Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015
www.skessuhorn.is
Fylgist þú með? S: 433 5500
„Hvað kenndi Snorri í Reykholti
og Ólafur hvítaskáld í Stafholti?“
er spurning sem Kristján Árnason
prófessor við íslensku- og menn-
ingardeild Háskóla Íslands, leitast
við að svara í fyrirlestri sem hann
flytur í Bókhlöðu Snorrastofu í
Reykholti næstkomandi þriðjudag,
17. febrúar kl. 20:30. Er hann lið-
ur í fyrirlestraröðinni Fyrirlestrar í
héraði. Hér er um samvinnuverk-
efni Snorrastofu og Miðaldastofu
Háskóla Íslands að ræða en við-
fangsefninu lýsir Kristján svo:
„Stundum er spurt hvort Snorri
Sturluson hafi kunnað latínu, - svo
þjóðleg teljast fræði hans í Eddu-
og sagnalist. Hins vegar velkist
enginn í vafa um að bróðurson-
ur hans, Ólafur hvítaskáld Þórð-
arson, hafi verið lærður í heim-
stungunni. Menn gera ráð fyrir að
á ferðum sínum erlendis hafi hann
lært margt, og segir hann reynd-
ar sjálfur frá því í málfræðiritgerð
sinni að Valdimar Danakonung-
ur hafi kennt sér eitt og annað um
rúnir. Vitað er að Ólafur rak skóla í
Stafholti og verður að telja líklegt
að sú málfræði og skáldskaparfræði
sem hann fjallar um í Þriðju mál-
fræðiritgerðinni hafi verið á nám-
skránni. Sumir segja að þetta hafi
verið prestaskóli, en mér finnst lík-
legra að þetta hafi verið kennsla í
því sem nú heitir ritlist eða skap-
andi skrif, þ.e.a.s. skáldaskóli.
Margir hafa haldið því fram að
Snorra-Edda hafi verið ein allsherj-
ar kennslubók í norrænni skáld-
skaparlist. Og ef svo var má gera ráð
fyrir að bókin hafi verið notuð til
kennslu, og líklegt er að Ólafur og
Sturla bróðir hans hafi verið með-
al nemenda í Reykholti. Helgi Þor-
láksson hefur í nýrri Skírnisgrein
leitt að því líkum að Snorri hljóti
að hafa lært að minnsta kosti sam-
svarandi því sem einu sinni var kall-
að fjórða bekkjar latína þegar hann
var í Odda. En norræn skáldskapar-
fræði hljóta líka að hafa verið kennd
á þeim bæ. Snorri hélt því áfram í
Reykholti og Ólafur í Stafholti, sá
síðarnefndi með viðbót úr fræðum
Donatusar og Pricianusar.“
Kristján Árnason er fæddur 1946.
Hann lauk kandídatsprófi í íslenskri
málfræði frá Háskóla Íslands 1974
og doktorsprófi í almennum mál-
vísindum frá Edinborgarháskóla
1977. Hann hefur starfað við
kennslu og rannsóknir, lengst af
sem prófessor í íslenskri málfræði
við Háskóla Íslands. Kristján hefur
ritað fjölda ritgerða og fræðibóka
sem birst hafa hér á landi og á al-
þjóðavettvangi.
Að venju verður boðið til kaffi-
veitinga og umræðna á fyrirlestrin-
um og aðgangseyrir er kr. 500.
-Fréttatilkynning
Landsbankinn úthlutaði í síðustu
viku tíu milljónum króna úr Sam-
félagssjóði bankans til fjórtán ný-
sköpunarverkefna. Hæsti styrk-
urinn nam 1,5 milljónum króna.
Fjögur verkefni hlutu eina milljón
króna og níu verkefni hálfa milljón.
Meðal þeirra fjögurra verkefna sem
hlutu eina milljón í styrk var sporð-
skurðarvél sem er í þróun hjá fyrir-
tækinu 4Fish í Grundarfirði. Nánar
á landsbankinn.is
mm
Borgfirðingum hefur verið greint
frá hugmyndum Orkustofnunar um
að skoða eigi aftur gamlar tillögur
að tveimur virkjunum og miðlun-
arlónum í Hvítá. Málið kemur upp
öðru hverju. Fyrir þremur árum síð-
an var fjallað um málið í umhverf-
is- og skipulagsnefnd Borgarbyggð-
ar. Þá var ákveðið að gera ekki at-
hugasemdir við að fyrirhugaðir
virkjunarkostir í Hvítá væru í bið-
flokki rammaáætlunar, þar sem ekki
er gert ráð fyrir virkjunum í Hvítá
í aðalskipulagi Borgarbyggðar
2010-2022. Það hefði kannski held-
ur ekki skipt máli hvort sveitarstjórn
hefði óskað eftir að færa virkjunar-
kostina í Hvítá úr biðflokki í vernd-
arflokk rammáætlunar, alltaf munu
hugmyndirnar skjóta upp kollinum
í íslensku stjórnkerfi sem telja að
virkja eigi Hvítá í Borgarfirði.
