Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Hjónin Hjalti Freyr Kristjánsson og Rebecca Cathrine Kaad Osten- feld búa ásamt þremur börnum sín- um á Hólum í gömlu Hvammssveit í Dalabyggð. Bærinn stendur norð- an megin skömmu eftir að beygt er inn á veginn út á Fellsströnd. Hjalti er Dalamaður, búsettur á Hólum svo gott sem alla ævi en með smá hléum þó. Rebecca kemur frá Dan- mörku, fædd og uppalin skammt norður af Kaupmannahöfn. Hún er menntuð búfræðingur og leiðsögu- maður. Rebecca hefur verið heill- uð af Íslandi síðan hún kom hingað fyrst árið 2002. Hér fann hún ást- ina, hefur eignast börn og bústofn og vill hvergi annars staðar vera. Ís- land er hennar land og heimili. Heimili á Hólum Við setjumst niður í stofunni í vist- legu íbúðarhúsinu á Hólum. Ann- ars er ekki mikill húsakostur á jörð- inni. Skammt frá er þó eins konar kúluhús. Hjalti Freyr útskýrir að það sé notað undir dýrahald. „Þetta var upphaflega smíðað úr hlutum af ratsjárkúlu sem var á Keflavíkur- flugvelli. Í dag búa þarna endurn- ar okkar, hænur, kanínur og jafnvel fleiri dýr.“ Fjölskyldan býr þó með fleiri dýr en þau eru ekki vistuð á Hólum. Meira um það síðar í við- talinu. Fáum fyrst Hjalta Frey til að lýsa því hvernig þau Rebecca séu nú ábúendur á Hólum. „Foreldrar mínir keyptu Hóla árið 1965. Móðir mín er Arnfirð- ingur vestan af fjörðum en pabbi vestan úr Saurbæ. Þau hættu bú- skap svo til alveg snemma á áttunda áratugnum og sóttu vinnu eftir það til Búðardals. Við erum fjögur systkinin. Þegar ég lít um öxl í dag þá sé ég að ég hef eiginlega alltaf átt heima hér. Hef aldrei getað far- ið héðan af neinu viti. Ég kom allt- af aftur hingað þó ég flytti á brott um stundarsakir. Pabbi féll frá 2008 og var þá með 20 - 30 kindur og nokkur hross. Við Rebecca bjugg- um þá í Búðardal, vorum nýflutt þangað úr Hafnarfirði þar sem við höfðum búið í ein þrjú - fjögur ár. Það varð úr að við höfðum húsa- skipti við mömmu því það var ekk- ert vit í því að hún væri hér ein með skepnurnar. Um haustið 2008 flutt- um við hingað inneftir að Hólum en mamma flutti í Búðardal.“ Tóku nábýlisjörðina á leigu Hjalti segir að það hafi verið óhægt um vik að fara í búskap því engin útihús voru til staðar á Hólum. „Þá um veturinn 2008/2009 auglýsti Dalabyggð svo næstu jörð hér við hliðina, Sælingsdalstungu með úti- húsum, til sölu eða leigu. Við höfð- um aldrei verið beint í þeim hug- leiðingum að taka ákvörðun um að setjast hér að til frambúðar. Þetta varð eins konar tilviljun að það opnaðist möguleiki til að við gæt- um komið undir okkur fótunum sem bændur. Þegar þetta var starf- aði ég í girðingavinnuflokki sem þvældist um allt land. Við send- um inn leigutilboð og því var tek- ið. Úr varð að við fengum jörðina á leigu til fimm ára til að byrja með. Honum var svo síðar breytt í 15 ára leigusamning og við erum hér enn. Við heyjum jörðina í Sælingsdals- tungu og notum útihúsin þar fyrir sauðfjárbústofninn,“ segir Hjalti og lítur á Rebeccu til merkis um hér skuli hún taka við og greina frá sínu upphafi. Búfræðingur frá Danmörku Nú er það húsfreyjan á Hólum sem hefur orðið. Hún talar góða íslensku. Blaðamaður er forvitinn að heyra meir um bakgrunn henn- ar. „Ég er frá Farum sem er sveit- arfélag á Sjálandi í Danmörku, skammt norður af Kaupmanna- höfn. Strax eftir að ég lauk 10. bekk framhaldsskóla hóf ég nám í land- búnaðarskólanum í Dalum á Fjóni í Danmörku. Þar stundaði ég nám frá 1996-2002 og útskrifaðist með gráðu í rekstrarfræði landbúnaðar. Þetta var hagnýtt nám sem bæði var blanda af verkmenntun og fræði- legu bóknámi. Meðal annars fór ég í verknám til Kamerún í Afríku og til Portúgal. Prófgráðan frá Dalum veitir mér fagréttindi