Skessuhorn


Skessuhorn - 21.01.2015, Page 30

Skessuhorn - 21.01.2015, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015 Fylgistu með Snæfelli í körfuboltanum? Spurning vikunnar (Spurt í Stykkishólmi) Arna Snædal: Ég reyni það en kemst ekki á marga leiki. Reyni þá stundum að fylgjast með leikjunum hjá stelpunum á netinu. Atli Sigurþórsson með Arney: Já ég geri það. Stelpurnar hafa staðið sig mjög vel en strákarnir mega bæta í. Pétur Ágústsson: Já, kvennaliðið hefur staðið sig sérstaklega vel og strákarnir eru ágætir líka. Steinunn María Þórsdóttir: Voðalega lítið með meistarara- flokkunum. Ég fylgist meira með yngri flokkunum. Gunnar Björn Haraldsson: Nei, hef lítinn áhuga fyrir körfu- bolta. Um tíðina hafa oft komið upp af- burða efnilegir knattspyrnumenn á minni stöðum á landsbyggðinni. Til að mynda er Húsavík fræg fyr- ir að þaðan hafa komið margir góðir fótboltamenn. Fyrir nokkr- um árum tefldi Víkingur Ólafs- vík fram þremur ungum og mjög góðum strákum og þar af voru tveir þeirra úr Grundarfirði. Einn af þessum þremur er enn eftir hjá Víkingi og lyfti á dögunum bikarn- um fyrir Íslandsmeistaratitil í fut- sal (innanhússfótbolta). Þetta er Brynjar Kristmundsson sem um tíma lék í Pepsídeildinni með Val en sneri síðan heim á Snæfellsnes- ið að nýju. Brynjar hefur frá síðasta vori starfað á leikskólanum Sólvöll- um í Grundarfirði. Þá var fljótlega komið fyrir mörkum á leikvellin- um við skólann og fjölgað boltum. Stelpur og strákar hafa síðan notað margir stundir í fótbolta á leikskól- anum og kunna mjög vel að meta að Brynjar sé með þeim. Kannski er Grundarfjörður nú um stund- ir að taka svolítið forskot á önn- ur bæjarfélög í landinu í uppeldi ungs knattspyrnufólks. Blaðamað- ur Skessuhorns kom við á leikskól- anum Sólvöllum í Grundarfirði á dögunum og spjallaði við Brynjar. Hann sagðist ekkert síður en börn- in hafa gaman af því að mæta í leik- skólann á morgnana. Brynjar á eft- ir ár af samningi sínum við Víking í Ólafsvík og hann segist að minnsta kosti verða að störfum á Sólvöllum fram á næsta haust. Spilaði þrjá leiki 14 ára í meistaraflokki Brynjar hefur alið manninn frá barnsaldri í Grundarfirði. „Fót- boltinn hefur verið mitt líf og yndi alla tíð. Við vorum með góðan hóp hérna þegar ég var í fjórða flokki og þá lékum við til úrslita á Íslands- mótinu í sjö manna bolta. Þá um haustið þegar ég var 14 ára gamall hafði Ejub þjálfari hjá Víkingi sam- band og vildi fá mig yfir til liðsins. Þetta var árið 2006 og ég spilaði svo þrjá leiki vorið eftir með Vík- ingsliðinu í fyrstu deildinni. Það sumar tók ég þátt í átta eða níu leikjum með meistaraflokknum en var meira í því að æfa og spila með öðrum og þriðja aldursflokki. Leik- irnir með meistaraflokki urðu fleiri árið eftir en á þessum árum var mér svolítið hent í ræktina og ætlast til þess að ég myndi styrkjast og eflast líkamlega. Ég hef alltaf verið lítill en bætt það upp með góðri knatt- tækni, sendingatækni og ýmsum eiginleikum held ég. Það var síðan ekki fyrr en 2010 sem ég var orðinn fastamaður í meistaraflokknum. Um mitt sumar þar á eftir var ég svo lánaður til Vals í Pepsídeildina. Mér gekk ágætlega og var