Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! • Olíur • Glussi • Smurefni • Hreinsiefni • Öryggisvörur • Dælur, smurtæki og fleira REKSTRAR VÖRUR FYRIR LANDBÚNAÐINN – Þekking og þjónusta í 20 ár Kemi • Tunguhálsi 10 • 110 Reykjavík www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. „Nú er mælirinn einfaldlega fullur og get ég ekki orða bundist,“ segir Sigrún Þormar sem býr á Dagverð- arnesi í Skorradal. Sigrún er þarna að lýsa ástandi vegarins inn með Skorradalsvatni að norðanverðu. „Vegagerðin telur sig ekki hafa peninga til að halda veginum við en einhverra hluta vegna var sett efni í veginn á síðasta ári sem gerði hann enn verri. Þetta er leirborið efni sem veðst upp í bleytutíð og nú er svo komið að einungis er fært um dalinn fyrir vel búna og öfluga jeppa. Þegar frystir verður sundur- skorinn vegurinn svo stórhættuleg- ur allri umferð,“ segir Sigrún. Sjálf situr Sigrún í sveitarstjórn Skorradalshrepps og sem fulltrúi þar heyrði hún nýlega umdæmis- stjóra Vegagerðarinnar segja á fundi að engir peningar væru á áætlun til að lagfæra veginn um Skorra- dal. Sigrún segir að ástand vegarins hafi margvíslegar hliðarverkanir. „Nú er nytjaskógrækt að aukast hjá Skógrækt ríkisins og þar hafa menn miklar áhyggjur af að vaxandi timb- urflutningar eigi eftir að reynast erfiðir og kannski koma í veg fyr- ir að skógræktin geti selt timbur. Þá veit ég um fólk sem á sumarhús hér í landi Dagverðarness sem íhugar að setja hús sitt á sölu af því það tel- ur sig ekki geta notað það eins og það vill, hvernær sem er ársins. Það er gríðarmikil sumarhúsabyggð og vaxandi áhugi fyrir heilsárs búsetu hér í dalnum enda að flestu öðru leyti frábært að eiga hér frístunda- hús,“ segir Sigrún. Þá nefnir hún þá hættu sem ill- eða ófær vegur getur haft, svo sem vegna aksturs neyð- arbíla enda eru þeir almennt ekki búnir fjórhjóladrifi. Sigrún starfar í Reykholti og reynir að sækja þang- að vinnu daglega. Versta farartál- mann segir hún vera klifið ofan við Hvamm. „Ef allt væri eðlilegt léti Vegagerðin taka þessa háu brekku, vinna úr grjótinu efni til ofaníburð- ar og bæta veginn. Ég sem íbúi hér mótmæli því einfaldlega að rík- isvaldið bjóði okkur upp á þjóð- vegi sem verða ófærir við minnstu veðrabreytingar,“ segir Sigrún Þor- mar. mm/ Ljósm. Valdimar Reynisson. Starfsmenn Áhaldahúss Snæfellsbæjar hafa alltaf nóg að gera og eru nú farnir að huga að sumrinu. Nýlega unnu tveir starfsmenn að því að setja rúður í nýtt þjónustuhúsnæði, sem verið er að byggja á tjaldsvæðinu í Ólafsvík. Verið er að taka aðstöðuna á tjaldsvæðinu í gegn, þar sem einnig er unnið að stækkun á tjaldsvæðinu og að fleiri endurbótum. Vonast er til þess að þessi bætta aðstaða skili sér í fleiri ferðamönnum á svæðinu. þa Umhverfis- og auðlindaráðherra mælti á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum. Frumvarpið fjallar m.a. um heimildir til að brenna sinu og kveikja bálkesti og almennt um meðferð elds utandyra, þar á með- al ýmsar varúðarráðstafanir vegna hættu á gróðureldum. „Fjallað er um skyldu hvers og eins til að gæta ýtrustu varkárni í meðferð elds. Sér- staklega er fjallað um