til að mega eiga og reka allt að stærstu bújarðir sem eru í Danmörku í dag,“ útskýr- ir Rebecca. Hún stefndi þó ekki að því að verða bóndi í Danmörku. Hug- urinn leitaði ævintýra á erlend- um grundum. „Að náminu loknu ákvað ég að fara til Íslands. Ég hafði ferðast víða um heim alla ævi með foreldrum mínum og var heilluð af framandi löndum. Ísland var í mín- um huga eitt þeirra. Þegar ég var að ljúka námi rakst ég á auglýsingu frá fjölskyldunni á Vatni í Hauka- dal í Dalasýslu á Íslandi þar sem þau óskuðu eftir vinnukonu á sauð- fjárbú. Þetta var nú eitthvað fyrir mig. Sjálf hafði ég allan námstím- ann á búnaðarskólanum verið alveg sjúk í kindur. Ég tók öll námskeið sem voru í boði innan sauðfjárrækt- ar sem aukafög. Sauðfjárrækt er ekki mikil í Danmörku og sérgrein mín úr skólanum var reyndar innan búskapar með mjólkurkýr.“ Nám í leiðsögumennsku og Grænlandsdvöl Rebecca heldur áfram að rekja sögu sína. „Ég var á Vatni í Hauka- dal fyrri hluta árs 2002 og tók meðal annars þátt í sauðburðinum þar. Þá um vorið fór ég svo á fund í Búðardal sem tengdist Eiríks- stöðum, sögunni um Eirík rauða og búsetu norræns fólks á Græn- landi. Þar hitti ég aðila sem buðu mér að koma til Grænlands og starfa um sumarið sem leiðsögu- maður í gömlu norrænu byggð- inni í Brattahlíð við Eiríksfjörð. Ég tók því. Það var mjög skemmtilegt starf. Ég sneri aftur til Íslands þeg- ar störfum mínum þarna lauk um haustið. Þar var hins vegar svo lít- ið að gera á Vatni að ég fékk mér vinnu í sláturhúsinu í Búðardal. Þar kynntumst við Hjalti. Við unn- um þar bæði þetta haust.“ Hjalti skýtur inn kankvíslega: „Það voru heilladrjúgar stofnanir fyrir Dalamenn, húsmæðraskólinn á Staðarfelli og sláturhúsið í Búð- ardal.“ Rebecca hélt tengslunum við Grænland. Sumarið 2003 fór hún þangað aftur til að verða leiðsögu- maður í hinum fornu byggðum norræns fólks í landinu sem Dala- menn fundu fyrstir Evrópumanna. „Hjalti kom til mín það sumar þangað í heimsókn.“ „Ég er alveg heillaður af Græn- landi eftir þetta,“ bætir Hjalti við. „Það er frábært að koma þangað.“ Ísland togaði þó enn. „Eftir þetta sumar sneri ég enn og aftur til Ís- lands en í þetta sinn til Reykjavíkur og hóf nám Leiðsögumannaskól- anum í Kópavogi. Ég kunni mjög lítið í íslensku og mætti með stafla af orðabókum og varð að gera svo vel að læra íslensku. Það tókst og ég útskrifaðist með leiðsögumanna- réttindi þaðan vorið 2005. Eftir það fékk ég vinnu við hvalaskoðun um borð í Hafsúlunni í Faxaflóa. Svo vann ég líka við ferðaþjónustu hjá Íshestum og á Eiríksstöðum í Haukadal.“ Hjalti Freyr Kristjánsson og Rebecca Ostenfeld á Hólum í Dalasýslu: „Hér er alltaf pláss fyrir fleira fólk og við ætlum að búa hér áfram“ Fjölskyldan á Hólum í fjárhúsunum. Kristjana Maj er fimm ára og situr í fangi Rebeccu móður sinnar. Alexander Steinn þriggja ára er í fangi Hjalta föður síns og fremstur er Matthías Hálfdán sjö ára. Hjónin Rebecca og Hjalti með dverghænur sem þau rækta sér til gamans heima á Hólum. Þar er mikið og fjölskrúðugt dýralíf enda heimilis- fólkið miklir dýravinir. Rebecca ræðir við uppáhaldskindina sína hana Líf og færir henni brauð. Líf var borin nánast andvana á sínum tíma og var nokkrum sinnum lífguð upp frá dauðum af Rebeccu rétt eftir að hún kom í heiminn. Á fullorðinsárum hefur Líf svo átt eigin lömb og allt gengið vel. Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill. Einbeittur á svip ryður Alexander Steinn þriggja ára gamall garðann í fjárhúsunum. Kristjana Maj, heimasæta á Hólum, með eina af kanínunum sem þau halda á bænum. Matthías Hálfdán sýnir stoltur hvernig hænsnin hafa það í kúluhúsinu á Hólum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.