að spila mikið þetta sumar. Valsliðið dal- aði reyndar, var við toppinn framan af sumri en endaði í fimmta sæti í deildinni. Vorið eftir gekk mér ekki eins vel, lenti í hálfgerðum öldudal og leið ekki vel. Skynjaði líka utan- að komandi pressu og fann þegar leið á sumarið að þetta var ekki al- veg að ganga upp. Á sama tíma var allt á fullu hjá mínu gamla félagi Víkingi og mig fór að langa vestur. Það varð til þess að ég var þátttak- andi í því mikla ævintýri þegar við fórum upp í efstu deild. Það gleym- ist held ég aldrei sú mikla stemning sem myndaðist þegar liðið frá litla bænum gerði það ómögulega.“ Stefnir á að leggja þjálfun fyrir sig Þegar kom að því að Brynjar flutti vestur að nýju síðasta vor stóð hon- um ekki margt til boða atvinnu- lega. „Mér bauðst vinna á leikskól- anum og fannst það bara fínt. Það var mikið betra en fiskvinnan. Ég hef alltaf haft gaman af börnum, enda er það þannig að ég hlakka alltaf til að fara í vinnuna á morgn- ana. Síðan er bara fjör allan dag- inn. Ég gæti trúað því að þetta sé ekkert síður skemmtilegt fyrir mig en börnin,“ segir Brynjar. Spurður um menntun segir hann að ennþá sé hann ekki búinn með stúdents- prófið en það standi til bóta. Það sé þó ekki á döfinni að verða leik- skólakennari. „Ég þarf að fara að drífa mig í að klára framhalds- skólann og taka stúdentsprófið. Maður gerir lítið án þess. Ég hef bara fram til þess ekki vitað hvað ég vildi leggja fyrir mig í framtíð- inni. Ég er farinn að sjá að fótbolt- inn verður áfram mitt líf og yndi og ég stefni að því að leggja þjálf- un fyrir mig í framtíðinni, ef til vill fara í íþróttasálfræði,“ segir Brynj- ar. Hann hefur þjálfað yngri flokka hjá Víkingi og var að þjálfa meðan hann var hjá Val. Styttist í verunni á heimaslóðum Aðspurður segist Brynjar ekki úti- loka að Víkingur geti endurtek- ið leikinn að fara aftur upp í efstu deild. „Mér fannst við vera með hóp síðasta sumar til að fara upp. Þá gerðist það eins og oft hjá okkur að við vorum seinir í gang. Það er oft sem við erum að fá menn seint og liðið að mótast í fyrstu leikjum mótsins. Núna erum við bara níu og það á eftir að bætast við mann- skapur svo við höfum í liðið. Að- stöðuleysið háir okkur og futsalið er ágætt framan af vetri en þá vilj- um við fara að spila á stærri völl- um. Það vantar tilfinnanlega gervi- grasvöll hjá okkur hérna fyrir vest- an, kannski er best að aðalvöllurinn verði með gervigrasi. Ég hef fulla trú á því að við verðum með sterkt lið næsta sumar en við strákarnir sem erum hérna heima erum samt núna á þessum árstíma meira að spá í það að bæta okkur sem fótbolta- menn,“ segir Brynjar. Hann segist eiga ár eftir af samningi sínum hjá Víkingi. „Ég er náttúrlega sá eini eftir af mínum jafnöldrum hérna fyrir vestan. Ég sé ekki framtíðina fyrir mig mikið lengur hérna. Eftir næsta haust veit ég ekkert hvað tek- ur við hjá mér.“ þá Skallagrímsmenn börðust vel og lögðu mikið í sölurnar þeg- ar Grindvíkingar komu í heim- sókn í Borgarnes í Dominosdeild karla í körfuboltanum sl. fimmtu- dagskvöld. