Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Vöruskipti hagstæð LANDIÐ: Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir ný- liðinn janúar var útflutning- ur frá landinu 50,6 milljarð- ar króna á fob verði. Á sama tíma var innflutningur 42,5 milljarðar króna. Vöruskipt- in í janúar voru því hagstæð um 8,1 milljarð króna sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. –mm Af latölur fyrir Vesturland 31. janúar - 6. febrúar. Tölur (í kílóum) frá F iskistofu: Akranes 8 bátar. Heildarlöndun: 1.524.305 kg. Mestur afli: Lundey NS: 1.475.370 kg í einni löndun. Arnarstapi 4 bátar. Heildarlöndun: 55.468 kg. Mestur afli: Kvika SH: 24.099 kg í þremur löndun- um. Grundarfjörður 11 bátar. Heildarlöndun: 361.071 kg. Mestur afli: Helgi SH: 96.015 kg í tveimur löndun- um. Ólafsvík 19 bátar. Heildarlöndun: 389.483 kg. Mestur afli: Guðmund- ur Jensson SH: 61.048 kg í þremur löndunum. Rif 19 bátar. Heildarlöndun: 602.297 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 126.841 kg í tveimur lönd- unum. Stykkishólmur 6 bátar. Heildarlöndun: 148.134 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 95.315 kg í þremur löndun- um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Lundey NS – AKR: 1.475.370 kg. 3. febrúar 2. Tjaldur SH – RIF: 67.342 kg. 1. febrúar 3. Hringur SH – GRU: 65.624 kg. 2. febrúar 4. Tjaldur SH – RIF: 59.499 kg. 6. febrúar 5. Grundfirðingur SH – GRU: 54.909 kg. 31. janúar mþh Eggjandi briddsarar BORGARFJ: Eftir tvö mög- ur kvöld hjá Félagi eggjabænda í sveitakeppni Briddsfélags Borg- arfjarðar var Jóhannesi fyrirliða nóg boðið. Setti hann mönn- um afarkosti. Þetta dugði vel og spilaði sveitin af feikna öryggi og skoraði sveita mest, eða 59 stig. Dugði það til að sveitin er ekki lengur á botninum heldur jöfn annarri stórsveit. Laxarnir halda góðu tempói og skoruðu 54 stig og Telpurnar nældu í 53 og skut- ust við það á toppinn. Dóra með brýnin sín er í öðru sæti og Skalla- poppararnir þar sjónarmun á eftir. Tvö kvöld eru eftir af keppninni og ljóst að allt getur gerst. Vest- urlandsmót í sveitakeppni verður á Hótel Hamri 21. og 22. febrú- ar, skráning er hjá Ingimundi ze- torinn@visir.is s: 8615171. Fjór- ar efstu sveitir öðlast þátttöku- rétt á Íslandsmóti. Lokað er fyr- ir skráningu að kveldi 19. febrú- ar. Keppnisgjald um 20.000 kr. á sveit. –ij Halda aðalfund Samfylkingarinnar VESTURLAND: Samfylking- in í Norðvesturkjördæmi heldur aðalfund laugardaginn 14. febrú- ar kl. 12-17 í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Á dagskrá eru venju- leg aðalfundarstörf. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar- innar, og Guðbjartur Hannesson þingmaður í kjördæminu, ávarpa fundinn og taka þátt í umræðum. Einnig verður haldið stefnuþing um tillögur málefnanefnda fyr- ir landsfund Samfylkingarinnar 20. og 21. mars nk. á Hótel Sögu. Tillögurnar munu liggja frammi á fundinum. Félagsmenn eru hvatt- ir til að mæta á aðalfundinn og stefnuþingið. –fréttatilkynning Von á starfsleyfi fyrir urðun jarðefna í Bjarnhólum BORGARBYGGÐ: Sveitarfé- lagið Borgarbyggð hefur um ára- bil nýtt Bjarnhóla, gömlu ösku- haugana við Borgarnes, fyrir urð- un jarðefna, svokallaðs óvirks úr- gangs. Fyrir einu og hálfu ári rann starfsleyfið út og þegar óskað var eftir framlengingu á því gerði Umhverfisstofnun kröfu um að urðunarstaðurinn yrði settur inn á aðalskipulag. Á dögunum barst síðan Borgarbyggð bréf frá Um- hverfisstofnun þar sem tilkynnt var að sveitarfélagið yrði beitt dagsektum ef það héldi áfram að urða í Bjarnhólum án starfsleyfis. Jónína Erna Arnardóttir, formað- ur umhverfis-, skipulags- og land- búnaðarnefndar Borgarbyggð- ar, segir að þessi tilkynning hafi komið sveitarstjórnarfólki á óvart. Þegar málið var skoðað hafi kom- ið í ljós að fólki í Umhverfisstofn- un hafði láðst að skoða hvernig vinnu við aðalskipulagið miðaði. „Málin hafa nú verið rætt og kom- ist á samkomulag. Við teljum okk- ur hafa orðið við þessum óskum sem Umhverfisstofnun lagði fram og gott betur því við höfum líka gert deiliskipulag af svæðinu og bæði skipulögin eru lögð fram til kynningar þessa daga. Við höfum endurnýjað umsókn um starfsleyfi og eigum von á því að fá það af- greitt í vor. Þangað til verður ekki urðað í Bjarnhólum,“ segir Jónína Vigdís Arnardóttir. –þá Þriðjungur