Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Eitt þeirra fyrirtækja sem ber ábyrgð á grunnþjónustu við íbúa á stórum hluta Vesturlands er Orku- veita Reykjavíkur. Fyrirtækið sem veitir bæði yl og birtu inn á flest heimili á Akranesi, Borgarnesi og allt vestur á Snæfellsnes til Stykk- ishólms og Grundarfjarðar. Giss- ur Þór Ágústsson kom til starfa hjá HAB, Hitaveitu Akraness og Borg- arfjarðar, árið 1981 og hefur mörg síðustu árin verið svæðisstjóri OR á Vesturlandi. Það þekkja því fáir ef nokkur jafn vel og hann inn á gríð- arstórt þjónustu- og rekstrarkerfi veitunnar á Vesturlandi. Mestur er rekstur Orkuveitunnar á Akranesi, þar sem fyrirtækið er með allar fimm veiturnar, fyrir heitt og kalt vatn, rafmagn, fráveitu og gagna- veitu. Orkuveitan stendur fyrir miklum framkvæmdum á Vestur- landi um þessar mundir og fyrir- huguð eru fleiri verkútboð á árinu. Ein allra mikilvægasta framkvæmd- in á seinni árum komst í gagnið rétt fyrir jólin þegar nýr 6.200 rúm- metra miðlunartankur fyrir heitt vatn við Akranes var tekinn í notk- un. Gissur sagði tankinn bestu jóla- gjöfina. „Ég stend fyllilega við þau orð. Það er ekki nóg með að þessi framkvæmd tryggi afhendingarör- yggi á heitu vatni til íbúanna, held- ur kemur hún stórlega til góða fyrir okkar starfsmenn sem oft við mjög erfiðar aðstæður, illviðri og nátt- myrkur, höfum þurft að berjast við það í tímapressu að koma heita vatninu aftur á. Það hefur samt allt- af verið þannig að við höfum haft það í forgangi að allir skili sér heim og tímapressan verið látin víkja fyr- ir öryggi starfsmanna,“ segir Giss- ur. Heita vatnið og hundur- inn í Skorholti Það var einmitt rétt eftir að heita vatnið var lagt frá Deildartunguhver út á Akraness sem Gissur kom til starfa hjá HAB eftir að hafa unnið í eitt ár í pípulögnum hjá þeim sóma- mönnum Karvel og Páli á Akranesi. Gissur segir að til sé skemmtileg saga sem greini frá því að fólk beið lengi eftir því að fá heita vatnið og yl frá því í sín híbýli á Akranesi. Sagan sé á þá leið að þegar verið var að hleypa vatninu á aðveituna niður á Akranes hefði fólk í bænum haft spurnir af því að þetta væri að ger- ast. „Þetta var tímafrekt verk og tók langan tíma. Þann dag sem til stóð að hleypa vatninu á komu starfs- menn HAB í Axelsbúðina sem þá var hálfgerð félagsmiðstöð í bæn- um á þeim tíma. Þeir voru spurðir af fólki sem þar var af hverju þetta tæki svona langan tíma. Þá varð til svara Karl Elíasson starfsmaður HAB. Hann sagði að hundurinn í Skorholti hefði komist inn í lögn- ina hjá bænum og það hefði þurft að stoppa rennsli í aðveituæðinni meðan hundurinn væri að hlaupa eftir leiðslunni. Það ætti að bjarga honum úr lögninni niður við Akra- nes þegar hann kæmi þangað. Sag- an fékk vængi og flaug út um bæinn og nokkrum dögum seinna fóru svo Akurnesingar að njóta nýs varma- gjafa í hús sín.“ Þola 15 tíma bilun án þess að skammta Blaðamaður Skessuhorns hitti Gissur og átti við hann tal í bæki- stöðvum Orkuveitunnar við Dal- braut á Akranesi á dögunum þar sem Gissur útskýrði þjónustunetið og þá miklu starfsemi sem OR er með á Vesturlandi, en lagnakerfið er gríðarlega víðfeðmt sem og mik- ill fjöldi dælustöðva, spennistöðva, hreinsistöðva og fráveitustöðva í landshlutanum. Þessi mannvirki þurfa mikið eftirlit, viðhald og endurnýjun. Til að mynda er áætl- un í gangi um endurnýjun aðalæð- arinnar frá Deildartunguhver, en sú lögn er samtals 74 kílómetrar. Gert er ráð fyrir að þeirri endur- nýjun ljúki árið 2026. Gissur seg- ir að vissulega komi nýi miðlunar- tankurinn á Akranesi til að létta og auðvelda lífið bæði fyrir notendur heita vatnsins og starfsmenn veit- unnar en tilkoma tanksins eyk- ur birgðagetuna meira en þrefalt. „Þessi viðbót gerir það að verkum að notendur verða vonandi fram- vegis ekkert varir við það þótt að bilun verði á kerfinu. Gamli 2.000 rúmmetra forðatankurinn dugði aðeins í þrjá og hálfan tíma en með nýja tankinum þolum við 15 tíma bilun án þess að koma þurfti til skömmtunar á vatni. Þetta gefur okkur enn betri möguleika á yfir- vegun í okkar verkferlum þótt eins og ég segi tímapressan hafi aldrei verið látin bitna á öryggi okkar starfsmanna.