Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 „Ég hætti í bankanum um mán- aðamótin febrúar og mars 2013. Mér leiddist ekkert að hætta í vinnunni og fara á eftirlaun. Ég hafði nóg að gera við að sinna mínu. Ekki hvarflaði að mér að fara aftur út á vinnumarkaðinn. Vissulega bar ég smá kvíðboga fyrir vetrunum, að ég hefði ekki nægt fyrir stafni þá, en ég hafði í nógu að snúast yfir sumarið. En þá hringdi skólastjóri Auðarskóla hér í Búðardal skyndilega í mig til að heyra hvort mig vantaði ekki vinnu,“ segir Edda Tryggvadótt- ir í Búðardal og hlær við. Auð- arskóli er samrekinn leikskóli og grunnskóli og einn skólastjóri yfir báðum. Núna eru um 40 börn í leikskólanum í tveimur deildum. Erindi skólastjórans var að bjóða Eddu starf á leikskólanum. Játti strax atvinnutilboðinu Þannig gerðist það að Edda fór að starfa á leikskóla þegar hún átti reglum samkvæmt að gerast elli- lífeyrisþegi. „Ég sló strax til þeg- ar mér bauðst þessi vinna á leik- skólanum. Þetta var kærkomið. Starfið er yndislegt og ég er það heilsugóð að ég sé enga ástæðu til að leggjast í kör. Ég ætla að vera þarna á meðan ég má,“ segir Edda. Börnin kunna vel að meta að hún sé til staðar. Nærvera Eddu minnir börnin á að þau eigi afa og ömmur. „Ég verð mikið vör við það að þau kunna að meta að það sé líka eldra fólk sem gætir þeirra. Það er afskaplega notalegt þegar sum þessi yngstu koma og hrópa „amma“ þegar þau sjá mig.“ Náttúrunytjar í mynni Hvammsfjarðar Síðustu 13 árin áður en Edda komst á aldur sem kallað er, starf- aði hún við bankastörf í Búðardal. Hún er fædd og uppalin á jörð- inni Arnarbæli yst á Fellsströnd- inni við mynni Hvammsfjarð- ar. Árið 1963 giftist hún Svani Hjartarsyni frá Fremri-Vífilsdal í Hörðudal sem er syðsti dalur Dalasýslu. Þau settust að í Búðar- dal, bjuggu þar alla sína búskap- artíð og eignuðust fjögur börn. Jafnframt þessu nytjuðu þau Arn- arbæli þar sem fjölskyldan hefur átt sér athvarf í lausum stundum allt fram á þennan dag. Svanur lést í byrjun árs 2010. „Það má segja að Arnarbæli sé ættaróðalið, jörðin þar sem ég ólst upp. Foreldrar mínir voru þarna með blandaðan búskap. Alveg óskaplega fallegur staður. Jörðinni tilheyrir fjöldi eyja og hólma sem eru þarna við strönd- ina. Við höfum byggt upp æð- arvarp þarna og fáum að jafnaði um sex kíló af hreinsuðum dún hvert sumar. Það er mikill mun- ur frá því um 1984 þegar við hóf- um að sinna æðarvarpinu. Þá var það nánast ekki neitt. En það hef- ur verið gerð gangskör í því að eyða mink þarna og hlúa að æð- arfuglinum. Það hefur skilað sér,“ segir Edda. Var fyrsti leikskóla- stjórnandinn í Búðardal Leikskólastörfin sem Edda stund- ar nú voru henni ekki eins fram- andi og ætla mætti. Sem móðir, amma og langamma hefur hún mikla reynslu af því að umgang- ast ung börn. Hún getur einn- ig talist meðal frumherja í leik- skólastörfum í Dalabyggð. „Já, ég hafði reyndar komið að leikskóla- störfum á árum áður. Þegar slík- ur skóli var stofnaður hér í Búð- ardal á sjöunda áratugnum tók ég að mér að stýra honum. Ég gerði það svo í nokkur ár. Þá kynnti ég mér ýmislegt varðandi leikskóla. Til dæmis fór ég suður að skoða starfsemi leikskóla þar. Ég tók einnig ýmis námskeið en fór þó aldrei í formlegt fóstrunám enda sjálf með ung börn heima við á þessum árum. Þarna var heldur ekki hægt að vera í fjarnámi gegn- um tölvur eins og í dag. Ég hefði orðið að fara suður með fjölskyld- una til að fara í fóstrunámið.