fyrir að hafa ekki tekið beinan þátt í stjórnmálum í langan tíma fyrr en hann fór í framboð fyr- ir kosningarnar 2013. Ungur hreyfst hann af stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem hefur verið hans flokkur síð- an. „Ég hef verið sjálfstæðismaður frá tólf ára aldri. Við skólabræðurn- ir vorum mjög uppteknir af kosn- ingunum 1978. Ég og Pétur Otte- sen tókum kúrsinn þá og gerðum upp hug okkar,“ segir hann. Hann var þó ekki alinn upp á pólitísku heimili enda var pólitík ekki mik- ið rædd þar. „Foreldrar mínir voru lausir við allt slíkt. Það kom ekki til greina að láta mikið á sér bera. Pabbi féllst á að vera leitarstjóri, það var það mesta sem hann gaf kost á sér til félagslegra starfa. En ég vissi að þetta væri gamalgróið sjálfstæðis- heimili þó ekki væri talað um stjórn- mál á heimilinu. Gamla Innnesið er mjög blá sveit. Og þegar maður elst upp í blárri sveit, þá hlýtur maður að verða blár!“ Hann bætir því þó við að sem formaður bændasamtakanna hafi hann ekki vasast mikið í póli- tík og ekki tekið flokkspólitíska af- stöðu. Tók sénsinn En hvernig kom það til að Haraldur færi í framboð? Hann segir það hafa átt sér tvenns konar aðdraganda. „Í fyrsta lagi reyndum við í bænda- samtökunum að fá bændur til að láta sig landsmálin varða. Það er gríðar- lega mikilvægt að Alþingi sé þannig samansett að þar sé sem fjölbreytt- asta flóra fólks sem hefur þekkingu úr atvinnulífinu. Þetta gerðum við markvisst frá kosningunum 2007.“ Fyrir kosningarnar 2009 varð það nefnt við Harald hvort hann vildi fara í framboð en þá kom það ekki til greina. Það var gert aftur haust- ið 2012. „Þá var ég búinn að ákveða að hætta hjá bændasamtökunum. Ég var á þriðja þriggja ára kjörtíma- bilinu og fannst þetta orðið gott. Ég stefndi á að fara aftur heim í búskap- inn. Þá er leitað til mín með mikl- um þunga og ég ákvað að láta slag standa og gá hvað kæmi út úr kosn- ingu í röðun á framboðslista,“ seg- ir hann. Haraldur segist hafa tekið sénsinn og ekki geta unnið mikið í því að afla sér atkvæða, enda aðdrag- andinn mjög skammur. Það varð úr að hann fékk annað sætið á listan- um, það sem hann sóttist eftir. „Þeg- ar maður er búinn að pota lengi í karla og konur að láta nú rödd land- búnaðarins heyrast, þá getur maður ekki skorast undan þegar það er leit- að til manns. Það skiptir máli að tala máli sveitanna og landbúnaðarins á þingi sem annars staðar. Landbún- aður skiptir máli.“ Starf þingmanns að stórum hluta þjónustustarf Haraldi líkar þingmannsstarfið vel en segir það viðbrigði frá fyrri að- stæðum. „Þetta er eiginlega ekki spurning um hvort mér líki starf- ið. Heldur frekar hvernig öðrum líkar við mann, það sem maður er að fást við og vinna að. En ég hef mikla ánægju af starfinu og finnst gaman að kynnast störfum Alþingis með þessum hætti.“ Hann bætir því við að honum finnist leitt hvernig birtingarmynd þingsins er út á við. „Þarna er stór hópur af mjög mögn- uðu fólki sem leggur mikið á sig og vinnur gott starf, sama í hvaða flokki það er. Bæði í nefndarstörfum og í umræðum í salnum. En andlitið sem kemur alltaf út á við eru þessi átök úr ræðustólnum, þessi sýning sem stundum er í gangi og gefur hvorki rétta mynd af starfi þingsins né starfi þingmanna.“ Hann segir starf al- þingismannsins vera fyrst og fremst þjónustustarf og það sé í ríkara mæli hlutverk þingmanns landsbyggðar- innar að verða einskonar útvörður atvinnulífs og mannlífs kjördæmis- ins. „Auðvitað eru það forréttindi að fá þessa innsýn inn í samfélagið og ég er mjög sáttur að því leytinu til.