Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Sameining skóla Hæstvirtur menntamálaráðherra hefur komið fram með athyglisverða hug- mynd. Húrra fyrir því! Það hefur lengi verið skoðun Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra að sameina beri háskóla í landinu. Þeir séu of marg- ir, of smáir og byggi starfsemi sína á svo veikum grunni að ekki sé for- svaranlegt að óbreyttu. Hann hefur eins og kunnugt er talað fyrir samein- ingu Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Sú hugmynd hefur hins vegar mætt mikilli mótspyrnu þingmanna í kjördæminu, heimamanna í Borgarfirði og hluta starfsfólks LbhÍ. Hefur þessi ráðagjörð því verið lögð á hliðina. Þess í stað hefur Illugi nú lagt til að skoðuð verði af alvöru sam- eining Hólaskóla, Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands. Samkvæmt hugmyndum ráðherrans yrðu búnar til sjálfseignastofnanir fyrir hvern skóla um sig, það er Bifröst, Hóla og Hvanneyri. Ríkið myndi setja inn þær eignir sem landbúnaðarháskólarnir þurfa til sinnar starfsemi, ekkert meira og ekkert minna, segir Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bifröst, í viðtali sem birtist við hann hér í blaðinu í dag. Þannig yrði strikaður út hinn frægi skuldahali sem fylgt hefur Hvanneyri og Hólum eins og skugg- inn. Skólarnir myndu allir byrja með hreint borð og reksturinn á þessum þremur sjálfseignastofnunum yrði síðan sameinaður undir einn hatt með nýju nafni. Stjórnendur háskólanna þriggja hafa allir lýst vilja sínum til að skoða þessar hugmyndir í þaula og almennt hefur hugmyndinni verið vel tekið. Ef fer að vonum gæti stofnunin orðið til í síðasta lagi næsta ár. Þann- ig kveður nú við nýjan og ferskari tón í umræðunni um háskólana okkar á landsbyggðinni. Við fyrstu sýn virðist sem þessi hugmynd Illuga sé jafn góð og sú um sameiningu HÍ og LbhÍ var slæm. Nú vill svo til að ég þekki bærilega inn- viði háskólanna á Bifröst og Hvanneyri. Stundaði þar sjálfur nám á sinni tíð, að vísu fyrir tveimur og þremur áratugum síðan. Um hagkvæmni þess að sameina í eina stofnun viðskiptatengt nám og búnaðartengt þarf ekki að fjölyrða. Það að læra búreikningagerð á Hvanneyri var í eðli sínu nákvæm- lega það sama og ég lærði síðan á Bifröst og kallað var bókhald. Búrekst- ur er náttúrlega ekkert annað en rekstur og kannski fjölbreyttari rekstur en gerist og gengur. Bændur þurfa að vera vel að sér í gríðarmörgum þátt- um rekstrar enda er búrekstur flókinn og margþættur. Þurfa bændur auk þess að vera býsna hagsýnir enda oft úr litlu að moða. Bændur framtíðar- innar þurfa að auki að vera heimsmenn og vel lesnir á fleiri sviðum en áður þurfti. Þeir þurfa að vera slyngir í fjármálum, þekkja klæki samningagerð- ar enda við fleiri að skipta en eitt kaupfélag eins og áður þótti duga. Þeir þurfa semsé að þekkja vel þau grunnfög sem kennd eru við viðskiptahá- skóla eins og á Bifröst. Við fyrstu sýn finnst mér því einsýnt að samlegð há- skólanna á Hólum, Hvanneyri og Bifröst sé svo mikil að hugmynd Illuga sé dæmd til að takast. En það er eitt atriði sem ég ætla að stinga hér að í þessu samhengi. Til að hámarka líkur á samlegð þessara tveggja háskólastofnana í Borgarfirði og einni í Skagafirði, þyrfti að ráðast í eina ákveðna samgöngubót til að stytta vegalengdir. Við þurfum nýja brú yfir Hvítá í nágrenni Stafholts- eyjar í Bæjarsveit og á móts við Neðra-Nes í Stafholtstungum. Þá yrði ekki nema korters rúntur fyrir bókhaldskennarann að skreppa frá Bifröst til að kenna búreikningana á Hvanneyri. Þar við bætist að með brú á þessum stað yrði héraðið sameinað samgöngulega miklu betur en nú er og það gæti nýst fleirum. Þessi brú myndi bókstaflega gera það mögulegt að fækka skóla- byggingum grunnskóla í Borgarbyggð um þrjár. Nýr skóli í Stafholtsey gæti leyst af hólmi þrjá aðra og Borgarbyggð myndi spara á að giska 50% í árlegum rekstri Grunnskóla Borgarfjarðar. Fjárfestingin í nýju og hentugu skólahúsnæði yrði fljót að skila sér í kassa fjárvana sveitarsjóðs. Magnús Magnússon. Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2014 viðurkenningu síðastliðinn miðvikudag við athöfn í Silfurbergi Hörpu. Þau fyrirtæki sem teljast framúr- skarandi uppfylla ákveðin skilyrði í rekstri. Hafa skil- að rekstrarhagnaði þrjú ár í röð, eignir eru metnar á að minnsta kosti 80 milljónir króna og eiginfjárhlutfall er 20% eða hærra. Af þeim 577 fyrirtækjum sem komust á lista eru 22 þeirra með heimilisfang á Vesturlandi. Fyrirtækin eru: Norðurál Grundartangi ehf. Grundartanga Elkem Ísland ehf. Grundartanga Sæfell hf. Hafnargötu 9 í Stykkishólmi Runólfur Hallfreðsson ehf. Álmskógum 1 á Akranesi Fiskmarkaður Íslands hf. Norðurtanga í Ólafsvík Marz sjávarafurðir ehf., Aðalgötu 5 í Stykkishólmi KG Fiskverkun ehf. Melnesi 1 á Hellissandi Skaginn hf. Bakkatúni 26 á Akranesi Akraborg ehf. Kalmansvöllum 6 á Akranesi Norðanfiskur ehf. Vesturgötu 5 á Akranesi Tölvuþjónustan SecurStore ehf. Esjubraut 49 á Akra- nesi Meitill ehf Grundartanga Bjarmar ehf. Hólmaflöt 2 á Akranesi Steinunn hf. Pósthólf 8 í Ólafsvík Útgerðarfélagið Dvergur hf. Grundarbraut 26 í Ólafs- vík Eðalfiskur ehf. Sólbakka 4 í Borgarnesi Útgerðarfélagið Guðmundur ehf. Brautarholti 18 í Ólafsvík Hótel Borgarnes hf. Egilsgötu 16 í Borgarnesi Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi Skagaverk ehf. Skarðsbraut 11 á Akranesi Vatnsendabúið ehf. Vatnsenda í Skorradal Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar ehf. Jörundarholti 39 á Akranesi. mm Búið er að endurkortleggja nátt- úrulega birki- og kjarrskóga hér á landi. Í þeirri samantekt Skógrækt- ar ríkisins kemur fram að í fyrsta sinn frá landnámi er nú staðfest að birkiskógar landsins eru að stækka. Þeir þekja nú hálft annað prósent landsins. Flatarmál þeirra hefur aukist um tæp 10% frá árinu 1989. Undanfarin ár hafa birkiskógarn- ir breiðst mest út á Vestfjörðum og Suðurlandi en hlutfallslega er mest þekja þeirra hér á Vesturlandi, eða um 26% alls birkis sem vex á land- inu og þekur það 39.101 hektara. Í sveitarfélaginu Borgarbyggð vex mest af birki í samanburði sveitar- félaga. mm Þessa dagana er í útboðsauglýs- ingu endurnýjun á þriggja kíló- metra kafla aðveituæðar hitaveit- unnar frá Deildartungu á Akranes. Sú endurnýjun verður við Skipa- nes í Hvalfjarðarsveit, frá Skor- holti að Læk, þar sem bilanir hafa verið hvað tíðastar að undanförnu. Áætlun er í gangi sem gerir ráð fyr- ir að búið verði að endurnýja að- veituæðina, 64 kílómetra frá Deild- artungu, árið 2026 og teknir verða til endurnýjunar nokkrir kílómetr- ar á ári þangað til. Þá verður einn- ig á árinu endurnýjaður varnarbún- aður við Deildartunguhver, að sögn Eiríks Hjálmarssonar upplýsinga- fulltrúa OR. Það er þrýstijöfnun- argeymir sem ver bæði dælubúnað við hverinn og æðina fyrir sveiflum sem orðið geta í þrýstingi. Kostn- aður við þessi tvö verk mun vænt- anlega fara á annað hundrað millj- óna króna, að sögn Eiríks. Hann segir undirbúning nú standa yfir að halda áfram fráveituframkvæmdum á árinu. Hönnunargögnin eru nú yfirfarin, enda orðin nokkurra ára gömul frá því að framkvæmdum var frestað við hrunið. Í ár er einnig áformað að ráðast í sjólagnir fyrir frárennsli við Akra- nes, Borgarnes og Kjalarnes. Und- irbúningurinn felur meðal ann- ars í sér að endurskoða lagnaleiðir. Kostnaður við þetta verkefni verð- ur hátt í hálfan milljarð á þessu ári en gert er ráð fyrir að hreinsistöðv- ar og nýjar fráveitur verði tekn- ar í notkun á þessum stöðum í lok næsta árs. Þá er ógetið stórfram- kvæmdar sem er bygging nýrrar að- veitustöðvar fyrir rafmagn á Akra- nesi sem áætlað er að verði tekin í notkun á næsta ári. þá Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti á fundi fyr- ir skömmu umsókn um byggingarlóð að Aðal- götu 17. Um er að ræða eina stærstu verslunar- og þjónustulóðina í bæn- um. Það var félagið Mikli- garður ehf. í eigu Ragn- ars Más Ragnarsson sem sótti um lóðina. Ragnar sagði í samtali við Skessu- horn að áætlað væri að byggja hótel á lóðinni. Frumhönnun væri byrjuð og áður en langt um líður yrði leitað eftir samstarfs- aðila við rekstur hótelsins, sem áformað er að verði 28 herbergja. Ragnar seg- ir grunnforsenduna fyrir að hefja framkvæmdir að traustur rekstraraðili finn- ist. þá/ Ljósm. mm. Á þriðja tug framúrskarandi fyrirtækja hjá Creditinfo Birkiskógar hér á landi eru að stækka Sótt um lóð fyrir hótelbyggingu í Stykkishólmi Það styttist í endurnýjun aðveituæðar við Bekanstaði, þar sem þessi mynd var tekin þegar unnið var að viðgerð lagnarinnar. Endurnýjun aðveituæðar og fleiri framkvæmdir hjá OR

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.