Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Hvernig hefur veturinn verið? Spurning vikunnar (Spurt í Stykkishólmi) Skarphéðinn Ólafsson: Helvíti rysjóttur. Friðþjófur Orri Jóhansson: Svolítið stórviðrasamur, maður hefur séð þá skárri. Katrín Elísdóttir: Búinn að vera frekar blautur og vindasamur, en samt ekki svo slæmur í heildina. Helena María Jónsdóttir: Hann er búinn að vera mjög erfiður. Mikið um breytingar, sveiflur í veðrinu. Margrét Hjálmarsdóttir: Leiðinlegur á allan hátt. Badmintonfélag Akraness hefur staðið fyrir tveimur mótum á þessu ári ásamt því að senda keppend- ur á mót hjá öðrum félögum. Mini- tonnámskeið er að hefjast og stelpu- æfingar að fara af stað í fyrsta sinn. Grislingamótið er byrjendamót fyr- ir yngstu spilarana og var það hald- ið sunnudaginn 11. janúar. Til leiks mættu 50 keppendur frá fimm fé- lögum. Krökkunum var skipt í lið og liðin öttu svo kappi hvert við annað í einliðaleik. Eldri spilarar ÍA komu og voru liðsstjórar og stóðu sig með prýði. Allir keppendur fengu medal- íur við mótslok og bæði keppendur og foreldrar voru ánægðir með dag- inn. Á fyrri keppnishelgi Reykjavik Int- ernational Games fór fram unglinga- mót í badminton. Badmintonfélag Akraness og Badmintondeild Skalla- gríms áttu marga keppendur á mótinu og spiluðu þeir marga erfiða leiki. Á mótinu voru 40 keppendur frá Fær- eyjum sem gerði mótið fjölbreyttara og skemmtilegra. Á sunnudeginum var efnt til keppni í u11. Skaginn átti tvo keppendur þar og var gaman að fylgjast með næstu kynslóð badmin- tonspilara keppa á svo stóru móti. Á mótinu hrepptu Vestlendingar fimm verðlaun. Steinar Bragi Gunnarsson, ÍA, átti gott mót og sigraði í einliða- leik u17 og tvíliðaleik með Andra Árnasyni, TBR. Elvar Már Stur- laugsson, ÍA fékk silfur í tvíliðaleik u17 með Andras Danjálsson Færeyj- um, Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir fékk silfur í einliðaleik u17 og Brynj- ar Már Ellertsson sigraði aukaflokk einliðaleiks u15. Iceland International, alþjóð- legt badmintonmót, var haldið í TBR dagana 22.-25. janúar. Fé- lagið átti tvo keppendur á mótinu að þessu sinni, þá Egil Guðlaugs- son og Ragnar Harðarson. Met var slegið í þátttöku erlendra keppenda á mótinu og voru þeir um hundrað. Egill og Ragnar komust ekki upp úr forkeppninni í einliðaleik enda margir sterkir erlendir keppendur. Vestlendingar komu að framkvæmd mótsins, landsliðskrakkarnir okk- ar voru línuverðir á mótinu og svo var Danmerkurhópurinn með veit- ingasölu í fjáröflunarskyni. Landsbankamót ÍA var haldið helgina 7.-8. febrúar og mættu 74 keppendur til leiks í fjórum aldurs- flokkum. Landsbankinn gaf íþrótta- töskur og handklæði í verðlaun á mótinu og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það. Mótið heppnað- ist mjög vel og leikirnir voru marg- ir hverjir mjög jafnir. Allir vildu ná í síðustu stigin fyrir Íslands- mót unglinga sem er í mars. Fjór- ir náðu þeim árangri að verða þre- faldir Landsbankameistarar, vinna einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndar- leik. Jón Hrafn Barkarson, Andrea Nilsdóttir, Andri Árnason og Arna Karen Jóhannsdóttir, öll frá TBR eru þrefaldir Landsbankameistar- ar 2015. Skagamenn fóru alls ekki tóm- hentir heim. Fimm gull, níu silfur og sex verðlaun í aukaflokki í ein- liðaleik. Andri Snær Axelsson sigr- aði einliðaleik u15 og fékk silfur með Davíð Erni Harðarsyni í tví- liðaleik. Úlfheiður Embla Ásgeirs- dóttir sigraði einliðaleik u17 og hreppti silfur í tvenndarleik með Símoni Orra