Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Vorið 2013 tók Sigurbjartur Loftsson við starfi byggingar- og skipulagsfull- trúa í Stykkishólmi og Grundarfirði. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heim- sókn á skrifstofuna til Sigurbjarts í síð- ustu viku þegar hann var að störfum í Grundarfirði. Hann sagði að nóg hafi verið að sýsla í starfinu þessi tæpu tvö ár sem hann hefur starfað á Snæfells- nesi og ýmislegt spennandi að gerast. „Hérna í Grundarfirði er margt að gerast í kringum ferðaþjónustuna. Í Stykkishólmi er til dæmis þetta kalk- þörungadæmi mjög spenannandi og vonandi að það verði að veruleika,“ sagði Sigurbjartur. Núna í vikunni var síðan kynnt nýtt deiliskipulag fyr- ir frístundabúskap í Stykkishólmi sem gjarnan hefur gengið undir nafninu Nýræktin þótt þar hafi framkvæmd- ir byrjað við stofnun Ræktunarfélags Stykkishólms á árunum 1933-1935. Sigurbjartur segir að undirbúning- ur og vinna við þetta skipulag hafi tekið langan tíma. Fundað hafi verið með mörgum og hann hafi líka grúsk- að í gögnum meðal annars flett upp blaðafregnum og greinum um þetta framtak sem Nýræktin var í Stykkis- hólmi á sínum tíma. Vanda þarf til verksins Umrætt svæði er 35 hektarar í jaðri þéttbýlisins í Stykkishólmi, skammt frá kirkjugarðinum austan við Byrg- isborg. Þarna neðan við er sum- ar- og orlofshúsahverfið Arnarborg. Sigurbjartur segir að ýmsir hafi haft áhyggjur af því að fólki þar myndi ekki líka nábýlið við sauðfjárbúskap- inn og hænsna- og alifuglaræktina sem stunduð er á Nýræktarsvæðinu en annað hafi komið á daginn. Þvert á móti virðist húseigendum í Arnar- borg finnast þetta vinalegt og spenn- andi nágrenni. Fjórðungurinn í Ný- ræktinni er skógrækt Skógræktarfé- lags Stykkishólms, kennd við Grensás sem er stærsta holtið í Nýræktinni. „Þetta er mjög spennandi og fallegt svæði. Síðustu árin hefur verið úthlut- að stöðuleyfum fyrir hús til nokkurra til að stunda búfjárhald á svæðinu, en lengi hefur skort á að gert væri heild- arskipulag fyrir svæðið til framtíð- ar. Vanda hefur þurft til þessa verks og endurskoða og leiðrétta ýmis- legt í sambandi við gamla gjörninga. Gagnaöflun hefur verið mikil og mjög gaman að grúska í gömlum gögnum og blöðum. Við ætlum að leggja okk- ur fram um að gera þetta sem rétt- ast og best. Nú fer skipulagið í aug- lýsingu og það verður náttúrlega ekki að veruleika fyrr en það hefur farið í gegnum skipulagsferlið og verið sam- þykkt,“ segir Sigurbjartur. Merkilegustu nýmælin í atvinnuáttum þess tíma Í gömlum blaðagreinum í Alþýðu- blaðinu, Lögbergi, Samvinnunni, Búnaðarritinu og fleiri blöðum er getið framtaks Ræktunarfélags Stykk- ishólms á árunum 1933-1935 þeg- ar félagar ræstu fram landið með því að handgrafa skurði og plægja. Þeg- ar nokkuð var liðið á þetta tímabil voru að baki 560 dagsverk hjá 15-20 mönnum. Með þessu var alþýðu- fólk í Stykkishólmi að skapa sér veru- lega eign, en tímakaupið var áætlað 25 krónur og gekk það upp í kaupin á landinu. Þegar jarðarbótunum var lokið árið 1936 var dregið um hvern skika í Nýræktinni sem búið var að hólfa niður. Í grein í Samvinnunni var meðal annars sagt að Nýræktin væri merkasta nýmæli í atvinnuhátt- um þorpsins, Stykkishólms. Voru þar einnig látnar í ljósi vonir um að fyr- irtækinu lánist vel því jafnframt styðji það við atvinnu bæjarbúa. Ræktunin auki kúaeign manna í kauptúninu og styðji við heilsusamlegra líf með auk- inni mjólkurneyslu. „Ræktunin hefur tekist mjög vel en orðið nokkuð dýr sökum mjög illrar aðstöðu. Spretta er ágæt. Finnst manni það ganga krafta- verki næst að hafa getað ræktað þess- ar ljótu fúamýrar á svo stuttum tíma. Sýnir þetta fyrirtæki vel hvað hægt er að gera þar sem ákveðinn vilji, þraut- seigja og dugnaður fylgjast að. Gunn- ar Jónatansson búfræðingur í Stykk- ishólmi hefur stjórnað ræktuninni af miklum dugnaði. Mjög mikil at- vinnubót hefur verið að ræktuninni fyrir bæinn, sérstaklega á haustin