Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 11.02.2015, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Hjónaklúbbur Eyrarsveitar fagnar 50 ára afmæli sínu á þessu ári og var hápunktur afmælisins að sjálfsögðu fimmtugasta þorrablót félags- ins sem haldið var í Samkomu- húsi Grundarfjarðar síðastliðinn laugardag. Uppselt var á blótið og mikil stemning. Skemmtinefnd- in stóð fyrir sínu og kitlaði hlát- urtaugar gesta en þemað að þessu sinni var árið 1965 sem var einmitt stofnár félagsins. Af þessu tilefni bauð Hjónaklúbburinn á þorra- blótið þeim stofnfélögum sem enn bjuggu í Grundarfirði og voru þeir heiðraðir áður en skemmtiatrið- in hófust. Það var svo hljómsveit- in Ungmennafélagið sem sá um að skemmta gestum eftir að skemmti- nefndin hafði lokið störfum og var gleðin við völd eitthvað framyfir miðnættið. tfk Málefni húsnæðissamvinnufélags- ins Búmanna hefur verið talsvert í fréttum að undanförnu. Fram hef- ur komið að eigið fé félagsins er uppurið og það hefur ekki getað greitt út búseturétt til þeirra sem fara úr íbúðunum eða til erfingja. Fram kom á fundi með stjórnend- um Búmanna á dögunum að bú- seturétturinn verði ekki greidd- ur út að minnsta kosti næsta árið enda félagið í gjörgæslu Íbúðalána- sjóðs sem er stærsti lánveitandinn. Á meðan bíður fólk eftir að fá eign sína í búseturéttinum greidda eða geta selt hann á frjálsum markaði, en um tvennskonar kerfi er að ræða hjá Búmönnum. Það er annars veg- ar kerfið eins og það var fyrir árið 2006 að félagið leysti til sín búsetu- réttinn og greiddi hann út til við- komandi handhafa. Hins vegar er það eftir árið 2006 þegar reglunum var breytt með samþykki félagsmála- ráðuneytis, vilja Búmenn meina, að eigendur búseturéttar selji hann á frjálsum markaði og að Búmenn væru ekki skyldugur að kaupa rétt- inn. Gallinn er sá að lítill markað- ur virðist vera fyrir búseturéttinum. Að minnsta kosti hefur gengið illa að selja hann á Þjóðbraut 1 á Akra- nesi og þar er ekki búið í sex íbúð- um í húsinu. Íbúar í húsfélaginu þar eru mjög ósáttir í garð Búmanna, meðal annars vegna þeirra gjörn- inga stjórnar félagsins að tæma við- haldssjóð sem íbúar hafa greitt í. Sjóðinn notaði stjórn Búmanna til annarra hluta en viðhalds. Það telja íbúarnir á Þjóðbraut með öllu ólög- legt og fram hefur komið í umfjöll- un um mál Búmanna að meðferð viðhaldssjóðsins samræmist ekki reglum um hann. Hann skuli aðeins nýttur til viðhalds utanhúss, sam- eignar og kerfa í húsinu. Einna verst staðan hjá lögerfingjum Ljóst er að margir sem keyptu sér búseturéttinn hjá Búmönnum hafa verið að tapa þeirri eign síðustu misserin og árin. Fregnir hafa bor- ist af því að félagið hefur verið að skuldajafna og leysa til sín eignir. Fyrirkomulagið er þannig að við- komandi íbúð er þinglýst eign Bú- mannafélagsins, þótt íbúarnir kaupi sér búseturétt og borgi mánaðar- legt gjald af honum sem ígildi leigu. Margir er að þráast við að borga mánaðarlega gjaldið til að halda í þá von að fá búseturéttinn greidd- an eða geta selt hann til að tapa ekki sinni eign. Einna verst virðist stað- an vera hjá lögerfingjum eða að- standendum þeirra sem áttu bú- seturéttinn, þar sem búseturéttar- hafinn er kominn á dvalarheimili. Reglur dvalarheimilanna gera ráð fyrir að íbúar greiði þangað „allar tekjur sínar“ en ákveðna upphæð af þeim hafa þeir til eigin ráðstöfunar, 70 þúsund krónur á mánuði. Margir hafa lent í þessari katastrófu að því til viðbótar fá þeir ekki búseturétt- inn greiddan og geta ekki selt hann. Þurfa þeir þá að borga mánaðar- gjaldið án þess að geta leigt íbúðina og fengið með því tekjur á móti. Ekki hægt að leigja nema á svörtu Á Akranesi eru Búmannaíbúðir á tveimur stöðum. Það er í raðhús- um við Vallarbraut og í fyrrgreindri íbúðablokk á Þjóðbraut 1. Bene- dikt Guðmundsson sem átti raðhús við Vallarbraut hafði val um það á sínum tíma hvort hann vildi fylgja gamla kerfinu eða því nýja. Bene- dikt kaus nýja kerfið; að geta selt búseturéttinn í raðhúsinu á