Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Í hálfleik síðastliðinn fimmtu- dag í körfuboltanum í Hólminum var lýst kjöri Íþróttamanns Snæ- fells fyrir nýliðið ár. Það er Hild- ur Sigurðardóttir, fyrirliði deild- ar- og Íslandsmeistara kvennaliðs Snæfells síðastliðið vor sem hlýtur það sæmdarheiti. Hildur var einn- ig valin besti leikmaður síðustu leiktíðar, með 15,4 stig að meðal- tali í leik, 7,7 fráköst og 7,5 stoð- sendingar. Hún var auk þess val- in í landslið Íslands sem keppti í C-keppni Evrópukeppninnar þar sem hún var með 7,4 stig að með- altali og 3,8 stoðsendingar í leik. Hildur er í dag með 336 leiki að baki og hvorki fleiri né færri en 4444 stig í efstu deild. Þá eru ein- ungis taldir deildarleikir en ekki leikir í úrslitakeppni eða bikar- keppnum. mm/ Ljósm. Eyþór Ben. Bárumótið í sundi, sem haldið er af Sund- félagi Akraness, fór fram föstudaginn 30. janúar. Mótið er fyrir sundmenn 8-12 ára og er haldið í Bjarnalaug í janúar ár hvert. Það er haldið til minn- ingar um Báru Daníels- dóttur. Veittur er bikar fyrir bestan árangur samanlagt hjá hvoru kyni. Að þessu sinni eru Bárumeistararnir þau Alex Benjamín Bjarnason og Ngozi Jóhanna Eze. tg Lið ÍA í fyrstu deild- inni í körfuboltanum vann sætan og mjög mikilvægan sigur þeg- ar Ísfirðingar komu í heimsókn í íþrótta- húsið í Vesturgötuna á sunnudaginn. Framan af leit alls ekki út fyrir að Skagamenn myndu fara með sigur af hólmi í leiknum. Gestirn- ir voru mun betra lið- ið í fyrri hálfleiknum, höfðu átta stiga forystu eftir fyrsta leikhluta 19:11 og voru tólf stig- um yfir í hálfleik, 39:27. Allt annar bragur var á Skagalið- inu í seinni hálfleiknum þótt það tæki sinn tíma að vinna upp þetta forskot gestanna. Þannig mun- aði enn tíu stigum á liðunum fyrir lokafjórðunginn en þá fór allt að gerast. Há- spenna var á lokamín- útunum og með mikilli seiglu og baráttuvilja tókst Skagamönnum að sigra með eins stigs mun; 79:78. Jamarco Warren skoraði 27 stig fyr- ir ÍA, Áskell Jónsson 22, Ómar Örn Helga- son 12, Birkir Guðjóns- son 6, Fannar Freyr Helgason 4 og Oddur Helgi Óskarsson 2. ÍA er þar með aftur kom- ið í fimmta sæti deild- arinnar með 12 stig eftir 12 leiki. Í næstu umferð mæta Skagamenn neðsta liðinu í deildinni, Þór, norð- ur á Akureyri, og fer leikurinn fram næstkomandi sunnudag. þá Skallagrímsmenn eru nú komir algjörlega með bakið upp við vegg eftir tap gegn Fjölni í Graf- arvoginum sl. föstudags- kvöld í Dominosdeildinni. Leik- urinn var gríðarlega mikilvægur báðum liðum sem standa í harðri fallbaráttu ásamt ÍR. Fjölnir sigr- aði í leiknum með tíu stiga mun; 88:78. Með sigrinum er Fjölnir með 8 stig og Skallagrímur og ÍR með 6 stig þegar sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Ljóst er að Skallagrímur þarf að vinna tvo leiki af þessum sex til að halda sæt- inu sínu og fleiri ef Fjölnismönnum tekst að hala inn fleiri stig. Leikurinn í Dalhúsum í Grafar- vogi á föstudagskvöldið var hníf- jafn framan af. Heimamenn unnu fyrsta leikhluta 20:18 en Skalla- grímsmenn snéru taflinu við í öðr- um leikhluta þannig að jafnt var í hálfleik 38:38. Það var í þriðja leik- hluta sem Fjölnir náði að slíta sig frá gestunum og var níu stigum yfir fyrir lokafjórðunginn, 61:52. Skallagrímsmönnum tókst ekki að rétta sinn hlut á lokakaflanum og það voru því Grafvarvogsbúar sem fögnuðu að leik loknum. Tracy Smith skoraði 23 stig fyr- ir Skallagrím, Magnús Þór Gunn- arsson og Sigtryggur Arnar Björns- son 16 stig hvor, Egill Egilsson 8, Trausti Eiríksson og Daði Berg Grétarsson 6 stig hvor og Davíð Ásgeirsson 3. Skallagrímsmenn mæta næst í Dominosdeildinni Stjörnumönn- um í Garðabænum annað kvöld, fimmtudag. þá Snæfellingar lágu fyrir Þór frá Þorlákshöfn þegar liðin mættust í Hólminum í Dominosdeildinni í körfuknattleik síðastliðinn fimmtu- dag. Leikurinn var mikilvægur báð- um liðum sem fyrir umferðina voru með jafnmörg stig í 5.