Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Um hreinsun og hálkueyðingu á fáfarnari vegum Í umhleypingum og snjóatíð á liðn- um vikum hefur það vakið athygli íbúa í sveitum og dreifbýlum svæð- um að stundum hefur verið lít- ið um snjóhreinsun og hálkueyð- ingu á fáfarnari vegum. Skessuhorn fékk beiðni um að grennslast fyr- ir um hvaða reglur væru almennt í gildi um snjómokstur. Magnús Valur Jóhannsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Vestursvæði, varð fyrir svörum. Hann segir að í handbók um vetrarþjónustu á veg- um, sem Vegagerðin hefur gefið út, komi fram reglur um snjómokstur sem innanríkisráðherra hafi stað- fest. Magnús Valur segir að í gróf- um dráttum sé reglan sú að hreins- un og hálkueyðing á stofnvegum sé að fullu greidd af Vegagerð- inni, sbr. kort þar um. Þetta séu vegir með reglubundna þjónustu. Vegagerðin greiðir almennt engan kostnað við mokstur á héraðsveg- um en svokölluð helmingamokst- ursregla gildi um flesta tengivegi. Helmingaskiptareglan um tengi- vegi virkar þannig að sveitarstjórn á viðkomandi svæði, eða annar aðili sem tryggi greiðslu, þurfi að sam- þykkja að greiða helming kostnað- ar við hreinsun og þá greiði Vega- gerðin hinn helminginn. Íbúar þurfa samkvæmt þessu að óska eftir því við sveitarstjórn að hún hlutist til um snjómokstur. Sveitarstjórn þarf að samþykkja greiðslu helm- ings kostnaðar og óska jafnframt eftir því við Vegagerðina að hún láti hreinsa og greiði þá hinn helm- ing kostnaðarins. Reglur um vetrarþjónustu Vegagerðin sér um allan snjó- mokstur á þjóðvegum og greiðir allan kostnað við mokstur þeirra leiða sem sýndar eru á vetrar- þjónustukorti Vegagerðarinnar og í samræmi við þær reglur sem þar gilda. Vegagerðin greiðir ekki kostnað við snjómokstur sem til hefur verið stofnað án hennar sam- þykkis. Þegar vegur er opnaður er stefnt að því að hann nái að þjóna venjulegri morgunumferð á hverju svæði. Lengd þjónustutíma er háð umferð á hverjum stað og er skil- greind í vinnureglum í vetrar- þjónustu. Vegagerðin getur frest- að mokstri ef veður er óhagstætt, eins og í snjókomu eða skafrenn- ingi, eða þegar slíkt veður er fyrir- sjáanlegt. Er þá mokað næsta dag sem veður leyfir. Regla um helmingamokstur Vegagerðin hefur skilgreint þá vegi þar sem heimilt er að beita helm- ingamokstursreglu. Þessa vegi er heimilt að moka með kostnaðar- þátttöku Vegagerðarinnar að há- marki þrisvar sinnum í viku, með- an fært þykir vegna veðráttu og snjóþyngsla. Vegagerðin greiðir þá helming kostnaðar þegar beðið hef- ur verið um moksturinn og greiðsla mótaðila hefur verið tryggð, enda komi moksturinn fleiri vegfarend- um til góða en þeim, sem um hann biður. Óskir sveitarfélaga um slík- an mokstur skal að jafnaði ganga fyrir óskum einstaklinga. Á veg- um með tveggja daga mokstri er heimilt að bæta við einum degi í helmingamokstri. Regla þessi gild- ir aðeins að býlum með vetursetu. Kostnaður við allan annan mokst- ur, umfram það sem ofangreindar reglur segja til um, skal greiddur af viðkomandi sveitarfélagi eða þeim sem óska eftir viðbótarmokstri. Skilgreining stofn-, tengi- og héraðsvega Í Vegalögum nr. 80/2007 eru vegir skilgreindir þannig: A) Stofnvegir eru hluti af grunn- kerfi samgangna eins og það er skilgreint í samgönguáætlun hverju sinni. Til stofnvega teljast vegir sem tengja saman byggðir lands- ins. Við það vegakerfi sem þannig fæst skal tengja þéttbýlisstaði með um það bil 100 íbúa eða fleiri. Til stofnvega teljast einnig umferð- armestu vegir sem tengja saman sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Einnig vegir á hálendinu sem mik- ilvægir eru fyrir flutninga og ferða- þjónustu. Þar sem stofnvegur end- ar í þéttbýli skal hann ná að fyrstu þvergötu sem tilheyrir gatnakerfi þéttbýlisins og enda þar. Þó er heimilt að láta stofnveg ná til flug- vallar og hafnar sem mikilvæg eru fyrir ferðaþjónustu og