Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Nýlega var bætt við mannauð Húsasmiðjunnar í Borgarnesi. Gauti Sigurgeirsson tók við sem rekstrarstjóri verslunarinnar eft- ir að Skúli Hreinn Guðbjörnsson hafði stýrt versluninni síðastliðin tvö ár samhliða verslun Húsasmiðj- unnar á Akranesi, þar sem hann er rekstrarstjóri. Gauti hóf störf nú um áramótin og er ánægður með viðbrögð viðskiptavina. „Fólk hef- ur verið mjög jákvætt og ég hef fengið mjög góð viðbrögð. Maður hefur heyrt að breytingin væri orð- in tímabær og nú er rétti tíminn til að byggja upp,“ segir Gauti í sam- tali við Skessuhorn. Öllum hollt að prófa eitthvað nýtt Gauti er Reykvíkingur en hefur þó sterka tengingu við landshlutann. Hann er ættaður úr Dölunum og Skagafirði og bróðir hans er Sindri Sigurgeirsson, formaður Bænda- samtakanna og bóndi í Bakkakoti. Einnig var Gauti í sveit í Borgar- firðinum í nokkur ár. Síðustu átj- án ár hefur Gauti starfað hjá Ískraft í Kópavogi, sem er dótturfyrirtæki Húsasmiðjunnar. „Ég var í birgða- stýringu og innkaupum og stýrði birgðahaldi fyrir fimm lagera. Ég vann þarna með einstaklega góð- um hópi fólks, ferðaðist og var í fjölbreyttu og skemmtilegu starfi. En það er öllum hollt að prófa eitt- hvað nýtt á tuttugu ára fresti, eða fimm ára fresti,“ segir Gauti og hlær. Hann segist upphaflega hafa lært rafvirkjun og að hann hafi allt- af verið iðnarmannamegin í líf- inu. „Ég þekki þennan bransa vel. En vissulega er vöruúrval Húsa- smiðjunnar fjölbreyttara en það sem tengist iðnaði á einhvern hátt. Það eru til dæmis pottar og pönn- ur hinum megin í búðinni sem er ákveðin áskorun fyrir mig,“ segir hann og brosir. Líkar vel í Borgarnesi Gauti fluttist í Borgarnes þegar hann tók við starfinu. Hann segist kunna ágætlega við sig í Borgarnesi enn sem komið er. „Það er auðvi- tað ekki komin mikil reynsla á það enn, en mér líst vel á þetta, þó ég sé kannski ekki enn kominn mikið inn í félagslífið. En hér er allt sem þarf til að lifa af.“ Gauti á eina dóttur sem stundar nám í menntaskóla í Reykjavík. Hann segir að hún hafi strax samþykkt að hann tæki við þessu starfi og verið áhugasöm um tækifærið. „Hún var fyrsta mann- eskjan sem ég ræddi við um þetta og hún tók mjög jákvætt í þetta. Hún hefur stutt mig heilshug- ar og hvetur mig áfram. Hún ætl- ar svo að reyna að finna sér vinnu hér í Borgarnesi í sumar þannig að ég hlakka mikið til þegar skólanum lýkur,“ útskýrir Gauti. Blikur á lofti Svæðið sem tilheyrir Húsasmiðj- unni í Borgarnesi er stórt og víð- feðmt. Það nær vestur í Reykhóla- hrepp, um allt Snæfellsnes og upp Norðurárdalinn. „Svo bætist það við að við þjónustum sumarhúsa- byggðirnar hér í kring á sumr- in. Mér líst gríðarlega vel á þetta. Þetta er spennandi verkefni og ég hlakka til að takast á við það. Það eru blikur á lofti og verkefni fram- undan víða um landshlutann sem gerir það að verkum að það er mjög bjart framundan á þessu sviði í byggingageiranum.“ Gauti seg- ir að ekki séu fyrirhugaðar neinar rekstrarlegar breytingar á verslun- inni heldur sé einungis uppbygg- ing framundan. „Við ætlum að ein- beita okkur að því sem við erum góð í og stefna að því að gera það enn betur.“ grþ Kvenfélagið Fjóla í Dölum kom færandi hendi á Héraðsbóka- safn Dalasýslu í síðustu viku og afhenti Hugrúnu Hjartardóttur bókaverði gjafabréf upp á 150.000 krónur til kaupa á húsgögnum fyrir safnið. -fréttatilkynning Dagur kvenfélagskonunnar var 1. febrúar síðastliðinn. Að því tilefni óska kvenfélagskonur í Kvenfé- laginu 19. júni í Borgarfirði öllum konum til hamingju með daginn! Starfsemi kvenfélaga snýst um að styrkja og efla samfélagið á hverjum stað. „Við í kvenfélaginu 19. júní sem starfar á Hvanneyri, Skorradal og Bærjarsveit í Borgarfirði, höfum aflað fjár til að styrkja góð málefni. Á síðastliðnu ári gaf kvenfélagið 850.000 krónur til hinna ýmsu mál- efna. Ungur drengur, Bjarki Fann- ar Hjaltason, sem þurfti að fara til Boston í læknismeðferð, fékk ágóð- ann af jólabingóinu 2013. Heil- brigðisstofnun Vesturlands í Borg- arnesi fékk blóðtökustól og vinnu- koll og Hjúkrunarheimilið Brákar- hlíð fékk súrefnissíu. Grunnskóli Borgarfjarðar Hvanneyrardeild fékk fjárhæð til að kaupa kennslu- áhöld til útikennslu. Leikskólinn Andabær á Hvanneyri fékk fjárhæð til að kaupa leikföng. Ungmenna- félagið Íslendingur fékk fjárhæð til endurbóta á Hreppslaug og Holl- vinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands fékk fjárhæð til kaupa á sneiðmyndatæki. Fjársöfnun kven- félagskvenna hefur því sannanlega komið að góðum notum víða í sam- félaginu. „Þessar gjafir væru ekki mögu- legar nema fyrir óeigingjarnt starf kvenfélagskvenna. Vill stjórn Kven- félagsins 19. júní þakka þeim frá- bært starf. Einnig vonast stjórnin til að þessar gjafir hafi komið sér vel,“ segir í tilkynningu. mm Valdís Magnúsdóttir og börn í Andabæ taka hér við styrk kvenfélagsins úr hendi Rósu. Kvenfélagið 19. júní stýrkir ýmis góð málefni Meðal styrkþega kvenna í 19. júní var Bjarki Fannar Hjaltason og fjölskylda hans. Hér er Rósa Marinósdóttir formaður félagsins ásamt fjölskyldunni. Fjólan færði Héraðsbóka- safninu peningagjöf Gauti Sigurgeirsson nýr rekstarstjóri Húsasmiðjunnar í Borgarnesi. Segir bjart framundan í bygginga rgeiranum á Vesturlandi Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 17. febrúar 2015 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Íslenskunámskrá í Borgarfirði á Sturlungaöld: Hvað kenndi Snorri í Reykholti og Ólafur hvítaskáld í Stafholti? Kristján Árnason prófessor við Íslensku- og menningar- deild Háskóla Íslands flytur Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Fyrirlesturinn er fluttur í samvinnu við Miðaldastofu Háskóla Íslands

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.