“ Arnarbæli er paradísin Edda hætti svo störfum í leikskól- anum á sínum tíma vegna þess að þau hjónin hófu eigin atvinnu- rekstur sem hún starfaði við. „Maðurinn minn hafði starfað sem flutningabílstjóri hjá Kaup- félagi Hvammfjarðar allar götur frá því við fórum að búa. Kaup- félagið varð svo gjaldþrota árið 1989. Þá keyptum við flutninga- hlutann úr því með bílum og hús- næði og rákum flutningaþjón- ustuna sjálf. Það gerðum við til 2001. Síðustu árin sem við vor- um með flutningafyrirtækið vann ég svo með því í bankanum,“ seg- ir Edda. Enn sem fyrr leitar hún á æsku- slóðirnar út í Arnarbæli þegar frí- stundir leyfa. Þar er náttúran nytj- uð sem fyrr þó hefðbundinn bú- skapur sé aflagður fyrir mörgum árum. „Börnin mín hjálpa mér við þetta. Ég er þarna alltaf á sumrin. Þetta er óskaplega skemmtileg og gefandi vinna að nýta náttúruna með þessum hætti. Góð hreyfing í fallegu umhverfi,“ segir Edda Tryggvadóttir. mþh Við breytinguna á lögregluum- dæmum á Vesturlandi um síðustu áramót bættust nokkur ný and- lit við lögregluliðið, meðal annars í Borgarnesi. Blaðamaður Skessu- horns kíkti í heimsókn á lögreglu- stöðina. Ein af þeim sem var á vakt þann daginn var Guðbjörg Ester Einarsdóttir, ung lögreglukona sem hóf störf hjá lögreglunni í byrjun árs með aðsetur í Borgarnesi. Guð- björg er Selfyssingur að uppruna en hún kann vel við sig á Vestur- landi og líkar nýja starfið vel. Hún var í afleysingum hjá lögreglunni á Hvolsvelli fyrir tveimur árum og í starfsþjálfun síðasta sumar hjá lög- reglunni á Selfossi. Hún útskrifað- ist úr Lögregluskólanum í desemb- er síðastliðnum og hóf fljótlega störf í Borgarnesi eftir útskriftina. En Guðbjörg er ekki eini lögreglu- þjónninni í fjölskyldunni. „Mamma er líka lögga. Hún fór í Lögreglu- skólann 2008 og þá kviknaði fyrst áhugi hjá mér fyrir starfinu. Ég lauk fjölbrautaskóla 2010 og byrj- aði á því að taka eina önn í mann- fræði við Háskóla Íslands. Mér fannst það ekki nógu spennandi og ákvað þá að sækja um í Lögreglu- skólanum. Svo var pabbi fanga- vörður á Litla-Hrauni og pabbi hans var lögga líka,“ segir Guð- björg. „Ég gæti ekki verið sáttari í dag,“ bætir hún við og brosir. Sex úr be kknum á Vesturlandi Aðspurð um hvers vegna hún valdi að koma til starfa í Borgarnesi seg- ir hún að ekki sé mikið af lausum störfum í lögreglunni. „Það voru auglýstar fimm stöður hér. Mér þótti það spennandi og sótti um. Fæstir vilja fara út á land til að vinna en mér þykir þetta mjög fínt. Flestir vilja fá vinnu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þeir aug- lýsa sjaldan. Við vorum samt sex úr bekknum mínum sem fengum vinnu á Vesturlandi núna um ára- mótin, fjórir hér í Borgarnesi og tveir í Ólafsvík,“ segir hún. Guð- björg hefur litla tengingu við Borg- arnes aðra en þá að amma henn- ar, Sigríður Steinunn Axelsdóttir, bjó þar lengi. Þá vinnur hún með ömmusystur sinni, Dóru Axels- dóttur, sem starfar á skrifstofu lög- reglunnar. Guðbjörgu líkar dvöl- in í Borgarnesi vel. „Í sumar stefn- ir maður á að nýta umhverfið hér í kring betur. Það er svo góð aðstaða til útivistar og hreyfingar hérna. Líkamsræktin er til dæmis mjög fín, ég æfi þar daglega. Annars hef ég lítið nýtt mér það sem er í boði hér því maður reynir að slaka vel á á milli vakta, það er nauðsynlegt líka,“ útskýrir hún. Skemmtilegt umdæmi Ungu lögregluþjónarnir fjórir deila saman íbúð í Borgarnesi. „Við erum tvö og tvö saman en förum heim á frívöktum,“ segir Guðbjörg sem annars er búsett í Reykjavík með kærasta sínum. „Þetta er svo- lítið skrýtið fyrirkomulag þar sem ég er mikið í burtu vegna vinn- unnar, hann er eins og gras ekkill núna,“ segir Guðbjörg og hlær við. „En hann stefnir sjálfur á Lög- regluskólann og hefur verið að leysa af á Selfossi.