Eins og fram kom í Skessuhorni
þann 28. janúar sl. þá mun virkj-
un Hvítár við Kljáfoss og stífla við
Norðurreyki færa átta ferkílómetra
landbúnaðarlands á kaf í vatn. Mest
áhrif verða á land Fróðastaða, Þor-
gautsstaða, Refsstaða, Stóra-Áss
og tengiveginn inn í Hálsasveit og
Hvítársíðu. Lítið samráð hefur ver-
ið haft við landeigendur um tillögur
Orkustofnunar um að leggja miðl-
unarlón yfir akvegi, tún og engjar.
Hvað er til ráða, svo landeigendur
í Hvítársíðu og Hálsasveit geti and-
að rólega og sjálfir lagt til sína fram-
tíðarsýn á landnýtingu sinna jarða?
Ein leið er að leggja til við Umhverf-
isstofnun og sveitarstjórn Borgar-
byggðar að friða Hvítá frá Geitlandi
að Kljáfossi í samræmi við Náttúru-
verndarlög. Með því væri verið að
tryggja verndun árinnar og bakka
hennar fyrir komandi kynslóðir.
Borgfirðingar búa við þá gæfu
að allt vatnasvæði Hvítár frá ósi
að upptökum er að mestu órask-
að. Í dag er búið að friðlýsa hluta
af Hvítá, í Geitlandinu, við Hraun-
fossa og í Andakíl. Friðlýsingarn-
ar hafa ekki breytt hefðbundnum
nytjum jarðanna. En hefðbundnar
nytjar eru m.a. beit búsmala, mal-
arvinnsla, veiði og annað sem teng-
ist landbúnaði. Fyrir utan blómleg-
an landbúnað er uppbygging á nátt-
úrutengdri ferðaþjónustu í mik-
illi sókn í Hálsasveit og Hvítársíðu
t.d. á Langjökli, Húsafelli, Fljóts-
tungu, Hraunfossum og fyrirhug-
uðum jarðböðum við Brúarás sem
eiga eftir að skila mörgum störfum.
Við skulum hafa það í huga að eftir
að búið er að reisa nútíma virkjun þá
krefst hún ekki mannahalds, hægt er
að stjórna henni frá höfuðstöðvum
virkjunaraðila í Reykjavík. Óraskað-
ar veiðiár og náttúrufegurð eru því
verðmeiri fyrir íbúa í Borgarbyggð
en virkjanir í Hvítá.
Ég skora á landeigendur í Hálsa-
sveit og Hvítársíðu að leggja fram
tillögu að friðlýsingu Hvítár frá
Langjökli (Geitlandi) að Kljáfossi.
Ég mun tala fyrir henni í sveitar-
stjórn Borgarbyggðar og innan Um-
hverfisstofnunar.
Ragnar Frank Kristjánsson.
Höf. er sveitarstjórnarfulltrúi VG í
Borgarbyggð.
Fimmtudaginn 5. febrúar fór fram
fyrsta viðureignin í vetrarmóta-
röð Hestamannafélagsins Grana
á Hvanneyri, en keppt var á Mið-
Fossum. Í þetta sinn var keppt í
hinni nýstárlegu þríþraut, en sú
keppni fer þannig fram að þrír eru
saman í liði og fara þeir í gegn-
um heimatilbúna braut á hjóli,
hesti eða tveimur jafnfljótum með
bundið fyrir augun. Tíu lið kepptu
við klukkuna og var keppnin æsi-
spennandi. Fór að lokum þann-
ig að lið Borgarverks í Borgarnesi
hreppti gullið sem var í boði Líf-
lands. Lið Borgarverks var skip-
að Arnari Arnfinnssyni á hjól-
hesti, Jóhanni Inga Þorsteins-
syni á tveimur jafnfljótum og Jak-
obi Arnari Eyjólfssyni á Snilld frá
Lambhaga.
Næsta viðureign í vetrarmóta-
röðinni verður fimmtudaginn 19.
febrúar en þá verður fjórgangsmót
Grana.
-fréttatilkynning
Dag ur í lífi...
Vinnu- og tónlistarmanns
Nafn: Heimir Klemenzson.
