Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Leiðrétt föðurnafn Farið var rangt með föðurnafn Almars Sigurjónssonar, rekstr- arstjóra fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi, í frétt Skessuhorns í síðustu viku þeg- ar sagt var frá því þegar Lund- ey NS kom með fyrsta loðnu- farm vertíðarinnar til Akra- ness. Fyrir mistök var Almar sagður Guðmundsson. Beðist er velvirðingar á þessu. –mþh Tólf sinnum komið til aðstoð- ar borgurum VESTURLAND: Í vikunni kom lögreglan á Vesturlandi tólf sinnum borgurum til að- stoðar, oftast vegna veðurs eða ófærðar. Ellefu umferðaróhöpp urðu í umdæminu, þrjú þar sem minniháttar meiðsli urðu og í tveimur þessara tilfella voru ökutæki flutt ógangfær af vett- vangi með kranabifreið. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Sjö ökumenn voru kærðir fyr- ir hraðakstur innan bæja, fjór- ir þar sem hámarkshraði var 50 km og sá sem hraðast ók mæld- ist á 79 km hraða. Þrír voru teknir þar sem hámarkshraði var 30 km og sá sem hraðast fór var á 52 km hraða. Alls komu upp 353 hraðamyndavélamál í vikunni. Ellefu voru kærðir fyrir að leggja ökutæki ólög- lega. Skráningarnúmer voru tekin af tólf ökutækjum vegna vanrækslu eigenda eða umsjón- armanna að færa þær til skoð- un og greiða af þeim trygging- ar. Fimm þjófnaðarmál vor til- kynnt, öll minniháttar. Ein lík- amsárás var kærð og alls komu til afgreiðslu 485 mál hjá lög- reglunni á Vesturlandi í þess- ari viku. –þá Kjördæmavika stendur yfir LANDIÐ: Kjördæmavika stendur nú yfir, nánar til tek- ið dagana 9. til 12. febrúar. Þá liggja hefðbundin störf niðri á Alþingi en þingfundir verða aftur á dagskrá 16. febrúar. Í kjördæmaviku eiga þingmenn það til að heimsækja kjósend- ur og eiga við þá orðastað, ým- ist á fundum, í vinnustaða- heimsóknum eða á förnum vegi. Skessuhorn hefur heim- ildir fyrir að slíkir fundir hafi verið og verði á dagskrá ein- hverra þeirra flokka sem full- trúa eiga á þingi úr Norðvest- urkjördæmi. Fólki er því bent á að láta sér ekki bregða sjáist þeir á ferð og nýta tækifærið, koma á framfæri ábendingum og spyrja þessa þjóðkjörnu full- trúa okkar út í landsmálin. -mm Þótt Valentínusardagurinn sé ekki sá allra þjóðlegasti hér á Fróni er þó ekki úr vegi að minna á að hann er á laug- ardaginn. Áfram er búist við umhleypingum næstu dagana. Á fimmtudag er spáð fremur hægri breytilegri átt og skýjuðu með köflum en él nyrst framan af degi. Vaxandi austanátt um kvöldið og fer að snjóa sunnanlands. Hiti aðeins und- ir frostmarki. Á föstudag er útlit fyr- ir suðaustan 13-20 m/sek, hvassast norðaustantil og snjókoma, en síðar slydda eða rigning. Snýst í vestan 8-13 með éljum sunnan- og vestantil um kvöldið. Á laugardag er spáð suðaust- an hvassviðri með slyddu eða rign- ingu og hlýnandi veðri. Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir suðlæga eða breytilega átt en norðaustanátt á Vest- fjörðum. Úrkoma með köflum og hiti kringum frostmark. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Ætlarðu að fylgjast með Sjón- varpi Skessuhorns?“ Langflestir ætla að gera það. „Já“ sögðu 68,6%, „veit ekki“ var svar 23,97% og „nei“ sögðu 7,44%. Í þessari viku er spurt: Trúir þú á vöxt í atvinnulífi á Vestur- landi næstu misserin? Gangbrautaverðir sem hjálpa börn- um að komast klakklaust til skóla á morgnana eru Vestlendingar vikunnar. Þeir eru margir sem leggja drjúgt á sig hvernig sem viðrar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar HB Grandi hefur gert samkomulag við Loðnuvinnsluna á Fáskrúðs- firði um að skip Loðnuvinnsl- unnar, Hoffell II SU-802, fari til loðnuveiða fyrir fyrrgreinda fyrir- tækið. Skipið mun veiða af heim- ildum HB Granda og landa aflan- um til vinnslu ýmist á Akranesi eða Vopnafirði. Án efa er skarð fyrir skildi að nú er Víkingur AK ekki lengur til í flota fyrirtækisins en skipið reyndist oft notadrjúgt þeg- ar sækja þurfti stíft í loðnuna eins og nú er útlit fyrir. Gert er ráð fyrir Hoffell II verði komið til veiða síð- ar í þessari viku. Skipstjóri verður Magnús Þorvaldsson og fyrsti stýri- maður Gunnar Gunnarsson. Þeir eru báðir gamalreyndir skipstjór- ar og hafa sinnt skipstjórn fyrir HB Granda árum saman. Aflamark HB Granda í loðnu er um 72.000 tonn og eru nú um 55.000 tonn óveidd. „Þau tonn eru enn í sjó en ekki á bankabók,“ segir Vilhjálmur Vil- hjálmsson forstjóri HB Granda á heimasíðu fyrirtækisins. Hann vill því ekki spá neinu um hverju þessi kvóti skilar í verðmæti. mm Bæjarstjórn Akra- ness samþykkti á aukafundi sín- um í gær að ráða Jón Hróa Finns- son í starf sviðs- stjóra velferð- ar- og