Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015
Frá grunni að viðurkenndum bókara
Það hefur vakið athygli hversu margir nemendur
okkar hafa fengið vinnu eftir að hafa lokið
bókhaldsnámi.
Viðurkennt bókaranám er bæði skemmtileg og
krefjandi námsbraut sem býr nemendur undir
próf sem leiðir til vottunar frá efnahags- og
viðskiptaráðuneytinu sem Viðurkenndur bókari.
Helstu námsgreinar
Verslunarreikningur - 24 stundir
Excel-töflureiknir - 30 stundir
Bókhald - 36 stundir
Tölvubókhald í Navision - 54 stundir
Excel við áætlanagerð - 30 stundir
Launakerfi - 18 stundir
Lánardrottnar og viðskiptamenn - 15 stundir
Fyrningar - 15 stundir
Virðisaukaskattur - 9 stundir
Lán - 21 stundir
Gerð og greining ársreikninga - 36 stundir
Lokaverkefni - 24 stundir
Skattaskil - 18 stundir
Reiknishald, viðbætur - 36 stundir
Upplýsingatækni, viðbætur - 6 stundir
Upprifjun fyrir próf - 42 stundir
Lengd námskeiðs: 2-3 annir - 414 kennslustundir
Verð: 384.000 kr. (hægt er að dreifa greiðslum)
Næstu námskeið:
Morgunnámskeið: 18. feb. 2015 - 30. maí 2016
Kvöldnámskeið: 17. feb. 2015 - 30. maí 2016
Síðdegisnámskeið: 9. mars. 2015 - 30. maí 2016
VIÐURKENNT
BÓKARANÁM
Til leigu
Laus eru til leigu tvö rými
í verslunarmiðstöðinni á
Smiðjuvöllum, Akranesi
Um er að ræða eitt 100 fm. rými og annað
200 fm. rými
Meðal fyrirtækja í húsinu eru Bónus,
Apótek Vesturlands og Dominos
Gott tækifæri fyrir rétta aðila
Nánari upplýsingar veitir Eyþór í
síma 660-6094
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Vetrarferðamennska á Vestur-
landi hefur verið þeim annmörk-
um háð að fáir veitingastaðir hafa
verið opnir og víða koma ferða-
menn að lokuðum dyrum. Sem
betur fer eru margir ferðaþjónar á
svæðinu búnir að átta sig á því að
þessu þarf að breyta. Ef ferðatím-
inn á að lengjast í báðar áttir er for-
sendan fyrir því að veitingastaðir
séu opnir og ferðalangar geti í það
minnsta komist á snyrtingar. Í vet-
ur hefur veitingastaðurinn Hraunið
í Ólafsvík verið opinn daglega. Jón
Kristinn Ásmundsson, sem starf-
rækt hefur Hraunið frá síðasta vori,
segir að reksturinn hafi gengið að
vonum í vetur. „Þetta hefur stað-
ist þær áætlanir sem við lögðum
upp með. Í hádeginu eru venjulega
um tuttugu manns í mat hjá okkur
og það kalla ég bara nokkuð gott.
Við erum líka byrjuð að senda mat
til fyrirtækja hérna í Snæfellsbæ
og það lofar bara góðu,“ segir Jón
Kristinn. Hann starfrækir Hraunið
og einnig Hótel Hellissand ásamt
konu sinni Katrínu Hjartardóttur
sem er frá Hellissandi. Hraunið er
opið í nokkra tíma í kringum há-
degið virka daga og um helgar frá
föstudagskvöldi og fram á sunnu-
dagskvöld. „Með þessum opnunar-
tíma hérna á Hrauni tryggjum við
líka að gestir á hótelinu hjá okkur
geti fengið mat bæði í hádeginu og
á kvöldin,“ segir Jón Kristinn.
