Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Pennagrein Opið bréf til sveitastjórnar Borgarbyggðar Faglegt frístundastarf? Í desember sl. auglýsti Borgarbyggð eftir frístundaleiðbeinendum/ráð- gjöfum til að leiða faglegt frístund- astarf fyrir unglinga í Borgarbyggð. Hæfniskröfur voru menntun eða reynsla sem nýttist í starfi. Hvaða eiga yfirmenn í Borgar- byggð við þegar þeir tala um fag- legt frístundastarf? Í Íslenskri orða- bók (2002) er orðið fagmaður skil- greint á þann veg að hann sé „sér- fræðingur, maður sem sérlærður er til ákveðins verks.“ Þetta kem- ur fram í grein sem Hulda Valdís Valdimarsdóttir fyrrverandi for- maður Félags fagfólks í frítíma- þjónustu skrifaði um fagmennsku í vefritið Frítímann. Þar segir einn- ig: ,,Fagmennska er margslung- ið fyrirbæri sem erfitt er að festa hendi á en að sama skapi eigum við oft auðvelt með að svara því hvað telst ekki vera fagmennska. Það að mennta sig í frítímafræðum, vinna eftir þeim siðareglum sem gilda um vettvanginn og taka virkan þátt í umræðum um þróun hans er að minnsta kosti góð byrjun á þeirri vegferð að geta kallað sig fagmann á vettvangi frítímans“ (Hulda V. Valdimarsdóttir: 2014) Unglingsárin eru það ævi- skeið sem mótar einstaklinginn hvað mest. Hann tekst á við mikl- ar breytingar, bæði útlitslegar og andlegar. Vitsmunaþroski ung- lingsins eykst og fer hann að finna fyrir auknum kröfum frá samfé- laginu. Eitt helsta verkefnið er að takast á við sjálfsmynd sína, skil- greina sig og aðgreina frá öðrum. Hann fer í raun að móta þær hug- myndir sem hann hefur um sjálfan sig. Þeir unglingar sem hafa sterka og örugga sjálfsmynd eru betur í stakk búnir til að takast á við lífið. Fyrirmyndir geta átt mikinn þátt í að móta einstakling og geta haft áhrif á sjálfsmynd hans. Viðhorf til félagsmiðstöðva hefur breyst mikið á undanförn- um árum með tilkomu fagvitund- ar starfsmanna og jákvæðrar upp- lifunar einstaklinga af félagsmið- stöðinni. Hlutverk starfsmanna í félags- miðstöðvum er mjög mikilvægur partur af félagsmiðstöðvastarfinu. Er það mun meira en bara að opna húsnæðið og spila borðtennis með unglingunum. Starfsmenn félags- miðstöðva vinna að því að þjálfa samskipta- og félagsfærni einstak- linga sem sækja félagsmiðstöðina ásamt því að hvetja þá á jákvæðan hátt við mótun sjálfsmyndarinn- ar og hafa þannig jákvæð áhrif á hegðun þeirra og sálfræðilega vel- ferð. Þrátt fyrir að starfið gangi út á það að vera skjólstæðingum sínum innan handar í félagsmið- stöðinni, leiðbeina þeim, örva og virkja, þá mega starfsmenn ekki gleyma því að þeir eru einnig fyr- irmyndir sem unglingarnir líta upp til. Nú til dags er forvarnarstarf ein af undirstöðum félagsmið- stöðvastarfs hér á landi. Þátttaka í skipulögðu félagsstarfi í umsjá fagfólks í öruggu umhverfi hefur mikið forvarnargildi. Með því að bjóða börnum og ungu fólki upp á jákvæð viðfangsefni í frítímanum með sterkum fyrirmyndum aukast líkur á því að þau kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun. Rannsóknir sýna að þeir einstak- lingar sem eru fyrirmyndir barna móta hegðun þeirra og því er mik- ilvægt að starfsmaður sé meðvitað- ur um hlutverk sitt sem fyrirmynd, bæði í vinnu sem og utan henn- ar. Unglingar sem sjá heilsteypt- an einstakling sem vinnur í félags- miðstöðinni, er félagi þeirra og talar við þá sem jafningja, er vís til að líta upp til hans. Síðastliðið haust gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út merkilegt plagg sem greinilegt er að sveitarfélagið Borgarbyggð hef- ur ekki kynnt sé. Er þar á ferð- inni Stefnumótun í æskulýðsmál- um og er innihaldið, eins og nafn- ið gefur til kynna, stefna og mark- mið sem ráðuneytið hefur sett sér í æskulýðsmálum. Markmið númer 6 hljómar svo: „Menntun og þjálf- un þeirra sem starfa að æskulýðs- málum sé fagleg og stuðli að sífellt auknum gæðum í æskulýðsstarfi. Það er sameiginlegt hlutverk ríkis, sveitarfélaga og aðila sem standa að æskulýðsstarfi að auka fag- mennsku, menntun og þjálfun á sviði æskulýðsmála. Samfélags- legar kröfur til þeirra sem starfa með börnum í skóla-, íþrótta- og æskulýðsstarfi eru sífellt að aukast. Mikilvæg þróun hefur átt sér stað í þessum efnum. Fyrir rúmum ára- tug var komið á fót námi í tóm- stunda- og félagsmálafræði á há- skólastigi auk þess sem félaga- samtök hafa mörg hver eigið mennta- og þjálfunarkerfi (óform- leg menntakerfi) fyrir leiðtoga sína. Brýnt er að auka gæði starfs- ins enn frekar og stuðla að því að gæði og fagmennska séu leiðarljós í öllu æskulýðsstarfi. Þar er aukin menntun og þjálfun leiðtoga lyk- ilatriði“. (Mennta- og menningar- málaráðuneytið: 2014). Borgarbyggð auglýsti