Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Húsnæðisþörf skólanna metin STYKKISH: Á fundi bæjar- ráðs Stykkishólms sl. mánu- dag var tekin fyrir tillaga Sturlu Böðvarssonar bæj- arstjóra um skipan nefnd- ar eða vinnuhóps sem ætl- að er það hlutverk að skil- greina húsnæðisþörf Grunn- skóla Stykkishólms, Tónlist- arskóla og Amtbókasafns- ins og setja upp hönnunar- forsendur og áfangaskipt- ingu verksins, en áætlað er að sameina skólana og söfnin undir eitt þak. Lagt er til að vinnuhópurinn verði skip- aður formanni skólanefnd- ar Grunnskóla Stykkis- hólms Hrafnhildi Hallvarð- sdóttur aðstoðarskólameist- ara, formanni skólanefndar Tónlistarskóla Stykkishólms Helgu Sveinsdóttur kenn- ara, Hólmgeir Þorsteins- syni tónlistarkennari og bæj- arfulltrúunum Ragnar Má Ragnarssyni og Sturlu Böðv- arssyni sem jafnframt verði formaður vinnuhópsins. Á sama fundi bæjarráðs var greint frá viðræðum við full- trúa Gistivers ehf um áform fyrirtækisins um nýtingu hú- næðisins að Hafnargötu 7, Amtbókasafnið. Gistiver var með hæsta tilboðið er bæjar- ráð telur 33 milljóna króna tilboð í Hafnargötu 7 ekki ásættanlegt og hafnar þar með öllum tilboðum. Bæj- arstjóra var falið að ræða við forsvarsmenn Gistivers ehf eða aðra aðila sem hafa áhuga á viðræðum. –þá Ferðamenn þrefalt fleiri en fyrir fimm árum LANDIÐ: Um 62.700 er- lendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar síðastliðn- um samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, eða 16.100 fleiri en í janúar á síðasta ári. Aukningin nemur 34,5% milli ára. Ferðaárið fer því vel af stað en ferðamenn hafa aldrei mælst fleiri í janúar frá því mælingar hófust. Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar voru fjölmennastir í gesta- hópnum. Fjöldi ferðamanna hefur nærri þrefaldast í janú- ar á síðustu fimm árum og munar þá mestu um mikla fjölgun Breta en fjöldi þeirra hefur fimmfaldast frá 2010. Ferðamönnum frá öðrum markaðssvæðum hefur enn- fremur fjölgað umtalsvert. Þannig hafa N-Ameríkan- ar ríflega fjórfaldast, ferða- menn frá Mið- og Suður Evrópu nærri þrefaldast og ferðamenn frá öðrum mark- aðssvæðum nærri þrefald- ast. Norðurlandabúum hef- ur hins vegar fjölgað í minna mæli. –mm Rólegur janúar í fasteignavið- skiptum VESTURLAND: Talsvert færri kaupsamningum var þinglýst um fasteignir á Vest- urlandi í janúar síðastliðn- um en mánuðina á undan. Alls var 18 samningum þing- lýst. Þar af voru sex samn- ingar um eignir í fjölbýli, sex samningar um eignir í sérbýli og einnig sex samningar um annars konar eignir. Heild- arveltan var 319 milljónir króna í þessum viðskiptum og meðalupphæð á samn- ing 17,7 milljónir króna. Af þessum 18 samningum voru einungis þrír um eignir á Akranesi, stærsta sveitarfé- laginu. Þeir voru allir um eignir í fjölbýli. Heildarvelt- an var 34 milljónir króna og meðalupphæð á samning því 11,3 milljónir króna. -mm Fimm milljóna styrkur til Leynis AKRANES: Menntamála- ráðuneytið hefur úthlut- að styrkjum til verkefna er stuðla að faglegri uppbygg- ingu á sviði menningarmála. Golfklúbburinn Leynir á Akranesi var eitt félaganna sem datt í lukkupottinn, en klúbburinn hlaut fimm milljóna króna styrk vegna aðstöðuuppbyggingar fyr- ir Íslandsmót í höggleik sem fram fer í sumar. 