Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Nýr rekstrarsamningur um þrekaðstöðu á Jaðarsbökkum Íþróttabandalag Akraness og Akra- neskaupstaður hafa undanfarin ár verið með rekstrarsamning um þreksalinn á Jaðarsbökkum, en eldri samningur rann út í haust. Nú hef- ur samningur um þreksalinn milli þessara aðila verið endurnýjaður og gildir út árið 2016. Bæjaryfir- völd vilja ekki semja til lengri tíma. „Framkvæmdastjórn ÍA fagnar að samningar hafi tekist milli aðila og væntir þess hér eftir sem hingað til að eiga gott samstarf við bæjaryf- irvöld um þennan rekstur,“ segir í nýjasta raffréttabréfi ÍA. Vilja ekki útiloka einkaaðila Talsverð umræða hefur verið í bæj- arfélaginu síðustu misseri um að þreksalurinn við Jaðarsbakka sé of lítill og ýmsir sem halda því fram að hann anni ekki eftirspurn þegar tekið er tillit til vaxandi áhuga fyr- ir þjálfun og líkamsrækt og fjölg- un íbúa. Þar er á ákveðnum tímum sólarhrings fullsetið í öll tæki og fólk orðið frá að hverfa. Í viðræð- um Íþróttabandalags Akraness og Akraneskaupstaðar bar á milli varð- andi áform og framtíðarsýn. Það er vilji bæjaryfirvalda að útiloka ekki þann möguleika að einkaaðil- ar geti átt þess kost að koma upp líkamsræktarstöð í bæjarfélaginu. Þeir sem sýnt hafa því áhuga sjá þó í hendi sér að þá má niðurgreiddur rekstur líkamsræktarstöðvar á veg- um bæjarfélagsins og íþróttahreyf- ingarinnar ekki standa í vegi fyrir að einkarekin starfsemi geti kom- ist á legg. Því má segja að ákveðin pattstaða sé í málinu þar sem togast á lýðheilsumarkmið og samkeppni einka- og opinberra aðila. Samn- ingur um rekstur salarins á Jaðar- sbökkum gildir því einungis í tvö ár. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri staðfestir í samtali við Skessuhorn að bæjaryfirvöld vilji kanna áhuga aðila sem hafa sérhæft sig í að byggja upp líkamsræktarstöðvar og vilja því ekki festa samninginn við ÍA til lengri tíma en tveggja ára. Líkamsrækt óháð efnahag Sigurður Arnar Sigurðsson er for- maður stjórnar Íþróttabandalags Akraness. Hann segir í samtali við Skessuhorn að íþróttahreyfingin hafi mikinn áhuga á að byggja upp sem besta íþróttaaðstöðu á Akra- nesi. „Við þurfum að hugsa stöð- una miðað við þörfina og fjárhags- lega getu, hver króna er mikilvæg í rekstrinum. Skyldur okkar eru fyrst og fremst við íþróttafólk ÍA sem og að stuðla að heilsueflingu almennings. Núverandi rekstur er hagkvæmur og við reynum að koma til móts við ólíkar kröfur. ÍA á hluta þess húsnæðis sem líkams- ræktarstöðin á Jaðarsbökkum er rekin í og þar að auki tæki og bún- að fyrir milljónir króna. Við fögn- um því í sjálfu sér ef einhver áhuga- samur aðili vill opna líkamsrækt- arstöð á Akranesi og bæta þannig aðstöðuna. Við óttumst þó að út- gjöld almennings og hreyfingar- innar í heild stóraukist og teljum núverandi rekstrarform vera far- sælast fyrir íþróttahreyfinguna. Ef þessar forsendur breytast og ein- hver utanaðkomandi aðili kem- ur með áhugaverða hugmynd þá munum við að sjálfsögðu taka því fagnandi og vega hana og meta. Það er stefna okkar að sem flest- ir eigi þess kost að stunda hreyf- ingu og líkamsrækt óháð efnahag. Til dæmis hvetjum við eldri borg- ara til aukinnar heilsueflingar, nið- urgreiðum þjónustu vegna hreyf- iseðla sem heilbrigðis- og félags- geirinn stendur fyrir, hvetjum skólafólk til að nýta aðstöðuna án verulegs kostnaðar og áfram mætti telja,“ segir Sigurður Arnar. Uppfyllir ekki kröfur Ólafur Adolfsson og Sigríður Indriðadóttir skipa tvö efstu sæt- in á lista Sjálfstæðisflokks í bæj- arstjórn sem myndar meirihluta ásamt fulltrúa Bjartrar framtíð- ar. Þetta mál var borið undir þau Ólaf og Sigríði og segja þau að í samningaviðræðum Akraneskaup- staðar og Íþróttabandalags Akra- ness síðastliðið haust um endur- nýjun á leigu- og