“ Guðbjörgu lík- ar starfið vel og segist kunna mjög vel við sig í þessu starfsumhverfi. „Þetta er mjög fín stöð og hér er frábært starfsfólk. Þetta er nýtt og skemmtilegt umdæmi, sem nær yfir mjög stórt svæði og verkefnin eru fjölbreytt. Eins finnur maður fyr- ir jákvæðni í garð lögreglunnar, fólkið hér er mjög kurteist.“ Hún segir að rólegra sé yfir vetrartím- ann en það gefi tækifæri til að vera með frumkvöðlavinnu og auka eft- irlit. „Það er öðruvísi að vinna úti á landi en í stærri plássum þar sem eru fleiri íbúar og skemmtistaðir. Hér eru færri útköll en það gefur líka tækifæri til að vera með sýni- lega löggæslu á mismunandi stöð- um. Það skemmtilegasta við starfið er að maður veit aldrei hvað mað- ur er að fara að gera. Það er vissu- lega spennandi. Svo er frábært að fá tækifæri til að hjálpa öðrum.“ grþ Fyrirtækið Skema hefur á síðustu misserum haldið fjölda Minecraft námskeiða í Reykjavík. Námskeið- in hafa verið þétt setin, sem segir mikið til um þann áhuga sem ríkir á leiknum og fjölda virkra Minecraft spilara á Íslandi. Leikurinn kom fyrst á markað árið 2009 og er í dag vel þekktur meðal barna og ung- linga auk þess sem fullorðnir hafa mjög gaman af því að skapa sína eigin heima í leiknum sem bygg- ir á skapandi hugsun, arkitektúr og hönnun. Nú ætlar Skema að vera með námskeið í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi helgina 28. febrúar – 1. mars. Boðið verður upp á tvö sex klukkustunda nám- skeið fyrir tvo aldurshópa, annars vegar 7-10 ára og hins vegar 11-14 ára. Ævintýraferðir - hönn- un mannvirkja Leikurinn Minecraft var upphaf- lega hannaður af sænska forritaran- um Markus „Notch“ Persson og var síðar þróaður og gefinn út af sænska fyrirtækinu Mojang sem í dag er í eigu Microsoft. Hér er um að ræða sýndarheim sem gefur sköpunar- gleðinni og ímyndunaraflinu lausan tauminn og geta spilarar ýmist spil- að einir eða við aðra, reist mann- virki eða farið í ævintýraferðir en verða alltaf að muna að hafa varann á þegar nóttin nálgast. Leikmenn í Minecraft byggja og hanna mann- virki og/eða heilu samfélögin með því að raða saman einingum (ten- ingum) í þrívíddar umhverfi. Leik- maður þarf að vinna í því að eign- ast rétta búnaðinn, auðlindirnar og eiginleikana til að geta byggt heim sinn og viðhaldið m.a. kröftum og heilsu. Minecraft hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir frumlegheit, nýsköpun og virkni. Lærdómur á námskeiði Á Minecraft námskeiði er farið yfir öll helstu atriði í tölvuleiknum. Nemendur læra að setja svokölluð „mod“ inn í leikinn sem gerir þeim kleift að sækja viðbætur og laga hann að eigin ímyndunarafli. Þá læra nemendur að setja upp vefþjón sem gerir þeim kleift að spila saman sem hópur og leysa ákveðin verk- efni. Netöryggi varðandi aðgangs- stýringar vefþjóna er einnig tekið fyrir, að mikilvægt sé að læsa þeim fyrir utanaðkomandi til að geta spil- að í öruggu umhverfi. Námskeiðið er ætlað jafnt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í leiknum og þeim sem hafa kynnst leiknum að ein- hverju ráði. Til þess að taka fullan þátt í námskeiðinu er nauðsynlegt að nemendur hafi keypt aðgang að leiknum og kunni notendanafn sitt og lykilorð. Nánari upplýsingar um nám- skeiðið og skráning á www.skema. is -fréttatilkynning Guðbjörg Ester Einarsdóttir á Lögreglustöðinni í Borgarnesi. Finnst frábært að fá tækifæri til að hjálpa öðrum Edda Tryggvadóttir frá Arnarbæli á Fellsströnd: Langamma komin á eftirlaunaaldur en starfar nú á leikskóla Edda Tryggvadóttir á heimili sínu í Búðardal. Í bakgrunni er ljósmynd af henni og Svani Hjartarsyni eiginmanni hennar í umhverfi Arnarbælis. Skema heldur Minecraft námskeið á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.