flutninga. B) Tengivegir eru vegir utan þéttbýlis sem liggja af stofnvegi á stofnveg eða af stofnvegi á tengi- veg og eru a.m.k. 10 km lang- ir, vegir sem tengja landsvegi við stofnvegi, vegir sem ná til þétt- býlisstaða með færri en 100 íbúa og tengja þá við stofnvegakerfið, veg- ir að helstu flugvöllum og höfn- um sem mikilvægar eru fyrir flutn- inga og ferðaþjónustu, og vegir að ferjuhöfnum ef þeir eru ekki stofn- vegir, vegir að þjóðgörðum og inn- an þeirra og vegir að fjölsóttum ferðamannastöðum utan þéttbýlis. Þar sem tengivegur endar í þéttbýli skal tengja hann fyrstu þvergötu sem tilheyrir vegakerfi þéttbýlisins og enda þar. C) Héraðsvegir eru vegir sem liggja að býlum, atvinnustarfsemi, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis sem ákveðnir eru á staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá. Héraðsvegur skal aldrei ná nær framangreindum stöðum en 50 m ef hann endar þar. Jafnframt er heimilt að taka í tölu héraðsvega vegi að sumarbústaðahverfum sem tengja að minnsta kosti 30 bústaði við þjóðveg. mm Komur skemmtiferðaskipa til Íslands skapa sex milljarða í árlegar tekjur Á árunum 2013 og 2014 lét Hafna- samband Íslands gera könnun á því hver áhrif af komum skemmti- ferðaskipa væru á efnahag landsins. Könnunin var gerð með spurning- um til farþega og áhafna um borð í skemmtiferðaskipum sem áttu við- komu í höfnum á Ísafirði, Akureyri og Reykjavík. Niðurstaða könnun- arinnar er að hver farþegi kaupir fyrir 79 evrur að jafnaði, eða ríf- lega tólf þúsund krónur að meðal- tali í hverri viðkomuhöfn skipanna á Íslandi og að meðaltali kaupir hver einstaklingur í áhöfn, sem fær landgönguleyfi, fyrir 10,85 evrur, eða 1.693 krónur. Samkvæmt könnuninni fóru 96% farþega í land á hinum ýmsu viðkomustöðum á Íslandi sem sam- svarar 227.044 farþegum og niður- stöður fyrir áhöfn sýna að 44.400 einstaklingar úr áhöfn fóru í land og gerðu innkaup. Hin beinu efna- hagslegu áhrif af komum gesta með skemmtiferðaskipum mæl- ast því 2,86 milljarðar króna. Þeg- ar óbein efnahagsleg áhrif af kom- um farþega og áhafna eru reikn- uð til viðbótar við beinu áhrifin er ávinningur hagkerfisins rúmir 5,33 milljarðar króna. Þessi könn- un mældi aðeins hvað neysla far- þega og áhafna skemmtiferðaskipa bætir íslenska hagsæld. Ýmis önn- ur bein áhrif koma til viðbótar þegar skemmtiferðaskip heimsæk- ir hafnir á Íslandi. Þar má nefna hafnagjöld, kaup á vistum, skatta og umboðstekjur. Samkvæmt upp- lýsingum Cruise Iceland, sem vann könnunina, voru tekjur hafna af komum skemmtiferðaskipa árið 2013 um 432 milljónir króna. Tekjur ríkisins af vitagjaldi og toll- skoðunargjaldi voru um 152 millj- ónir árið 2013 og umsýslugjöld og sorphirða eru áætluð 50 milljónir króna. Samanlögð velta af komu skipanna þegar búið er að taka með innkaup farþega og áhafna, hafna- gjöld og skatta nema tekjur ríflega sex milljörðum króna. Könnunin leiddi einnig í ljós að miðað við 18 milljón evra beinan efnahagslegan ávinning skapast 136 heilsárs störf í íslenska hagkerfinu og reikn- uð heildarlaun uppá 777 milljón- ir króna. Þegar óbeinu áhrifin eru tekin með eru störfin sem skapast 238 og heildarlaunin 1,41 millj- arður króna. Farþegar voru einnig spurðir um ýmislegt sem tengdist upplif- un þeirra í heimsókn á hina ýmsu áfangastaði á Íslandi. Gestirnir gáfu íbúum háa einkum fyrir vin- gjarnlegt viðmót og einnig fengu starfsmenn sem koma að því að þjónusta þessa farþega góða ein- kunn. Gestir gáfu einnig háa ein- kunn fyrir skipulagðar ferðir sem þeir tóku þátt í og dáðust að sögu- slóðum og söfnum á Íslandi. Að mati gestanna er verðlag á Íslandi fremur hátt. mm Skemmtiferðaskip í Grundarfirði. Miðvikudaga kl. 21:30 á ÍNN Leynir 50 ára. MAR í Frystiklefanum. Ferðaþjónusta á Hvítárbakka. Plastpokalaus Stykkishólmur. Hugað að útiganginum. Útivist á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.