sinubrenn- ur og tiltekið að þær séu eingöngu heimilar á lögbýlum þar sem stund- aður er landbúnaður og einung- is í rökstuddum tilgangi í jarðrækt eða búfjárrækt,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Í frumvarpinu eru ákvæði um meðferð elds á víðavangi, leyfisveitingu vegna sinubrenna og framkvæmd þeirra. Þá er kveðið á um heimild sveitarstjórnar til að af- marka svæði í brunarvarnaáætlun þar sem óheimilt verði að brenna sinu vegna þeirrar hættu sem af því getur stafað. mm Nýverið var undirritaður samning- ur milli Hreggnasa ehf. og Veiði- félags Grímsár og Tunguár í Borg- arfirði um að veiðiréttur ánna verði hjá þeim fyrrnefnda til og með árs- ins 2020. Um er að ræða framleng- ingu á samningum við Hreggnasa sem hafa haft Grímsá og Tunguá á leigu frá árinu 2004 þegar fé- lagið tók við sölu veiðileyfa af land- eigendum. Sveinbjörn Eyjólfs- son, formaður Veiðifélags Gríms- ár og Tunguár, segir að um sé að ræða fimm ára samning sem nú er gengið frá með hóflegri hækkun á hverju ári. Grímsá og Tunguá eru talin meðal mestu laxveiðiáa í land- inu. Grímsá á langa samfellda sögu varðandi stangaveiðar, allt aftur til ársins 1862 þegar að enskir veiði- menn fóru að venja þangað kom- ur sínar. Meðalveiði síðustu 20 ára eru um 1.300 laxar á ári og við ána stendur eitt glæsilegasta veiðihús landsins. Á fésbókarsíðu Hreggnasa segir að samningurinn sé mikið gleðiefni fyrir aðstandendur félags- ins en það fagnar 15 ára starfsaf- mæli í ár. þá Víkingur Ólafsvík varð á dögun- um B-deildar meistari Fótbolta. net mótsins þegar liðið vann HK með þremur mörkum gegn tveim- ur í hreinum úrslitaleik. Leikurinn fór fram síðastliðinn fimmtudag í Kópavogi. HK-ingar fóru betur af stað í leiknum þar sem Guðmundur Magnússon fyrrum liðsmaður Vík- ings kom Kópavogsliðinu yfir strax á sjöundu mínútu og staðan 1:0 í hálfleik. Víkingar komu grimm- ir til seinni hálfleik og fyrirlið- inn Steinar Már Ragnarsson jafn- aði metin strax á 46. mínútu. Ing- ólfur Sigurðsson, sem nýlega gekk í raðir Víkings, kom sínum mönnum yfir á 64. mínútu og nýr leikmað- ur Víkings Kenan Turudija jók for- ystuna í 3:1 rúmum fimm mínút- um síðar. HK menn náðu síðan að klóra í bakkann og skora sitt ann- að mark í leiknum á 89. mínútu en nær komust þeir ekki og Víkingur því meistari. Víkingsliðið hefur þar með borið sigur úr býtum í tveim- ur fyrstu mótum ársins. Lengjubik- arinn byrjar síðan um næstu helgi þegar Víkingar mæta Breiðablik í Fífunni Kópavogi klukkan 12 laug- ardaginn 14. febrúar. þá Frumvarp um varnir gegn gróðureldum Við undirritun samnings, Sveinbjörn Eyjólfsson á milli forsvarsmanna Hreggnasa sem gjarnan hafa verið kenndir við matvöruverslunina Nóatún. Langtímasamningur um Grímsá og Tunguá Steinar Már Ragnarsson fyrirliði Víkings hampar bikarnum. Ljósmynd: Víkingasveitin. Víkingur sigraði í B-deild æfingamóts Ferðasumarið undirbúið Í gær hafði vegurinn vaðist enn meira upp og djúpur skurður eftir þungt ökutæki eftir honum miðjum. Einungis fært vel búnum jeppum um Skorradalsveg Svona var ástand vegarins á mánudaginn eftir rigningarnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.