Fjölskylduhagir/búseta: Í sam-
bandi og með búsetu á Dýrastöð-
um í Norðurárdal.
Starfsheiti/fyrirtæki: Vinnumað-
ur á Glitstöðum og tónlistarmað-
ur.
Áhugamál: Tónlistin og allt það
sem henni fylgir, þ.e.a.s. lagasmíð-
ar, æfingar, útsetningar, flutningur
og fleira.
Vinnudagurinn: Föstudagurinn
6. febrúar.
Klukkan hvað vaknaðirðu og
hvað var það fyrsta sem þú gerð-
ir? Ég vaknaði kl. 7:30 og fékk mér
„staðgóðan“ morgunverð.
Hvað borðaðirðu í morgunmat?
Blöndu af seríósi og kókópöffsi
með mjólk út á.
Hvenær fórstu til vinnu og
hvernig? Ég ók af stað skömmu
fyrir vinnu og var mættur að Glit-
stöðum stundvíslega klukkan 8.
Fyrstu verk í vinnunni: Mjalt-
ir. Vinnan er breytileg frá degi
til dags en morgunmjaltirnar eru
fastur liður.
Hvað varstu að gera klukkan 10?
Þá er ég búinn í fjósinu og við tek-
ur stutt kaffihlé. Ég drakk prýðis-
gott kaffi og borðaði brauðsneið.
Hvað gerðirðu í hádeginu? Ég
kom nýjum heyrúllum fyrir í gjafa-
grindunum í fjárhúsunum og svo
fór ég í hádegismat.
Hvað varstu að gera klukkan
14? Gefa kvígunum. Mikilvægasti
þáttur starfsins er að sjá til þess að
blessaðar skepnurnar fái nóg að
éta.
Hvenær hættirðu og hvað var
það síðasta sem þú gerðir í
vinnunni? Ég hætti í vinnunni
klukkan 4 og það síðasta sem ég
gerði var að grunna bretti á hesta-
kerru. Það beyglaðist nokkrum
dögum áður og mér var falið að
rétta það og mála upp á nýtt.
Hvað gerðirðu eftir vinnu? Æfði
mig á píanóið. Ég er í námi við FÍH
og mun þreyta 4. stigs próf í djass-
píanóleik nú í vor. Að þeim æfing-
um loknum undirbjó ég mig lítil-
lega undir tónleika Karlakórsins
Söngbræðra, þar sem ég er með-
leikari. Við lékum í útskrift Há-
skólans á Bifröst daginn eftir.
Hvað var í kvöldmat og hver
eldaði? Mágkona mín eldaði pasta
með kjöti, spínati og sólþurrk-
uðum tómötum. Þetta var algjört
lostæti.
Hvernig var kvöldið? Um kvöld-
ið fór ég á hljómsveitaræfingu á
Varmalæk. Þar æfðum við nýtt
efni, m.a. glænýtt lag sem stendur
til að taka upp og koma í spilun nú
í febrúar.
Hvenær fórstu að sofa? Skömmu
eftir miðnætti.
Hvað var það síðasta sem þú
gerðir áður en þú fórst að hátta?
Ég tannburstaði mig og svo vil ég
sérstaklega koma því á framfæri að
ég notaði tannþráð. Það er stund-
um erfitt að fá sig til að nota hann,
það er leiðinlegt, maður er þreytt-
ur eftir annasaman dag og því
freistandi að sleppa honum. Þess
vegna er alltaf ákveðinn sigur að
nota tannþráðinn.
Hvað stendur upp úr eftir dag-
inn? Það er ekkert sérstakt sem
stendur upp úr, þetta var bara góð-
ur dagur og fjölbreyttur.
Eitthvað að lokum? Fjölbreytni
er af hinu góða, ég er þakklátur
fyrir að vera í skemmtilegri vinnu
með góða, skilningsríka og sveigj-
anlega vinnuveitendur sem gera
mér kleift að sinna tónlistinni af
krafti.
Pennagrein
Friðum Hvítá (fyrir virkjunum)
Styrkþegar ásamt Rögnvaldi Jóhanni Sæmundssyni dósent við Háskóla Íslands
sem var formaður dómnefndar (lengst til vinstri) og Steinþóri Pálssyni banka-
stjóra, sem er lengst til hægri.
Landsbankinn úthlutar til nýsköpunar
Kristján Árnason.
Íslenskunámskrá í Borgar-
firði á Sturlungaöld
Lið Búvísindadeildar er lengst til vinstri, Borgarverks í miðjunni og Staðar-
húsaliðið lengst til hægri.
Þríþraut hestamanna-
félagsins Grana