-7. sæti deild- arinnar. Þau berjast um að komast upp í fjögurra liða pakkann á toppn- um sem gefur heimaleikjaréttinn þegar úrslitakeppnin hefst. Leik- urinn var jafn framan af og mikil barátta í fyrri hálfleiknum þar sem Snæfell var yfir 23:21 eftir fyrsta leikhluta en Þór yfir í hálfleik 49:47. Gestirnir komu svo mun ákveðnari til seinni hálfleiks á meðan Snæfell- ingar spiluðu lélega vörn og virt- ist skorta leikgleðina. Ellefu stigum munaði á liðunum fyrir lokafjórð- unginn í stöðunni 76:65 og heima- mönnum tókst ekki að snúa leikn- um sér í vil á lokakaflanum. Síðustu mínútur leiksins voru tíðindalitl- ar og eftirleikurinn tiltölulega auð- veldur fyrir Þór sem sigaði 101:86. Hjá Snæfelli var Chris Woods at- kvæðamestur með 21 stig og 13 frá- köst, Sigurður Þorvaldsson setti 20 stig, tók 5 fráköst og átti 4 stoð- sendingar, Austin Magnús Bracey 15 stig, 6 fráköst og 4 stoðsend- ingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Snjólfur Björnsson 8 stig hvor, Óli Ragnar Alexandersson 4, Stefán Karel Torfason og Sindri Davíðsson 3 stig hvor og þeir Sveinn Arnar og Viktor Marinó 2 stig hvor. Grétar Ingi Vilbergsson var langatkvæða- mestur í liði Þórs með 31 stig. Snæfell er eftir tapið í 6. sæti deildarinnar með 16 stig. Í næstu umferð, þeirri sautjándu, fara Snæ- fellingar í Frostaskjólið og mæta Ís- landsmeisturum og toppliði KR. Leikurinn er á dagskrá fimmtu- dagskvöldið 12. febrúar. þá/ Ljósm. Eyþór Ben. Snæfellskonur stigu ekki feilspor í topp- baráttunni í Dom- inosdeild kvenna síðastliðinn laugar- dag þegar Grinda- v í k u r s t ú l k u r komu í heimsókn. Heimaliðið byrjaði mjög vel í leiknum og Snæfellskonur gerðu nánast út um leikinn í fyrri hálf- leik. Niðurstaðan var stórsigur Snæ- fells, 101:76. Með sigrinum er Snæ- fell með 34 stig og tveggja stiga for- skot á Keflavík sem er í öðru sætinu. Langt er í liðin í þriðja og fjórða sætinu en það eru Grindavík og Haukar með 24 stig. Snæfell var komið í stöðuna 28:15 eftir fyrsta leikhluta og yf- irburðirnir voru svipaðir í öðrum leikhluta. Staðan var 57:29 í hálf- leik og því forms- atriði fyrir Snæ- fellskonur að klára leikinn. Þær héldu reyndar áfram að auka muninn með því að vinna þriðja leikhluta 27:14 en töpuðu síð- an lokafjórðungn- um 17:23. Hjá Snæfelli var Krist- en McCarthy at- kvæðamest með 42 stig, Hild- ur Sigurðardótt- ir 19, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12, Berglind Gunnars- dóttir 9, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 6, Alda Leif Jónsdóttir 5 og María Björnsdótt- ir og Helga Hjördís Björgvinsdótt- ir 4 stig hvor. Næsti leikur hjá Snæfellskonum verður í Hveragerði í kvöld, mið- vikudag, gegn Hamri. þá Skallagrímur í erfiðri stöðu eftir tap gegn Fjölni Áskell Jónsson í þann veg að leggja boltann í körfu Ísfirðinga. Ljós- mynd: Jónas Hallgrímur Ottósson. Skagamenn sigruðu í háspennuleik Stórsigur Snæfells- kvenna á Grindavík Helga Hjördís Björgvinsdóttir í baráttu um boltann. Ljósm. eb. Slakur seinni hálfleikur og tap gegn Þór Sigruðu á Bárumótinu í sundi Hildur Sigurðardóttir er íþróttamaður Snæfells 2014

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.