og veturna, þegar ekkert annað hefir ver- ið þar að gera. Ræktun þessi er þýð- ingarmikið menningarfyrirtæki. Hún þýðir aukna gras- og garðrækt, meiri atvinnu, meiri mjólk og betra og fjöl- breyttara mataræði. Þótti okkur mjög ánægjulegt að kynnast þessu framfara- og menningarfyrirtæki,“ segir í grein í Samvinnunni frá árinu 1936. Bjartsýnn á framhaldið Sigurbjartur segist kunna vel við sig á Snæfellsnesi. Hann er Grindvík- ingur að uppruna og starfaði á árum áður sem smiður og tók meðal annars þátt þegar Bláa Lónið var í uppbygg- ingu. Sigurbjartur nam bygginga- fræði í Horsens í Danmörku á fyrstu árum aldarinnar. Hann bjó og starf- aði á Nýja-Sjálandi í þrjú ár og kom að hönnun stórbygginga þar, sem og að hönnun stórhýsa í Kanada, Nor- egi og á Íslandi meðan hann starfaði á arkitektastofunni Batteríinu áður en hann flutti á Snæfellsnesið. „Við hjónin vorum mikið í Stykkishólmi yfir sumarið og það var ástæðan fyrir því að við ákváðum að reyna að koma okkur fyrir á svæðinu. Okkur lang- aði að prófa að búa hérna fyrir vestan en konan mín er héðan,“ segir Sigur- bjartur. Hún er Kristbjörg Hermanns- dóttir, kennari í Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga. Sigurbjartur segir að mik- ið hafi verið að gera frá því hann tók við starfi byggingar- og skipulagsfull- trúa í júní 2013. „Eitt af fyrstu verk- unum var að breyta hér öllu og koma skrifstofum Grundarfjarðarbæjar fyr- ir í þessu húsi sem áður var bókasafn. Hérna er eins og ég segi mikið að gera í stækkun húsnæðis vegna ferðaþjón- ustunnar en ekki mikið í nýbygging- um í bænum. Í sveitinni er hins vegar verið að byggja íbúðarhús, fjárhús og sumarhús. Í Stykkishólmi er mikið að gerast í nýbyggingum á íbúðarhúsum og orlofshúsum, sem og endurbótum og breytingum í gömlum bygging- um klaustursins. Æðarsetrið er langt komið og þar er líka mikið að gerast í kringum ferðaþjónustuna. Mér sýnist að framkvæmdirnar séu að aukast hér og ég er bjartsýnn á framhaldið í þess- um tveimur sveitarfélögum,“ sagði Sigurbjartur að endingu. þá Það ber til tíðinda í ferðaþjónustu á sunnanverðu Snæfellsnesi að nú er hægt að fá svokallaðar sögufylgjur til að greina frá fróðleik svæðisins. Sögufylgjurnar eru heimafólk sem tekur á móti gestum, segir þeim frá því sem fyrir augu ber og miðl- ar um leið fróðleik um sín heima- svæði. Það verður hægt að fá slíka sögufylgd í gönguferðum eða á far- artækjum, fólk getur sótt sögufylgj- urnar heim eða mælt sér mót við þær þar sem þess er óskað nánast hvar sem er á Snæfellsnesi. Hægt að hitta sjálfa íbúa svæðisins Það er fjölbreyttur hópur heima- fólks af báðum kynjum og á breiðu aldursbili sem hefur nú skráð sig í hóp sögufylgja á Snæfellnesi. Alls eru þetta um 25 manns á níu stöð- um á svæðinu allt frá Hítará vest- ur að Hellnum. „Við erum að taka skref í þá átt að gera þetta saman sem einn hópur hér á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þau sem eru komin á skrá eru tilbúin með sína pakka ef svo má segja og reiðubúin að taka á móti gestum. Svo er næsta skref að til verði sögufylgjur á gerv- öllu Snæfellsnesi, bæði sunnan- og norðan fjallgarðs. Með þessu getur ferðafólk átt kost á því að hitta íbúa svæðisins og heyra þau sjálf segja frá sínum heimaslóðum. Á Snæ- fellsnesi býr fjöldi af skemmtilegu og fróðu fólki sem hefur frá ótal mörgu að segja,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsnes. Mikil breidd í sögufylgjum Sögufylgjurnar sem þegar eru á skrá eru afar fjölbreyttar. Þóra Sif Kópsdóttir á Ystu-Görðum við Kaldá segir sögur af lífinu í sveit- inni og kryddar þær með sögum af tröllum og huldufólki. Hún býð- ur einnig upp á ljósmyndaferðir og sýnir búskapinn á bænum. Áslaug og Þórður á Lágafelli geta greint frá ræktun og ræktunarskilyrðum á Snæfellsnesi, sagt frá náttúrunni og frætt gesti um sögur og sagnir í Miklaholtshreppi. Á Álftavatni taka þær mæðgur Ragnhildur og Björk á móti gestum og segja frá menningu