Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 FJÁRMÁLARÁÐGJAFI FYRIRTÆKJA Í BORGARNESI Arion banki leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf fjármálaráðgjafa fyrirtækja í Borgarnesi. Um er að ræða ábyrgðarfullt starf í kjarnaútibúi bankans sem sér um þjónustu við fyrirtæki á Vesturlandi og Vestfjörðum í samstarfi við önnur útibú svæðisins. HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐARSVIÐ Greining á lánaumsóknum fyrirtækja og ákvörðunartaka um fjármögnun Ráðgjöf varðandi fjármögnun fyrirtækja og verkefna Viðhalda tengslum við viðskiptavini Þjónusta við fyrirtæki og ráðgjöf um helstu þjónustuþætti bankans Þátttaka í markaðssókn fyrirtækjaþjónustu MENNTUN OG HÆFNISKRÖFUR Háskólapróf í viðskiptafræðum eða sambærilegt nám Reynsla af lánveitingum eða sambærilegu starfi æskileg Áhugi á umhverfi og starfsemi fyrirtækja Frumkvæði og sjálfstæði í starfi Framúrskarandi hæfni í samskiptum Nánari upplýsingar um starfið veita Bernhard Bernhards- son, svæðisstjóri í síma ���-����, netfang bernhard. bernhardsson@arionbanki.is og Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, viðskiptastjóri í síma ���-����, netfang eyjolfur. gunnarsson@arionbanki.is. Umsóknarfrestur er til og með ��. febrúar ���� Umsækjendur sæki um starfið á vef bankans www.arionbanki.is Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gróska í búskapnum Hjalti vann á þessum tíma í bygg- ingavinnu í Reykjavík. „Það var svo 2007 að ég réði mig í girðinga- vinnuflokkinn. Hugurinn stefndi alltaf á búskap hjá mér. Það má segja þær óskir hafi svo ræst þeg- ar við fluttum hingað að Hólum haustið 2008,“segir hann. Hjalti segist ekki sjá eftir því að hafa gerst sauðfjárbóndi þó það reyni stund- um á. „Haustið 2008 áttum við 50 kindur. Nú er bústofninn hjá okk- ur aðeins farinn að skríða á sjötta hundraðið. Það er ágætt. Sælings- dalstunga er kostajörð til sauðfjár- ræktar. Æðisleg jörð. Landfræði- lega séð bæði með Hólum og Sæ- lingsdalstungu gætum við auðveld- lega haldið um þúsund fjár.“ Rebecca tekur undir þetta hjá bónda sínum. „Það er svo gam- an að sjá hvað sauðfé líður vel á Ís- landi. Þær njóta fullkomins frelsis allt sumarið. Þetta er ekki eins og í Danmörku þar sem eru þrengsli og lítið pláss og dýrin lokuð inni eða frelsi þeirra takmarkað á ann- an hátt. Hér hleypir maður fénu út og leyfir því að lifa. Ég er afar sátt við að starfa sem bóndi á Íslandi. Það er mjög gott að búa í sveitinni og mér þykir afar vænt um sauð- féð okkar og hestana sem við not- um á haustin til að fara á í smala- mennsku.“ Með mörg járn í eldinum Spjallið berst að öðrum störfum. Rebecca vinnur fullt starf utan heimilis í verslun Samkaupa í Búð- ardal. Hjalti stundar ígripavinnu með búskapnum. Á hverjum vetri undanfarin ár hefur hann verið í hópi Dalamanna sem sækja vinnu í loðnufrystingu á Akranesi. Það eru kærkomin uppgrip. Mikil vinna og góð laun. Vertíðarstemming. „Tekj- urnar af þessu borga áburðarkaup- in. Ég ætla aftur nú í vetur enda er ég búinn að panta áburð fyrir sum- arið,“ segir Hjalti og brosir í kamp- inn. Þar sem Rebecca hefur reynslu og menntun innan ferðaþjónustu þá ræðum við um þá atvinnugrein. „Ég er með fullt af hugmynd- um. Mig langar svo mikið að fara í ferðaþjónustu. Á hverju ári fáum við gesti til okkar bæði frá Dan- mörku og öðrum löndum. Mér finnst mjög gaman að vinna með ferðafólki enda elska ég sjálf að ferðast. Það er svo gaman að sýna fólki nýja hluti og kynnast nýjum manneskjum.“ Rebecca hefur þegar sýnt góða takta í að koma Íslandi á framfæri. Í vetur bjó hún til myndband sem sýndi hvernig desemberstormur herjaði í Dölunum. Tugir ef ekki hundruð þúsunda hafa séð það á netinu. Hægt er að sjá það á You- Tube myndbandaveitunni (Do- orstep Blizzard: Freak Snowstorm Engulfs House). Hafa afkastað miklu á fáum árum Rebecca segir þó að þetta hafi ver- ið hálfgerð tilviljun. „Ég tók þetta myndband upp til að sýna foreldr- um mínum sem búa í Danmörku. Ég átti aldrei von á þessum við- brögðum. En svo fóru fjölmiðlar að hafa samband. Mbl.is birti það með enskum texta. Þetta varð eitt af mest skoðuðu myndböndunum þar á síðasta ári. Fólk deildi þessu í all- ar áttir á internetinu og breska int- ernetsjónvarpsstöðin Barcroft TV sýndi það. Mér finnst þetta frábær auglýsing fyrir Vesturland og Ís- land. Ég er ekkert að velta því fyrir mér hvort ég græði eitthvað á þessu myndbandi. Mér finnst auglýsingin fyrir Ísland skipta meira máli,“ seg- ir hún. „Við höfum ekki alltaf sama skilning á því hvað sé vont veður. Rebeccu finnst stundum að veðrið sé slæmt þegar mér þykir það ekki svo vont. En þennan dag þegar hún tók myndbandið þá var raunveru- lega snælduvitlaust veður hérna,“ bætir Hjalti við. En talandi um ferðaþjónustu og framtíðaráætlanir bendir Hjalti á að þau Rebecca séu nú búin að vera í ansi stóru verkefni síðustu sjö árin sem hefur eiginlega tekið mikið af tíma beggja. Það sé að eignast börn. Þau eru í dag orðin þrjú talsins á aldrinum 3 til 7 ára. Hjalti minnist ekki á hitt sem þau hafa afrekað en það er að koma upp bústofni. „Nú fer þetta að komast á það stig að við eigum hægar um vik að líta upp frá því og skoða fleiri hluti. Hér er allt- af pláss fyrir fólk. Við ætlum að búa hér áfram,“ segir hann og lítur til Rebeccu. Hún brosir og samsinnir. mþh Alexander Steinn ræðir við annan af fjárhúsköttunum á meðan fjölskylda hans fylgist með í bakgrunni. Rebecca með vini sínum svaninum Álftalegg sem kom ungur í fóstur að Hólum og varð mjög hændur mannfólki og þekktur í sveitinni. Það varð öllum harmdauði þegar Álftaleggur gaf upp öndina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.