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma 77:77. Það var eins og allt bensín væri búið á tönkum heimamanna í framlengingunni sem gestirnir unnu 18:3. Lokatölur því 95:80 fyrir Grindavík og Skallagrímur sem fyrr í tíunda sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig. Skallagrímsmenn voru yfir eftir fyrsta leik- hluta, 25:24. Leikurinn var hnífjafn og gestirnir voru tveimur stigum yfir í hálfleik 50:48. Grind- víkingar voru aðeins betri í þriðja leikhlutan- um og höfðu fjögurra stiga forystu fyrir loka- fjórðunginn. Þá var hart barist og háspenna á lokamínútunum, lítið skorað. Skallagrímsmenn sýndu gríðarlega baráttu og eins og áður segir jafnt þegar lokaflautið gall við. Tracy Smit skor- aði 25 stig fyrir Skallagrím, Magnús Þór Gunn- arsson 24, Davíð Ásgeirsson og Sigtryggur Arn- ar Björnsson 11 stig hvor, Daði Berg Grétarsson 7 og Egill Egilsson 2. Vesturlandsslagur verður í Hólminum í næstu umferð Dominosdeildarinnar sem fram fer á bóndadaginn, föstudagskvöldið 23. janúar. þá Lágu eftir framlengingu Fyrirliði Íslandsmeistaranna finnur sig vel við störf á leikskólanum Brynjar lyftir bikarnum þegar Víkingar urðu Íslandsmeistarar í futsal á dögunum. Ljósmynd Gunnar Örn Arnarson. Börnin á leikskólanum eru hænd að Brynjari. Ljósm. þá. Keppt var til úrslita í Ísleikun- um svokölluðu í Fjölbrautaskóla Snæfellinga síðastliðinn fimmtu- dag. Ísleikarnir eru íþróttakeppni sem hleypt var af stað í fyrsta sinn nú í haust og hafa staðið yfir í vetur. Nemendur skráðu lið til leiks og kepptu í hverj- um mánuði fram að jólum í ýms- um íþróttaleikjum. „Við byrjuð- um á að keppa í kýló og svo var keppt í bandí. Eftir það var farið yfir í brennibolta og þetta endaði á útsláttarkeppni í blaki,“ segir Nökkvi Freyr Smárason formað- ur NFSN. Góð stemning mynd- aðist í kringum Ísleikana enda var mikil keppni í gangi. Nökkvi segir að til standi að gera Ísleik- ana að árlegri hefð í skólanum. Í úrslitunum kepptu stigahæstu liðin í þrautabraut. „Þar kepptu þau í allskonar þrautum. Þurftu að snúa sér í hringi og hitta ofan í körfu og svo framvegis. Þetta reyndi kannski ekki mikið á íþróttahæfileika en var fyndið og skemmtilegt,“ bætir hann við. Alls tóku átta lið þátt í Ísleikun- um og var það liðið Pylsuvagninn sem bar sigur úr bítum. Nýjungar framundan Að sögn Nökkva Freys er ýmis- legt skemmtilegt á döfinni hjá nemendafélaginu í vetur. „Við erum á fullu að skipuleggja árshá- tíðina, sem verður haldin 6. febrúar. Þetta er tíunda árshátíð- in í skólanum. Þýski plötusnúð- urinn Klaas ætlar að spila en hann gerði garðinn frægan með laginu Infinity,“ útskýrir hann. Þá seg- ir Nökkvi að stefnt sé að ýms- um nýjungum í vetur í bland við gamalt og gott. „Við stefnum á að halda góðgerðarviku, þar sem verða viðburðir til að styrkja góð málefni. Í lok vikunnar ætlum við að halda tónleika og reyna að fá fólk af Nesinu til að mæta. All- ur ágóði mun renna til góðgerð- armála. Svo verður hið árlega þemaball haldið á önninni ásamt ostakvöldi.“ grþ Keppt til úrslita í Ísleikunum í FSN Liðið Pylsuvagninn, sem bar sigur úr býtum í Ísleikunum. Efri röð frá vinstri: Friðfinnur, Leví Geir og Benedikt Jens. Í neðri röð eru Sveinn Pétur, Konráð og Sanjin Horoz.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.