og náttúru. Þórunn Hilma á Neðri- Hól í Staðarsveit býður fólki í fjósið og segir frá búskapnum og sveitalíf- inu. Laila Bertilsdóttir á Hofgörð- um greinir frá sínum heimaslóðum með sögnum og fróðleik um fallega staði. Strax byrjað að bóka Þormóði G. Símonarsyni á Tvíodda þykir gaman að tala um andleg mál, gítara og tónlist, húsasmíði orku- vænna húsa og áhugaverða einstak- linga á Snæfellsnesi bæði fyrr og nú. Á Votalæk er það Rósa Erlends- dóttir sem talar um byggðar- og atvinnusögu, segir sögur og sagnir af svæðinu frá Dritvík að Kerling- arskarði og greinir frá jarðfræði og jarðsögu sunnanverðs Snæfellsness. Mæðgurnar Margrét Björk og Dag- björt Dúna í Böðvarsholti tala um átthagafræði og halda mikið upp á Búðakirkju. Í Samkomuhúsinu á Arnarstapa eru það svo mæðgurn- ar Ólína og María sem taka á móti gestum, sérfróðar um ströndina við Arnarstapa og Hellnar, áhugasam- ar um tónlist og ljóð, bókagrúsk og fleira. Af öllu þessu má sjá að af nægu er að taka. „Það er þegar byrjað að hringja til að grennslast fyrir um sögufylgd og búið að panta til dæmis nú um páskana og svo í sumar. Það er mik- ill áhugi í sögufylgjuhópnum og hann fer ört vaxandi ,“ segir Ragn- hildur Sigurðardóttir. mþh Foreldrafélag Grunnskólans í Borgarnesi, í samvinnu við fjöl- marga sjálfboðaliða, Grunnskól- ann í Borgarnesi, Björgunarsveit- ina Brák, Skátafélag Borgarness og fleiri undirbúa Gleðileikana 2015. Hugmyndin að baki Gleðileikanna er að unglingarnir takist á við krefj- andi verkefni sem er ekki hluti af þeirra daglega skólalífi. Gleðileik- arnir sjálfir eru þrautaleikur sem fara fram á þriðjudegi til fimmtu- dags frá hádegi til loka skóladags unglinganna dagana 3. – 5. mars næstkomandi. „Sjálfstæði og samvinna eru ein- kunnarorð leikanna og miðast að því að efla samheldni og samstöðu í samfélaginu okkar sem og gefa nemendum á efsta skólastigi tæki- færi til að spreyta sig á skemmti- legum þrautaleik. Markmiðið er að hver og einn unglingur fari frá þessum leikum með jákvæð og fal- leg orð í farteskinu og nýja sýn á eigin styrk og getu,“ segir Eva Hlín Alfreðsdóttir verkefnisstjóri Gleði- leikanna 2015. Eva Hlín segir að í anda sam- félagsábyrgðar og samvinnu sé nú óskað eftir aðstoð nærsamfélags- ins og sér í lagi foreldra til að taka þátt í þessum leikum og setja upp verkefni víðsvegar um neðri bæinn í Borgarnesi. „Í fyrra komu um 50 manns með einum eða öðrum hætti til aðstoðar og eiga mikla þökk fyrir. Aftur biðlum við til foreldra og/eða annarra íbúa að gefa kost á sér og taka þátt í verkefni sem eflir sam- stöðu og samhug í sveitarfélaginu okkar. Sérstaklega eru fyrirtæki á svæðinu hvött til að sýna stuðn- ing sinn í verki með því að „lána“ starfsfólk og þannig gefa starfsfólki sínu kost á að leggja verkefninu lið á vinnutíma sínum. Opinn kynn- ingafundur verður haldinn mánu- dagskvöldið 16. febrúar í húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi klukk- an 20:15 og eru áhugasamir hvattir til að mæta,“ segir Eva Hlín. Einnig er hægt að hafa samband við hana í síma 696-7910 eða á: evahlin@bi- frost.is mm Undirbúa Gleðileikana 2015 í Borgarnesi Svipmynd frá Gleðileikunum 2014, hér á lögreglustöðinni. Sögufylgjur segja frá á Snæfellsnesi Ragnhildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness býr á Álftavatni í Staðar- sveit og er sjálf ein af sögufylgjunum. Frístundasvæði skipulagt í Nýræktinni og margt spennandi að gerast Spjallað við Sigurbjart Loftsson byggingar- og skipulagsfulltrúa í Stykkishólmi og Grundarfirði Einn frístundabóndinn sem er með stöðuleyfi í Nýræktinni, Benedikt Frímannsson, gaukar tuggu að kindunum sínum. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Sigurbjartur á skrifstofu byggingar- fulltrúans í Grundarfirði. Innkoman á Grensás, skógræktarsvæðið í Stykkishólmi sem er fjórðungurinn í Nýræktarsvæðinu sem nýlokið er að deiliskipuleggja.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.