“ Kjördæmin of stór Haraldur segir starfið vera mjög fjölbreytt og að hann hafi orðið yf- irborðsþekkingu á mörgum málum. „Þetta eru gríðarlega fjölbreytt mál og verkefni sem unnið er með. Allt frá því að fjalla um löggjöf um fisk- eldi yfir í að vinna að fjármálum rík- isins.“ Hann segir starfið í eðli sínu vera tímafrekt. Að alltaf megi lesa meira eða setja sig betur inn í mál- in. „Svo er alveg pottþétt að það er fundið að því að þú sjáist ekki hér og þar í kjördæminu. Samt keyrði ég nú 48 þúsund kílómetra á síðasta ári, fyrir utan það sem ég flaug og tók bílaleigubíla. Þau eru þrjú þessi stóru kjördæmi, sem hafa mörg ólík svæði og eru í rauninni allt of stór til að þingmaður geti sinnt þeim að einhverju viti. Það er ekki hægt,“ segir hann alvarlegur í bragði. „Ég er örugglega mest áberandi í suð- urhluta kjördæmisins, sem er mín heimasveit. Þó ég reyni að sinna öðr- um hlutum kjördæmisins af fremsta megni,“ heldur hann áfram. Hann segir þetta vera svo stóran galla að þetta gangi ekki til framtíðar. Ein- hvern veginn verði að minnka þessi svæði aftur. „En svo er líka hægt að vera bara kaldur og segja: „Þið þurf- ið ekkert að sjá þennan þingmann ykkar, þið getið sent honum tölvu- póst.“ En það væri þá miklu betra ef fólk væri í netsambandi.“ Geta ekki skilað skattaskýrslu Haraldur hefur lengi haft áhuga á úrbótum í fjarskiptamálum. Hann er formaður starfshóps um alþjónustu í fjarskiptum sem hefur það hlutverk að fara yfir stöðu breiðbandsvæð- ingar hér á landi og gera tillögur til ráðherra um leiðir til úrbóta. „Þessi málaflokkur hefur fylgt mér lengi. Gagnagrunnar bænda hafa í áratug verið byggðir upp miðlægir þrátt fyrir hörmulega nettengingu víð- ast hvar. Þó er búið að vinna mikið í fjarskiptamálum, það er ekki hægt að segja að allt sé í rúst.“ Hann seg- ir stöðuna í raun og veru góða mið- að við hvað við erum fámenn þjóð í erfiðu og stóru landi. Það sé fyrst og fremst dreifbýlið sem býr við mjög slæmt netsamband. „Á þessu rík- ir þokkalegur skilningur en þetta er þannig að fólk spyr: „Nú eru stjórn- völd búin að ganga þannig frá mál- unum að það á að telja fram til skatts á netinu. En sumir geta ekki skilað skattaskýrslunni því það er ekki net- samband. „Er ég þá ekki bara skatt- laus,“ spurði bóndi á fundi um fjar- skipti á Skarðsströnd fyrir ári síð- an. Stjórnvöld verða að byggja upp fjarskiptin þannig að fólk geti not- að þessa rafrænu stjórnsýslu, sem er mikil hagræðing og við höfum ein- sett okkur að hafa,“ útskýrir hann. Haraldur nefnir annað nýlegt dæmi sem tengist skuldaleiðréttingu ríkis- stjórnarinnar. „Fólk hefur haft sam- band við mig sem sótti um leið- réttingu með því að hafa aðgang að tölvu á næstu sýsluskrifstofu, eða hvað það nú var. Netsamband- ið heima var svo lélegt að þau duttu alltaf út úr kerfinu. Nú geta þau ekki staðfest útreikninginn heima hjá sér því þau hafa ekki komist í tölvu með burðugu netsambandi.“ Fyrst í veikum byggðum Starfshópurinn hefur undanfarna mánuði greint vandann og unnið að tillögum til úrbóta í fjarskiptamál- um. Þeim verður skilað til innanrík- isráðherra innan skamms. Harald- ur segir mestu framfarirnar liggja í ljósleiðaravæðingu. Hópurinn hefur því látið grófhanna ljósleiðarakerfi í sveitir landsins. Samkvæmt kostn- aðarmati kostar um sex milljarða að ljósleiðaravæða dreifbýlið. „Síð- an eru til ýmsar leiðir til að lækka þann kostnað. Það er okkar að koma með tillögur að leiðum til að útfæra þetta verkefni, ýmist með fjarskipta- félögum, sveitarfélögum eða heima- mönnum.“ Þessi vinna leggur grunn að fjarskiptaáætlun til fjögurra ára Haraldur Benediktsson kúabóndi og þingmaður. Sérstakt samband er á milli Eyþórs og Ástþóru.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.