“ Gott og duglegt starfsfólk Gissur segir að Orkuveita Reykja- víkur hafi notið þess um tíðina að hafa yfir frábæru stafsfólki að ráða. Þar á meðal þeim tæplega 20 sem eru að störfum hjá OR í starfs- stöðvum á Vesturlandi; á Akra- nesi, í Borgarnesi og Stykkishólmi. „Auðvitað hafa notendur stund- um verið gagnrýnir í okkar garð og það er alveg hægt að skilja þeirra hlið. Hins vegar hafa bilanirnar oft verið þess eðlis og verið það tíma- frekar að við höfum virkilega þurft að treysta á gott og duglegt starfs- fólk,“ sagði Gissur og smellti upp á tölvuskjáinn mynd þar sem starfs- maður var að byrja vinnu við bilun þar sem 80 gráðu heitt vatn flóði út úr lögn og myndaði polla sem síð- an var veitt út í aðliggjandi skurði. „Athugaðu að þetta tilvik gerist yfir sumarið og í glaðasólskini en staðan er oft allt önnur að haust- inu eða vetrinum, stundum í hríð- arbyl og kafalda. Aðstæðurnar geta verið svo ótrúlega erfiðar því oft gerast þessar bilanir þegar álagið er hvað mest á kerfinu, í kulda- og vetrartíð. Sem betur fer fyrir okk- ar starfsmenn eru betri tímar fram- undan,“ segir Gissur. Draumastarfið Spurður um hvernig honum hafi líkað að starfa hjá HAB og síðan OR segist Gissur algjörlega vera í draumastarfinu. „Ég vinn hjá frá- bæru fyrirtæki sem veitir starfs- mönnum öll nauðsynlegustu tæki og tól til að þeir geti sinnt sínu starfi. Það er mannaval hjá þessu fyrirtæki. Þetta er mjög fjölbreytt starf, það er aldrei að vita hvað hver dagur ber í skauti sér. Vinnudag- urinn er oft langur hjá mér. Ég er mættur hingað um klukkan sex á morgnana og síðan er það á bilinu fjögur til sex á daginn sem ég fer heim. Það eru verkefnin sem ráða en ekki klukkan, þannig að þegar tarnir koma er vinnudagurinn mun lengri. Í þessu starfi á ég í samskipt- um við fjölda fólks sem gerir starfið enn skemmtilegra. Auk starfsfólks- ins hér á svæðinu og í höfuðstöðv- unum í Reykjavík á ég í samskipt- um við fólk á þeim stöðum sem við erum með starfsstöðvar, svo sem sveitarstjórnarfólk.“ Í bæjarpólitíkinni í fjögur ár Í ágúst í sumar verða 35 ár frá því Gissur fluttist til Akraness frá Reykjavík. Aðspurður segist hann hafa kunnað mjög vel við sig á Akra- nesi. „Mér finnst menningar- og félagslíf hérna mjög gott og Akra- nes hafi allt upp á bjóða sem góður bær þarf. Síðan varð enn betra að búa hérna með tilkomu Hvalfjarð- arganganna 1998. Við það samein- aðist Akranes höfuðborgarsvæðinu sem atvinnu- og menningarsvæði. Margir tala um að Skaginn hafi orð- ið eins konar svefnbær við það, en ég get ekki tekið undir það. Hér er ýmislegt að gerast bæði menningar- og félagslega fyrir þá sem vilja nýta sér það,“ segir Gissur. Hann lét til leiðast að taka þátt í bæjarpólitík- inni um tíma. Það var kjörtímabilið 1990-1994. „Þá var ég bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins ásamt því frá- bæra fólki; Steinunni Sigurðardótt- ur og Jóni Hálfdánarsyni, og einn- ig góðu fólki úr öðrum flokkum. Það var mjög skemmtilegt og gef- andi að starfa að bæjarmálunum. Ég sá þó að það fór ekki saman að sinna því starfi með minni vinnu. Þá eins og reyndar hefur verið í langan tíma þarf fólk að hafa rúm- an tíma og ekki bundið í vinnu til að geta mætt á fundi og sinnt störf- um í sveitarstjórn. Ég ákvað því að draga mig út úr bæjarpólitíkinni og sinna mínu starfi hjá OR eingöngu enda laun bæjarfulltrúans ekki til að brúa vinnutap.“ Í slökkviliðinu í 30 ár Gissur segir allstóran þátt í sínu lífi á Akranesi að hann hafi verið í slökkviliðinu í rúm 30 ár, eða frá 1984. „Það hefur það verið mjög gefandi og skemmtilegt starf. Ein- ungis er einn starfsmaður í föstu starfi hjá slökkviliðinu og það er slökkviliðsstjórinn. Við erum um 30 sem sinnum útköllum þegar þau verða. Þá fáum við SMS í símana okkar og mætum á stöðina til að sinna útkallinu. Það hefur alla tíð verið gott félagsstarf hjá slökkvi- liðsmönnum sem felst í því að við heimsækjum önnur lið og tök- um þátt í íþróttamótum á vegum Landssambands slökkviliðsmanna. Við höfum líka alltaf verið afskap- lega heppnir með slökkviliðsstjór- ana sem hafa verið ljúfir og góðir menn sem lagt hafa mikla áherslu á góðan starfsanda í liðinu.“ Kom út af handboltanum Það var þó ekki vegna framtíðar- starfa sem Gissur flutti til Akraness síðsumars 1980, heldur vegna hand- boltans sem þá var talsverð gróska í á Skaganum. Gissur var markvörð- Samskipti við fjölda fólks gerir starfið enn skemmtilegra -segir Gissur Þór Ágústsson svæðisstjóri OR á Vesturlandi Gissur við stjórnborð aðaldælustöðvarinnar á Akranesi. Unnið að viðgerð aðalæðarinnar við Fiskilæk. Ásamt félögunum í golfinu: Jóhann Sigurðsson, Gissur, Hlynur Sigurdórsson og Björn Þórhallsson. Gissur ásamt konu sinni Sigríði Alfreðsdóttur í fríi á Spáni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.