íbúðanna á Sólmundarhöfða seldur Rúmlega 400 manns komu á Sól- mundarhöfða 7 á Akranesi þegar efnt var til kynningar fyrir skömmu á íbúðunum í fjölbýlishúsinu sem þar er í byggingu. Ragnar Már Ragnars- son framkvæmdastjóri og aðaleig- andi félagsins SH7 ehf. sem bygg- ir og selur íbúðirnar í húsinu segir að unnið sé að sölu á ellefu íbúðum af 31. „Við fengum mjög jákvæð við- brögð frá fólki og það var fullt út að dyrum hjá okkur í tvo og hálfan tíma. Margir eru að spá og spekúlera og einhverjir búnir að setja sínar eign- ir á sölu til að undirbúa kaup. Það er komin greinileg hreyfing á markað- inn,“ segir Ragnar Már. Hann segir allt á fullu við frágang á íbúðunum og vinna sé langt komin í húsinu en alls eru íbúðahæðirnar átta auk bíla- kjallara. Ragnar Már segir að íbúð- irnar verði afhentar á bilinu apríl til maí í vor og byggingu hússins þá jafnframt lokið. Hann segir að nú séu það bara kauptilboð sem gilda, ekki séu lengur teknar frá íbúð- ir í ákveðinn tíma eins og gert var á fyrstu stigum söluferlisins. Eins og áður sagði er 31 íbúð á Sólmund- arhöfða 7. Þær eru 2-3 herbergja, frá 75,1-134,3 fermetrum að stærð. Hægt er að kynna sér þær frekar á www.sh7.is, en íbúðirnar sem eru óseldar eru á verðbilinu 20,5 til 37 milljónir króna. þá Fjölbýlishúsið á Sólmundarhöfða 7 á Akranesi. Óttast að verkföll geti stöðvað framkvæmdir Framkvæmdir ganga samkvæmt áætlun við fjölbýlishúsið að Haga- flöt 7 á Akranesi sem Trésmiðj- an Akur og Rafþjónusta Sigur- dórs keyptu rúmlega fokhelt síð- asta vor. Húsið var eitt þeirra þar sem framkvæmdir stöðvuðust við í hruninu. Halldór Stefánsson fram- kvæmdastjóri Akurs kvaðst von- ast til að hægt verði að standa við áður útgefnar áætlanir að íbúðir í húsinu verði tilbúnar til afhending- ar í maímánuði í vor. Hann óttast þó að yfirvofandi verkföll og ófrið- ur á vinnumarkaðnum geti þar sett strik í reikninginn. Aðspurður segir Halldór að þegar sé búið að ganga frá sölu á tveimur íbúðum, ein íbúð sé frátekin og fleiri í skoðun, þann- ig að ágætlega miði með sölu íbúð- anna. „Ég hef trú á því að ef okk- ur tekst að ljúka við íbúðirnar í vor þá líði ekki langur tími þar til þær verða allar seldar. Þetta fer allt af stað með hækkandi sól,“ segir Hall- dór í Akri. Á Hagaflöt 9 verða 20 íbúðir og eru flestar þeirra sniðnar að þörf- um ungs fólks sem jafnvel er að hefja sinn búskap. Þannig er helm- ingur íbúðanna tveggja herbergja og 63 fermetrar að stærð, sex íbúð- ir þriggja herberga 85-90 fermetr- ar og fjórar íbúðirnar eru fjögurra herbergja um 100 fermetrar að stærð. Ódýrustu íbúðirnar eru til sölu á tæplega sextán og hálfa millj- ón króna og fermetraverð því um 260 þúsund krónur. þá Fjölbýlishúsið Hagaflöt 7 þar sem 20 nýjar íbúðir verða tilbúar í vor ef allt gengur að óskum. Jarðvegsskiptum lokið fyrir byggingu gistihúss Eins og við greindum frá í Skessu- horni nýverið ætlar Magnús Freyr Ólafsson, forvígismaður í ferða- þjónustu tengdri sjóstangveiði á Akranesi, að færa út kvíarnar í starfseminni í vor. Magnús Freyr hefur starfrækt farfuglaheimili við Suðurgötu 32 á Akranesi síðustu árin. Hann hefur nú fengið lóð og byggingarleyfi fyrir húsi á lóð- inni þar framan við, á Suðurgötu 33. Það hús verður ætlað áhöfn- um sjó stangveiðibáta og er um að ræða lítið fjölbýlishús með fjórum íbúðum á tveimur hæðum, hver íbúð um 100 fermetra að stærð og fjögurra herbergja. Jarðvegs- skiptum er nú lokið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Áformað er að tvær íbúðanna í húsinu verði tilbúnar þegar háannatíminn hefst í ferðamennskunni í vor. Magnús Freyr sagði í samtali við Skessuhorn að hver íbúð yrði ætl- uð sex manna áhöfn sjóstangveiði- báta. Hann segir að núna sé nær fullpantað í sjóstangveiði næsta sumar á bátinn Frey AK 81 sem félagið á og gerður er út til sjóst- angveiðanna. Nú er unnið að því að fjárfesta í öðrum báti til að gera út á sjóstöngina í sumar. þá Hér mun nýja gistihúsið rísa. Ljósm. mþh. Bakaríið Brauðval • Skólabraut 12 – 14 • Akranesi • Sími 434 1413 Fylgstu með okkur á SK ES SU H O R N 2 01 5 Bolludagurinn Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9.00 – 18.00 Lokað um helgar Opið bolluhelgina Laugard. 14. febrúar og sunnud. 15. febrúar kl. 9.00 – 16.00 Bollur í úrvali

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.