107 um- sóknir bárust fyrir um 400 milljónir króna en 35 hlutu styrki. –mm Úrhellisrigning og asahláka var í Borgarfirði á sunnudaginn og fram á mánudag og flæddu ár víða yfir bakka sína. Önnur af meðfylgj- andi myndum var tekin síðdeg- is á sunnudaginn neðan við bæinn Hraunsnef í Norðurárdal en þar var áin að ryðja sig með tilheyrandi klakaburði upp á tún. Skömmu síð- ar fór að renna yfir veginn ofar í dalnum. Hringvegurinn lokaðist um tíma þar til aftur sjatnaði í ánni. Á myndinni sést einnig brotinn raf- magnsstaur en hann orsakaði að rafmagnslaust var um tíma í hluta sveitarinnar. Björgunarsveitin Brák kom Rarik mönnum til aðstoðar til að þeir kæmust út að brotna staurn- um til viðgerða. Hvítá flæddi einnig yfir veginn í grennd við bæina Ferjukot og Hvít- árvelli. „Flóðið byrjaði að sjatna síðdegis á mánudaginn. Það flæddi yfir veginn á milli brúnna yfir Ferjukotssíkin. Hann skemmdist eitthvað en nú er komin grafa til að laga hann. Ég ók svo yfir að Hvítár- völlum í morgun en þar flæddi yfir veginn sunnan megin við Hvítár- brúna. Það lá þó nokkuð af klaka- stykkjum á veginum. Flóðið í Hvítá var meira nú en um margra ára skeið og alveg á mörkunum að það flæddi inn í kjallara gömlu húsanna hér í Ferjukoti. Sem betur fer gerð- ist það þó ekki. Fyrir einhverjum áratug síðan gerðist það en í þetta sinn sluppum við. Tjónið af þessu flóði er því lítið, helst að einhverj- ar girðingar hafi skemmst,“ segir Heba Magnúsdóttir í Ferjukoti. Aðeins lítils háttar tjón varð á vegum í þessum flóðum. „Það gróf aðeins úr við annan stöpulinn á brúna á hringveginum yfir Bjarna- dalsá við Dalsmynni. Það rann líka eitthvað úr vegaköntum í Norður- árdal. Viðgerðir standa yfir en eng- ar tafir hafa orðið á umferð vegna vegna vegaskemmda af völdum þessara flóða,“ segir Ingvi Árnason hjá Vegagerðinni í Borgarnesi. mþh Svona var staðan sunnan við Hvítárbrúna við Hvítárvelli um hádegsbil á mánudag. Vegurinn var á kafi. Síðdegis þann dag dró hratt úr flóðinu. Ljósm. mþh. Leysingar og flóð orsökuðu rafmagns- leysi og lítilsháttar vegaskemmdir Mynd tekin við Hraunsnef í Norðurárdal á sunnudaginn. Sjá má hvernig raf- magnsstaur hefur orðið fyrir skakkaföllum og varð því straumlaust í sveitinni. Ljósm. Þórhildur Þorsteinsdóttir. Íslandsbanki er efstur bankastofn- ana samkvæmt Íslensku ánægju- voginni, en niðurstöður hennar voru kynntar í liðinni viku. Magnús D. Brandsson, útibússtjóri Íslands- banka á Akranesi segir þennan ár- angur fyrst og fremst starfsfólkinu að þakka. „Starfsfólkið er virkilega gott og þjónustulundað. Markmið Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu.“ Þá kom útibú Íslandsbanka á Akranesi best út úr könnun með- al viðskiptavina bankans í öllum útibúum, þriðja árið í röð. „Hér á Akranesi starfar frábært, reynslu- mikið fólk sem þekkir sína við- skiptavini. Svo hef ég oft sagt að við séum einfaldlega með bestu viðskiptavinina,“ segir Magnús. kgk Í tilefni af niðurstöðunum ánægjuvogarinnar bauð Íslandsbanki á Akranesi viðskiptavinum sínum upp á tertu síðastliðinn föstudag. Pálmi Haraldsson kampakátur við tertuna. Íslandsbanki efstur í Íslensku ánægjuvoginni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.