eftir frí- stundaráðgjöfum til að leiða fag- legt starf í Borgarbyggð. Þeim bauðst að ráða einstakling sem valdi það að mennta sig í frítíma- fræðum, einstakling sem hefur kos- ið að vinna eftir þeim siðareglum sem gilda um vettvanginn og hef- ur tekið virkan þátt í umræðum um þróun hans. Það er dapurlegt að sveitarfélagið sem á árum áður var í öndvegi í þessum málaflokki skuli ekki vera meira í takt við tím- ann en raun ber vitni. Bjarki Sigurjónsson Heiðrún Janusardóttir Höfundar starfa á vettvangi frí- tímans og sitja í stjórn Félags fag- fólks í frítímaþjónustu. Pennagrein Hvers virði er Ísland? Náttúrupassi hefur mikið verið í um- ræðunni undanfarið og frumvarp þar að lútandi hefur nú litið dagsins ljós. Það eru von- andi allir sammála um að stór- auknu fjármagni verður að verja til uppbygginga innviða ferða- mannastaða, annars stefnir allt í óefni og náttúra landsins hlýtur mikinn skaða af. Það er jú vegna náttúrunnar sem stærstur hluti ferðamanna sækir Ísland heim og nýtur þess að ferðast um og skoða fjölbreytta flóru landsins og nátt- úruperlur. Í dag höfum við Framkvæmda- sjóð ferðamannastaða og lög um gistináttagjald. Sjóðurinn er í dag fjársveltur og getur ekki sinnt því hlutverki sínu að vernda og byggja upp þau svæði landsins sem við- kvæm eru fyrir mikilli umferð ferðamanna og eru mörg hver í mikilli niðurníðslu. Enn fremur á sjóðurinn að sinna því hlutverki að byggja upp nýja áfangastaði svo dreifa megi álaginu af aukn- um fjölda ferðamanna betur um allt land. Þjóðgarðar og friðlýst svæði fá í dag hluta af gistinátt- agjaldinu en í tillögum um nátt- úrupassa er ekki gert ráð fyrir því að tekjur af honum renni til þess- ara svæða. Samtök ferðaþjónustunnar hafa varað mjög við hugmyndum um náttúrupassa, telja að hann skaði ímynd landsins og verði illfram- kvæmanlegur og vilja þess í stað efla gistináttagjaldið. Ég tek und- ir það og tel rétt að styrkja þann tekjustofn sem við höfum í gisti- náttagjaldinu og skoða möguleika á að leggja komugjald á flugfar- seðla yfir háannatímann og fara þannig blandaða leið almennrar skattheimtu. Það að landsmenn þurfi að kaupa sér náttúrupassa til þess að ferðast um sitt eigið land stríðir gegn al- mannarétti og gerir ekkert annað en hefta aðgengi þjóðfélagshópa að náttúru landsins og mismuna þannig fólki eftir efnahag. Málum hefur verið stillt þannig upp í um- ræðunni að ef ekki komi til nátt- úrupassi þá sé voðinn vís og nátt- úran drabbist niður og engin önn- ur tekjuöflun sé möguleg. Þannig er það ekki og það má ekki dragast að Framkvæmdasjóð- ur ferðamannastaða verði fjár- magnaður þannig að hægt sé að mæta því að hingað komi milljón ferðamenn á ári eins og stefnir í fljótlega. Burðarþol landsins þolir ekki slíka ágengni til lengdar og ef við ætlum að láta taka okkur al- varlega í sjálfbærri ferðaþjónustu sem laðar að gesti til þess að njóta óspilltrar náttúru og fjölda nátt- úruminja um allt land þá verð- um við að bretta upp ermarnar og ekki seinna en strax! Það gengur ekki að einkaaðilar fari að selja inn á sín afmörkuðu svæði og við önnur svæði verði sett upp söluhlið þar sem sýna þarf náttúrupassa. Þessi ásýnd landsins fyrir ferðamenn er frá- hrindandi og óaðlaðandi og mun fljótt skila sér í neikvæðri umræðu um landið sem hefur fengið þá ímynd eftir mikla markaðssetn- ingu að vera í hópi þeirra landa sem skarta fjölbreyttri náttúru- fegurð og þar sem fjölbreytni er höfð í hávegum. Það er auðvelt að eyðileggja árangur áratuga vinnu við markaðssetningu í ferðamál- um með illa ígrunduðum tillögum um náttúrupassa sem þingmenn úr öllum flokkum hafa gagnrýnt undanfarið ásamt félagasamtök- um og almenningi í landinu. Við megum því engan tíma missa. Ekki einingis vegna ótta við að ferðamönnum til lands- ins fækki heldur vegna þess að við erum vörslumenn náttúrunnar og það eru takmörk fyrir því hve Ís- land þolir mikla ágengni ferða- fólks á viðkvæmt vistkerfi lands- ins. Þess vegna spyr ég: „Hvers virði er Ísland“ þegar náttúra lands- ins er annars vegar og fjármagna þarf viðhald hennar, uppbyggingu innviða og umhirðu ferðamanna- staða. Mitt svar er að það sé fjár- sjóður hverrar þjóðar að varðveita sem best náttúruna og við höfum til þess verkfæri í dag sem er gisti- náttagjaldið sem má útfæra bet- ur í bland við komugjald á flug- farseðla. Við skulum því ekki eyða orku í vondar tillögur um náttúrupassa. Málið þolir ekki bið og Fram- kvæmdasjóður ferðamannastaða verður að fá fjármagn strax til að rísa undir verkefnum sínum þar til lög um fjármögnun hans verða að veruleika. Lilja Rafney Magnúsdóttir. Höf. er alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.