Jóhannssyni. Elvar Már Sturlaugsson sigraði tvennd- arleik u17 ásamt Dalrós Söru Jó- hannsdóttur, hún hlaut silfur í ein- liðaleik. Steinar Bragi sigraði tví- liðleik u17 ásamt Andra Árnasyni, TBR, og þar hreppti Elvar Már Sturlaugsson silfur ásamt Hauki Gíslasyni, Samherjum. Stein- ar Bragi fékk svo silfur í einliða- leik u19. Daníel Þór Heimisson og Halldór Axel Axelsson fengu silf- ur í tvíliðaleik u19. Í aukaflokkum í einliðaleik fengu Daníel Þór, Sím- on Orri, Katla Kristín og Tristan Sölvi silfurverðlaun og Þorgils Sig- urþórsson fékk gull. Æfingar og námskeið framundan Framtíðin er svo sannarlega björt hjá Badmintonfélagi Akraness. Fé- lagið er að fara af stað með Mini- tonnámskeið fyrir 4-7 ára börn og foreldra þeirra. Á námskeiðinu eru kennd grunnatriðin í badminton í gegnum leiki og þrautir. Sex vikna námskeið sem kostar aðeins 3000 kr. og fer skráning fram í Nóra. Kennt er í íþróttahúsinu við Vest- urgötu á sunnudögum kl. 12. Þjálf- ari er Helgi Magnússon. Fyrsti tím- inn á námskeiðinu er sunnudaginn 15. febrúar. Félagið ætlar einnig að fara af stað með stelpuæfingar í badmin- ton. Æfingarnar eru einu sinni í viku og eru ætlaðar stelpum á aldr- inum 7-12 ára. Opnar æfingar verða svo á sunnudögum kl. 13-15 og þá geta foreldrar komið með. Æf- ingarnar verða í íþróttahúsinu við Vesturgötu á fimmtudögum og eru kl. 14:50-15:40. Þjálfari er Helgi Grétar Gunnarsson. Skráning fer fram í Nóra og kosta þessar æfing- ar 10.000 kr. fram að lokum vetrar- starfs í maí. Við hvetjum allar stelp- ur til að koma og prófa þessar æf- ingar. -fréttatilkynning Lífshlaupið er heilsu- og hvatn- ingarverkefni Íþrótta- og Ólymp- íusambands Íslands. Var það ræst með formlegum hætti fyrir þetta ár um miðja síðustu viku. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenn- ing til að hreyfa sig og huga að sinni daglegu hreyfingu í frítíma, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðlegg- ingum Embættis landlæknis um hreyfingu. Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnir a.m.k. 30 mínútur á dag. Það voru ráð- herrarnir Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra og Ill- ugi Gunnarsson mennta- og menn- ingarmálaráðherra ásamt Lárusi R. Blöndal forseta ÍSÍ og Önnu Bergs- dóttur skólastjóra Hamraskóla sem hófu átakið formlega síðastlið- inn miðvikudag með skemmtilegri þraut í anda Skólahreysti. mm Sigurður Smári Kristinsson, marg- faldur Íslandsmeistari og keppnis- maður með íþróttafélaginu Þjóti á Akranesi um margra ára skeið, hélt upp á fimmtugsafmæli sitt fyrir skömmu. Við það tilefni flutti for- maður Íþróttabandalags Akraness afmæliskveðju frá Íþróttabandalag- inu og veitti Sigurði Smára Starfs- merki bandalagsins. Merkið er veitt þeim sem unnið hafa íþróttaafrek á vegum ÍA, skarað fram úr með einhverju aðildarfélagi eða unnið landsmót undir merkjum ÍA. Merk- ið má aðeins veita félaga einu sinni. „Sigurður Smári er vel að þessum heiðri kominn og þess má geta að hann er fyrsti íþróttamaðurinn í Þjóti sem hlýtur þennan heiður. Við óskum Sigurði Smára til ham- ingju með afmælið og Starfsmerk- ið,“ segir Sigurður Arnar Sigurðs- son formaður ÍA. mm Nafnarnir Sigurður Arnar, formaður ÍA og Sigurður Smári í afmæli þess síðar- nefnda. Sigurður Smári fimmtugur og heiðraður með Starfsmerki ÍA Lífshlaupinu 2015 hleypt af stokkunum Frá Grislingamóti 2015. Fréttir frá Badmintonfélagi Akraness Andri Árnason og Arna Karen Jóhannsdóttir. Þorgils og Tristan Sölvi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.