Hópum ljósmyndara
að fjölga
Aðspurður segist Jón Kristinn verða
greinilega var við að ferðamanna-
tíminn er að lengjast og marsmán-
uður er að verða besti mánuður
vetrarins. „Þetta hefur breyst ótrú-
lega mikið síðustu tvö árin. Gall-
inn er að við í ferðaþjónustunni
almennt höfum ekki náð að fylgja
þessari breytingu eftir með því að
hafa opnar upplýsingamiðstöðvar,
með salernisaðstöðu á ferðamanna-
stöðum og hafa fleiri veitingastaði
opna. Hérna er það til dæmis ekki
nema svona einn dagur í viku sem
við fáum ekki erlendan ferðamann
í mat hjá okkur. Venjulega eru þeir
svona í kringum fimm daglega.
Svo er líka ánægjulegt fyrir okkur
með þennan veitingastað Hraun að
Ólafsvíkingar eru enn að koma til
okkar og lýsa yfir ánægju sinni með
staðinn og að hann skuli vera op-
inn núna í vetur,“ segir Jón Krist-
inn. Það eru þrjú og hálft ár síð-
an hann hóf rekstur Hótels Hell-
issands og hefur verið þar hótel-
stjóri þann tíma. „Ég les í þess-
ar breytingar með lengingu ferða-
tímans í gegnum bókanir á hótelið.
Síðustu vetur hefur verið aukning
í febrúar og mars. Núna er fram-
undan heilmikill pakki hjá okkur
með bókanir frá miðjum febrúar og
allan marsmánuð. Þetta eru hópar
ljósmyndara sem eru að koma. Ég
velti því fyrir mér hvað hefur eig-
inlega gerst í sambandi við þessa
aukningu í hópum ljósmyndara til
landsins. Þetta er svolítið nýtt fyrir
okkur með svona góða nýtingu yfir
veturinn. Miðað við þessa þróun
sem verið hefur undanfarið í ferða-
mennsku á Snæfellsnesi þá ég von
á því að hótelpláss verði hér upp-
pantað stóran hluta ársins. Það séu
ekki nema svona tvö til þrjú ár í að
það gerist. Ég er mjög bjartsýnn
fyrir hönd þeirra sem starfa í ferða-
þjónustu hér á svæðinu.“
Á fiskiumræðu við
heimafólk
Jón Kristinn er að norðan frá Ak-
ureyri en bjó lengst af í Reykjavík.
Hann segir að fjölskyldan kunni
mjög vel við sig í Snæfellsbæ. „Hjá
mér er gaman í vinnunni og ég vil
alls ekki flytja héðan, þó ég myndi
starfa við eitthvað annað.“ Þennan
dag sem blaðamaður var á ferðinni
var steikur fiskur með kartöflum,
kokteilsósu og salati í hádegismat-
inn. „Það er svo skrítið með það,
eins og hér er auðvelt að fá fisk og
komast í frábært hráefni, að heima-
maðurinn kærir sig lítið um fisk.
Ég hef átt þessa fiskiumræðu við
heimafólk hér og það eru börnin
sem borða mest fisk, vegna þess að
þau fá hann tvisvar í viku í grunn-
skólanum eða á leikskólanum. Þeir
komu nú samt og borðuðu hérna í
hádeginu strákarnir á bátunum þar
sem ég keypti fiskinn í morgun. Ég
er ekki að kvarta undan þessu með
fiskinn en þetta er svolítið sérstakt.
Með kótilettur í raspi hefði ég ver-
ið með fullan sal í hádeginu,“ segir
Jón Kristinn. Aðspurður segir hann
að vel líti út með næsta sumar varð-
andi bókanir. „Það lítur út fyrir að
það verði ekkert öðruvísi en síðasta
sumar. Þá var það í margar vikur
sem við þurfum að vísa erlendum
ferðamönnum burtu á hverju ein-
asta kvöldi,“ sagði Jón Kristinn að
endingu. þá
Veitingastaðurinn Hraun í Ólafsvík.
Góð reynsla af vetraropnun
Hraunsins í Ólafsvík
Jón Kristinn Ásmundsson hótelstjóri á Hellissandi og matreiðslumaður starfrækir
Hraun.