mannrétt- indasviðs. Svið- ið varð til í kjölfar stjórnkerfisbreyt- inga hjá Akraneskaupstað síðastlið- ið haust og annast verkefni á sviði félagsþjónustu, mannréttindamála, þjónustu við fatlaða og aldraða og barnavernd. Starfið var auglýst í nóvember. Tuttugu og fimm um- sækjendur voru um starfið en fjórir drógu umsóknir sínar til baka. Jón Hrói er með meistaragráðu í stjórnsýslufræðum frá Háskólan- um í Árósum í Danmörku frá árinu 2004 og lauk BA námi í stjórnsýslu- fræði við sama háskóla árið 2000. Lokaritgerð hans í meistaranám- inu fjallaði um íslenska velferðar- kerfið í alþjóðlegum samanburði. Jón Hrói starfaði sem sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps árin 2010 til 2014, var þróunarstjóri Fjalla- byggðar 2007 til 2010 og ráðgjafi hjá ParX viðskiptaráðgjöf 2004 til 2007. Í starfi sínu sem sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps hafði Jón Hrói yfirumsjón með verkefnum sveitarfélagsins og daglegri starf- semi þess, m.a. stefnumótun, fjár- málagerð og starfsmannamálum. Þá kom hann að endurnýjun þjón- ustusamninga og undirbúningi að yfirtöku málefna fatlaðra til sveitar- félagsins og sat sem fulltrúi á sam- ráðsvettvangi þeirra sveitarfélaga í Eyjafirði sem standa sameigin- lega að þjónustu við fatlaða. Meðal helstu verkefna sem þróunarstjóri í Fjallabyggð var umsjón með sam- þættingu verkefna í kjölfar samein- ingar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, þ.m.t. endurskipulagning rekstrar og stjórnskipulags. þá Það var létt yfir félögum í stjórn Hollvinasamtaka Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands og starfs- fólki stofnunarinnar síðasta föstu- dag enda gleðidagur. Skrifað var undir kaup á nýju tölvusneið- myndatæki fyrir HVE á Akranesi. Að undangenginni verðkönnun verður keypt tæki frá Siemens í Þýskalandi en umboðsmenn þess hér á landi er Smith og Norland. Halldór Þórir Haraldsson fram- kvæmdastjóri S&N og Steinunn Sigurðardóttir formaður hollvina- samtakanna skrifuðu undir kaup- samninginn. Áætlað er að fram- leiðsla tækisins taki tíu vikur og uppsetning þess um vikutíma. Kostnaður við tækjakaupin er um 40 milljónir króna og er búið að safna þeim peningum. Íslenska ríkið greiðir 15 milljónir en 25 milljónir eru gjafafé frá fjölmörg- um fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum í landshlutan- um sem lagt hafa myndarlega til söfnunarinnar. Samtakamáttur við þessa söfnun var því mjög mikill og ánægjulegur. Steinunn Sigurðar- dóttir vildi koma á framfæri þakk- læti til allra sem lagt höfðu verk- efninu lið. „Nú er þungu fargi af mér létt,“ sagði Steinunn við þetta tækifæri. „Ég einsetti mér í byrjun að ljúka þessari söfnun á innan við einu ári og það tókst.“ Nú eru um 300 manns félagar í Hollvinasam- tökum Vesturlands. Þórir Bergmundsson lækninga- forstjóri á HVE sagði í samtali við Skessuhorn að tölvusneiðmynda- tæki væri forsenda þess að áfram verði hægt að bjóða upp á fram- úrskarandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlandi. Án þess væri í besta falli hægt að tala um góða heilsu- gæslu. Þórir sagði að eftir að gamla sneiðmyndatækið bilaði í byrjun nóvember síðastliðnum hafi þurft að aka að meðaltali eina og hálfa ferð á dag með sjúklinga af Akra- nesi til rannsókna á Landspítalann eða í Domus Medica. Þá þjónustu þyrfti HVE að greiða samkvæmt fullum taxta og væri kostnaður- inn við slíkar rannsóknir á annan tug milljóna á ári. Án tækisins yrði spítalinn jafnframt án sértekna og margvíslegra verkefna. „Þessi stofnun hefði aldrei orðið söm við sig án nýs sneiðmyndatækis,“ sagði Þórir sem fagnaði líkt og aðrir þessum ánægjulegu tímamótum. En það eru mikið fleiri sem þurfa að leita langt sé ekki tæki sem þetta til staðar. Fram kom að meðaltali þyrftu tæplega sjö Vestlending- ar á dag að sækja myndgreining- arþjónustu til Reykjavíkur með- an ekki væri tæki til staðar á Akra- nesi. Ásgeir Ásgeirsson fjármála- stjóri HVE kom á framfæri þakk- læti stofnunarinnar til hollvina- samtakanna í forföllum Guðjóns Brjánssonar forstjóra. mm Skrifað undir kaup á nýju sneiðmyndatæki frá Siemens Steinunn Sigurðardóttir og Halldór Þórir Haraldsson skrifa hér undir kaupsamn- ing á nýju tölvusneiðmyndatæki. Fjær eru Sigríður Eiríksdóttir og Skúli Ingvarsson stjórnarmenn í hollvinasamtökunum. Hoffell kemur til löndunar á Akranesi á loðnuvertíð 2012. Ljósm. hb. Hoffell II leigt til HB Granda Jón Hrói ráðinn sviðstjóri velferðar- og mannréttindasviðs Akraneskaupstaðar Jón Hrói Finnsson. Í morgunverð er þetta helst

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.