rekstrarsamn- ingi líkamsræktarstöðar fyrir al- menning á Jaðarsbökkum og á Vesturgötu, hafi forsvarsmönnum íþróttabandalagsins verið kynnt sú fyrirætlan meirihluta bæjarstjórn- ar á Akranesi að framlengja samn- ing við ÍA til 31. desember 2016 án möguleika á frekari framlengingu. „Einnig samþykktu fulltrúar Akra- neskaupstaðar að verða við ósk- um íþróttabandalagsins og lækka leigugjald í samningi um nær 40% allt til samningsloka. Akurnesing- ar hafa um langan tíma kallað eftir bættri aðstöðu til líkamsræktar og heilsueflingar. Núverandi aðstaða uppfyllir ekki þær kröfur sem nú- tíminn gerir til líkamsræktarað- stöðu og er auk þess óaðgengileg hreyfihömluðum og fjölda eldri borgara. Það er og skoðun núver- andi meirihluta bæjarstjórnar að það sé ekki hlutverk Akraneskaup- staðar að vera í samkeppnisrekstri og því er vilji til að kanna til fulln- ustu þann möguleika að einkaaðil- ar hefji rekstur líkamsræktarstöðv- ar á Akranesi.“ Þau Ólafur og Sig- ríður bæta því við að endingu að það sé mikilvægt að íþróttabanda- lagið og Akraneskaupstaður vinni saman að því verkefni að efla og styrkja allt íþróttastarf á Akranesi ásamt því að hvetja til almennrar heilsueflingar og heilbrigðra lífs- hátta. mm Svipmynd úr tækjasalnum á Jaðarsbökkum. Mynd úr safni Skessuhorns frá síðasta ári. Dagur leikskólanna Síðastliðinn föstudag var Dagur leikskólanna haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins, en hefð er fyr- ir því að 6. febrúar sé hátíðisdagur þeirra. Haldið er upp á að þann 6. febrúar 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Á Degi leikskólans er vakin sérstök athygli á því góða starfi sem unnið er í leikskólum og hvatt til jákvæðrar umræðu um skólastarfið. Að þessu sinni tóku forsvarsmenn félaga leik- skólakennara ákvörðun um að ekk- ert eitt þema skyldi vera umfram önnur. Hver og einn leikskóli hélt því upp á daginn með sínum hætti. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri. mm Á leikskólanum Akraseli á Akranesi var dagurinn tekinn snemma og marserað í göngutúr umhverfis skólalóðina klukkan 9 um morguninn þrátt fyrir rok og rigningu. Trommusveit frá Tónlistar- skóla Akraness gekk í broddi fylkingar og sló taktinn. Í tilefni af Degi leikskólans sem var föstudagurinn 6. febrúar voru börnin í leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi búin að gera myndir fyrir sýningu sem við settum upp í Bónus. Sýningin er sprottin upp úr vinnu barnanna með Venjurnar. sem byggja á hugmyndafræði The Leader in Me. Í stuttu máli gengur það út á að við verðum besta útgáfan af okkur sjálfum. Trommusveit frá TOSKA gekki í broddi fylkingar leikskólabarna á Akraseli. Það er notalegt að fá ömmu í heimsókn. Svipmynd frá Teigaseli. Krakkarnir á leikskólanum Sólvöllum í Grundarfirði gerðu sér daga- mun í tilefni af leikskóladeginum. Þá var haldinn lopapeysudagur ásamt því að þorrinn var blótaður. Þeir voru hressir krakkarnir þegar ljósmyndari Skessuhorns kíkti í heimsókn í þann mund er þau voru að byrja á kræsingunum. Í Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit var haldið upp á daginn með því að opna sýningu á vinnu barnanna í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðar- sveitar. Þar má sjá verk barnanna og skráningu á vinnu þeirra. Sýningin verður opin út febrúar og er öllum velkomið að kíkja við. Fjölbreytt verk eru til sýnis í stjórnsýsluhúsinu í Hvalfjarðarsveit frá leikskólanum Skýjaborg. Til dæmis könnunarverkefni elstu barnanna um traktor og litaþema sem unnið var á yngri deildinni. Í Teigaseli á Akranesi var opið hús fyrir ömmur og afa í tilefni af Degi leikskólans. Það komu margir góðir gestir sem skemmtu sér vel í leik með börnunum. Gestum var boðið upp á kryddbrauð og kaffi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.