Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/ in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is Dregið verð- ur úr réttum innsendum lausnum og fær vinnings- hafinn bókagjöf frá Skessuhorni. Athugið að lausnir þurfa að berast fyrir klukkan 15:00 á mánudögum. 33 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnarorðin voru: „Logn er launviðri“. Vinn- ingshafi er Helgi Ormsson, Boðaþingi 24, Kópavogi. mm Eikinn Kím Glatt Væta Reim Fisk Skipar Mýri Staup Tvíhlj. Starf Hýði Röð Poki Þys Þrjóska Samtök Lík Rönd Hugur Ýmynd- un ÁTT Sjá 22 Kurt Reka Skel Ókunn Flókin 18 Veglæti Inn- skot 9 Stjórn- laus Óska 20 Ógn Ver Uggar Dynur Ráin Mörk 2 Ílát Æringi 14 Væl Rödd Óðfús Sérstök Nefna Vagga 15 Gelt Sonur Fákar Snjó- koma Aðstoð 4 Eldur Tirja 8 Andvari Sérhlj. 19 Seil Hita- tæki 11 Hvíldi Ákafur Afa Tálbiti Staul Borði Hljóta Kóngur Mikið Þegar 10 Á fæti Tákn Sveppur Jagast 7 Fimm Gadd Eind Pompa 17 Stein- veggur Duft Drúpa Vein Tvíhlj. Gauf Rökkur 6 Villt Röst Akur Svall Óreiða Snagi Krydd- jurt Þaut 1 3 Spurn Titill Kassi Snert- ing Tveir 16 Bunga Nagdýr Spil 13 Sk.st. Hress 12 Fisk Féll Kjökra Hjara Skvetta Ójafna 21 5 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 Meinstríðinn meðlimur í útsvarsliði Keppni Faxaflóaliðanna Reykja- víkur og Akraness endaði á föstu- dagskvöldið með sigri borgarbúa í Útsvari, spurningaþætti í Ríkis- sjónvarpinu. Viðureignin endaði 62:56 og réðust úrslit í fimm stiga spurningu sem Reykjavíkurliðið valdi í lokin þegar staðan var 56:57. Keppnin var afar jöfn allan tímann og raunar nánast tilviljun hvort lið- ið færi með sigur af hólmi. Athygli þeirra sem fylgdust með þættinum og voru jafnframt með smáforritið Twitter í gangi, beindist fljótlega að því að engu líkara væri en Vífill Atlason, einn liðsmaður Skagaliðsins, væri í gríð og erg að setja inn „meinleg“ smáskilaboð. Meðan á þættinum stóð fóru rúm- lega 50 „tíst“ í hans nafni á Twitter. En ekki var allt sem sýndist! Eftir að blaðamaður á vefritinu Nútímanum birti frétt um meint athæfi á sunnu- daginn kom hið sanna í ljós, sem reyndar ýmsa grunaði. Vífill er eins og ýmsir vita meinstríðinn. Enn er í fersku minni þegar hann sem ung- lingur hringdi í Hvíta húsið í Wash- ington og bað um samtal við forset- ann í nafni Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Munaði að sögn ekki miklu að hann næði alla leið og fengi að ræða við George Bush. Þá öðlað- ist hann stundarfrægð og var kall- aður í viðtöl á tveimur fjölmiðlum. Sendi þá vin sinn sem lék hann í öðru viðtalinu. Á föstudaginn hafði Vífill einmitt fengið annan vin sinn til að stýra Twitter forriti sínu með- an þátturinn stóð yfir og skrá þar ýmsar meinlegar athugasemdir um spurningar, spurningahöfund, mót- herjana og fleira. Hafi Vífill sjálf- ur verið að færa þær inn, hefði það í versta falli verið flokkað sem svindl í keppninni, en í besta falli að liðs- maðurinn hafi verið að dreifa at- hyglinni meira en eðlilegt mætti teljast. Hið rétta kom hins veg- ar í ljós þegar Vífill upplýsti blaða- mann Nútímans sem þá þegar hafði hlaupið ótímabæran 1. apríl. mm Fjölbreytt dagskrá á Sólardögum í FSN Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði var mikið um að vera í síðustu viku á Sólardögum. Þá brjóta nemendur upp hefðbundið skóla- starf og skipuleggja sín námskeið sjálfir. Fimmtudaginn 5. febrúar var til dæmis hægt að læra skylmingar, förðun, Origami, nudd og pönnu- kökubakstur svo eitthvað sé nefnt. Einnig var gripið í spil og þá kom Þórarinn Steingrímsson sjúkraflutn- ingamaður og kenndi unga fólk- inu skyndihjálp. Sigga Kling mætti einnig og hélt fyrirlestur og spáði í framtíð krakkanna. Jón Eggert Bragason skólameist- ari lét vel af þessari tilbreytni en nemendurnir sjá alfarið um dagskrá Sólardaga. Þeim lauk svo föstudag- inn 6. febrúar með árshátíð nem- endafélagsins sem haldin verður í Klifi í Ólafsvík. Já, það var mikið fjör í FSN í liðinni viku, en nú tekur hversdagurinn við að nýju. tfk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.