Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 ÍNN - ölbreytt og fróðleg dagskrágerð Nú kemur Vesturland sterkt inn með Sjónvarpi Skessuhorns Nær 4 af hverjum 10 Íslendingum horfa á ÍNN í hverri viku S K E S S U H O R N 2 01 5 ÚTBOÐ Orkuveita Reykjavíkur – veitur ohf. óska eftir tilboðum í verkið ENDURNÝJUN AÐVEITUÆÐAR HITAVEITU FRÁ DEILDARTUNGU Í LANDI JARÐANNA LÆKJAR, SKIPANESS OG SKORHOLTS Útboðsverkið felst í endurnýjun á 2.855 metra kafla af DN400 asbestlögn með DN400/560 stálpípu í landi Lækjar, Skipaness og Skorholts í Hvalfjarðarsveit. Grafa skal upp og urða um 2.900 metra af eldri DN400 asbestlögn, einangraðri með steinull og jafna lagnastæðið og sá í það. Verklok framkvæmdaverks að undanskilinni sáningu eru 1. desember 2015. Verklok heildarverks eru 1. júlí 2016. Verkkaupi gerir kröfu um lágmarks meðalveltu og eiginfjárstöðu bjóðenda síðustu þrjú ár, sjá nánar í útboðsgögnum. Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu frá og með þriðjudeginum 10. febrúar 2015 á vefsíðu Orkuveitunnar: www.or.is/UmOR/Utbod. Verkinu er nánar lýst í útboðsgögnum ORV-2015-01. Tilboð verða opnuð hjá Orkuveitu Reykjavíkur – veitum ohf. Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, þriðjudaginn 24. febrúar 2014 kl. 11:30. ORV-2015-01 7.2.2015 Það var líf og fjör í Bú- bót, húsnæði Félags eldri borgara í Snæfellsbæ, þeg- ar fréttaritari kíkti við í síð- ustu viku. Félagsmenn hitt- ast þar tvisvar í viku og vinna að ýmsum verkefn- um og föndri. Reynt er að hafa störfin sem fjölbreytt- ust og þennan dag var ver- ið að vinna í leir og við. Þar á undan var unnið úr gleri. Eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd var mikil stemn- ing í Búbót. Þarna ræður sköpunargleðin ríkjum og margir fallegir hlutir líta dagsins ljós. þa Um 90 manns tóku þátt í hinu ár- lega þorrablóti á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Jaðri í Ólafsvík um liðna helgi. Inga Jóhanna Kristins- dóttir, forstöðumaður heimilisins, bauð gesti velkomna og greindi frá þorrablótshefðinni. Færði hún starfsfólki sínu sínar bestu þakkir fyrir gott starf og dugnað við und- irbúning kvöldsins. Að venju var glatt á hjalla, mikið sungið og stig- inn dans fram eftir kvöldi.Veislu- stjóri var Gísli S. Einarsson, fyrr- verandi þingmaður og bæjarstjóri á Akranesi. Fórst honum veislu- stjórnin vel úr hendi, lék á harm- onikkuna, sagði sögur og stýrði fjöldasöng eins og honum er ein- um lagið. Helgi Kristjánsson sagði frá skemmtilegu ferðalagi sínu og Lionsfélaga þar sem þeir sungu fyr- ir gesti á erlendri grund. Söngkvar- tettinn vinsæli, Hinir síungu, und- ir stjórn og við undirleik Valentinu Kai, flutti veislugestum nokkur lög við góðar undirtektir. Þótti blótið heppnast einstaklega vel og hlakka nú allir til þess næsta. þa Þorrablót á Jaðri í Ólafsvík Guðrún Tryggvadóttir, Guðlaug Anna Ámundadóttir, Erla Laxdal Gísladóttir, Emanúel Ragnarsson og Jón Guðmundsson vinna að fjölbreyttum verkefnum í Búbót. Sköpunargleðin ræður ríkjum í Snæfellsbæ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.