Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 7. tbl. 18. árg. 11. febrúar 2015 - kr. 750 í lausasölu HEFUR SAFNAÐ FYRIR ÖKUTÆKI FYRIR HVERJU LANGAR ÞIG AÐ SAFNA? Allt um sparnað á arionbanki.is/reglulegur_sparnadur Lúsina burt! Nefúði! Naso-ratiopharm Grænn er fyrir börnin FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF BRÚARTORGI - 310 BORGARNESI - S. 437 1055 www.framkollunarthjonustan.is Síðastliðinn föstudag var Dagur leikskólanna haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins, en hefð er fyrir því að 6. febrúar sé hátíðisdagur þeirra. Á leikskólanum Garðaseli á Akranesi hefur frá upphafi þessa dags verið haldin opin söngstund þar sem fjölskyldum barnanna er boðið að taka þátt. Gleði og glaumur sveif nú sem fyrr yfir vötnum og alltaf eru börnin jafnglöð að fá fjölskyldur sínar til sín í leikskólann. Fjölmenni mætti í Garðasel og tók þátt. „Söngur og dans er góð sálarnæring og þar mætast börn og fullorðnir sem jafningjar. Í Garðaseli er lögð áhersla á að bjóða foreldrum að taka þátt í leikskólastarfinu og þessi dagur er mikilvæg leið að því markmiði,“ sagði Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri. já nánar um dag leikskólanna á bls. 12. Sveitarstjórnarmenn á sunnanverðu Vesturlandi, ásamt fulltrúum Faxa- flóahafna og þingmönnum í Norð- vesturkjördæmi, funduðu með Davíð Stefánssyni, verkefnisstjóra Silicor Materials, á Akranesi í síð- ustu viku. Á þeim fundi kom fram að listinn yfir þá fjölda tuga samn- inga sem ljúka þarf í undirbúningi verkefnisins vegna sólarkísilverk- smiðjunnar er að styttast verulega. Davíð kvaðst bjartsýnn á að þeim yrði lokið þannig að allt yrði sam- anstillt í aprílmánuði og þá væri stefnt á formlega skóflustungu fyrir verksmiðjuna. Framkvæmdir yrðu síðan komnar á fullt með haust- inu. Áætlanir gera ráð fyrir að vél- búnaður verksmiðjunnar yrði ræst- ur upp úr miðju ári 2017 og fram- leiðslan farin að streyma á markað á svipuðum árstíma 2018. Fram kom á fundinum að sveit- arfélögin á Vesturlandi eru fyrir nokkru farin að undirbúa sig fyr- ir að taka á móti stórum vinnustað eins og Silicor, enda búist við mik- illi uppbyggingu á svæðinu. For- svarsmenn sveitarfélaganna telja þau vel í stakk búin til að taka við stórum hluta þeirra starfsmanna sem áætlað er að fylgi komu Sili- cors á Grundartanga en það er um og yfir 450 bein störf. Í máli Davíðs Stefánssonar á fundinum kom fram að bygging verksmiðjunnar væri ein stærsta fjárfesting sem væri í gangi hér á landi. Verkefnið er með hátt eig- infjárhlutfall, eða um 40%. Búið er að stofna bæði innlent félag og móðurfélag. Davíð segir að enn sé stefnt að því að a.m.k. þriðjungur hlutafjár verði í eigu íslenskra að- ila og meðal annars vonast til að þar verði inni fjárfestingarsjóðir í eigu lífeyrissjóðanna. Seðlabankinn hef- ur nú til meðferðar umsókn frá Sili- cor og þar er að sögn Davíðs ekki óskað eftir neinni sérmeðferð, að- eins því sama og aðrir hafa feng- ið. Samningur við ríkið er frágeng- inn og verður tekinn til lagalegr- ar meðferðar á Alþingi væntanlega í lok þessa mánaðar eða í mars. Þá liggi fyrir samningsdrög við Orku Náttúrunnar um 40 MW, en eftir er að ljúka samningum við Lands- virkjun sem gert er ráð fyrir að út- vegi þau 45 MW sem uppá vantar fyrir rekstur verksmiðjunnar í full- um afköstum. Silicor Materials mun hreinsa ál og framleiða hreinan kísil í sólar- hlöð og er þegar búið að selja 14 þúsund tonn af 19 þúsund tonna framleiðslu sem gert er ráð fyrir að verksmiðjan framleiði á ári. Stærsti hluti framleiðslunnar verður seldur til Kína, Suður-Kóreu og Taívan. Samið er við hið 160 ára SMS Sie- mag í Þýskalandi um allan tækja- búnað. Áætluð stærð verksmiðju- byggingarinnar á Grundartanga er um 120.000 m2 og framkvæmda- svæði alls um 218.000 m2. Útflutn- ingsverðmæti verksmiðjunnar er áætlað á bilinu 50 til 60 milljarð- ar króna á ári. Áætlaður bygging- arkostnaður er um 100 milljarð- ar íslenskra króna. Þar af er tækja- búnaður áætlaður um 60 milljarðar króna. þá Skóflustunga að sólarkísilverksmiðju í apríl Davíð Stefánsson kynnir Silicor verk- efnið. Lóðin fyrir Silicor Materials í Kataneslandi er innrömmuð á myndinni en hún er um 22 hektarar en þar af eru byggingar á 12 hekturum lands. Opnunartíminn okkar: Mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 11:00 – 18:00 Fimmtudaga og föstudaga kl. 11:00 – 22:00 Laugardaga og sunnudaga kl. 11:00 – 18:00 Líkaðu við okkur á facebook og fáðu tilkynningar um vikumatseðla, tilboð og fleira skemmtilegt Kirkjubraut 2 við Akratorg SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.