frjáls- um markaði. Hann var heppinn, gat selt á liðnu hausti og segist nú hrósa happi að vera laus út úr þessu kerfi. Íbúar á Þjóðbraut 1 eru líka í nýja kerfinu. Þar hefur fólk ekki verið eins lánsamt. Helgi Daníelsson og Steindóra Steinsdóttir voru með íbúð í húsinu við Þjóðbraut. Helgi lést á síðasta ári og Steindóra er fyr- ir nokkru komin á Höfða. Helgi setti íbúðina á sölu ári áður en hann lést. Það hefur einungis einn kom- ið til að skoða íbúðina frá þeim tíma og hún er ennþá óseld. Undanfarna mánuði hafa erfingjarnir, þrír synir þeirra Helga og Steindóru, þurft að sjá um greiðslu á mánaðarlega bú- seturéttargjaldinu sem er 180 þús- und krónur á mánuði. Steinn Helga- son segir að þeir séu í algjörri patt- stöðu með íbúðina meðan hún selj- ist ekki. Ekki sé hægt að leigja hana nema á svörtu eða með einhverj- um tilfæringum bak við tjöldin, þar sem að annars rynnu leigutekjurn- ar beint inn á Höfða sem tekjur til móður þeirra en ekki í búseturétt- argjaldið eins og réttast væri meðan íbúðin er óselt. „Þetta er ómögulegt kerfi eins og þetta er. Við hvöttum á sínum tíma foreldra okkar til að fara inn í búseturéttarkerfið hjá Bú- mönnum og vera þar með laus við allt viðhald á húseignum og ves- en, en svo kemur í ljós að þetta eru eintóm vandræði þegar fólk fer úr íbúðunum og höndla þarf með bú- seturéttinn. Það verður að gera eitt- hvað í þessum málum. Þetta get- ur ekki verið svona til frambúðar,“ segir Steinn Helgason. Fólk færi út ef það gæti Stjórn Íbúðalánasjóðs, sem er helsti lánadrottinn Búmanna, hefur lagt til aðgerðir svo að leysa megi tíma- bundinn vanda Búmanna. Lagt er til að stofnað verði sérstakt leigu- félag sem verði að fullu í eigu Bú- manna. Hinar svokölluðu vand- ræðaeignir félagsins, það eru eign- ir sem eru annaðhvort auðar eða í tímabundinni útleigu, verði færðar inn í leigufélagið. Tillögurnar fela líka í sér að íbúðirnar verði afskrif- aðar um 500 milljónir króna, en þær eru flestar á Suðurnesjum. Jafnframt er lagt til að eftirhvílandi lán þar með búseturétturinn verði hækkað- ur um að minnsta kosti 6%. Ragn- heiður Ólafsdóttir og Sölvi Pálsson sem búa á Þjóðbraut 1 og eru bæði í stjórn húsfélagsins segja að þetta muni þýða um eða yfir 5000 króna hækkun á búseturéttinum á mánuði. Þau segja íbúa í húsinu vera mjög ósátta með það hvernig mál hafi þróast, viðhaldssjóðurinn misnot- aður og greinilegt sé að mjög erfitt verði að losna út úr þessu kerfi, sem allir séu nú ósáttir við að hafa farið inn í. „Fólk færi úr íbúðunum ef það gæti. Það hefði þurft að taka á þess- um málum okkar um leið og skulda- leiðréttingin var gerð,“ segir Ragn- heiður. Sölvi bætir við að endingu að íbúðirnar séu góðar og gott að búa í húsinu þótt enn sé ekki lokið fullnaðarúttekt á ákveðnum atrið- um sem laga þurfti. þá Skagamaðurinn Kristinn Hlíðar Grétarsson lauk nýverið BSc-prófi í byggingatæknifræði frá Háskól- anum í Reykjavík og var um leið verðlaunaður fyrir framúrskarandi námsárangur, en hann brautskráð- ist með einkunnina 9,51, þá hæstu meðal nema við tækni- og verk- fræðideild skólans. Kristinn hóf nám við HR haustið 2011 og fékk við upphaf námsins nýnemastyrk skólans fyrir góðan námsárangur í eðlis- og efnafræði á stúdentsprófi. Á meðan náminu stóð komst hann síðan alls sex sinnum á forsetalista tækni- og verkfræðideildar, en að- eins þeim nemendum sem bestum námsárangri ná á hverju prófatíma- bili gefst kostur á að komast á þann lista og fá skólagjöld næstu annar felld niður. Lengi heillaður af verkfræði Aðspurður segist Kristinn lengi hafa verið heillaður af verkfræði. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi samhliða námi í húsasmíði og stefndi á verkfræðinám strax að því loknu. Við nánari athugun hafi honum hins vegar litist bet- ur á tæknifræðinám við Háskól- ann í Reykjavík. „Helsti kosturinn við að ljúka prófi í tæknifræði er að það veitir manni bæði réttindi til að starfa sem tæknifræðingur og rétt- indi til framhaldsnáms í verkfræði,“ segir Kristinn. Hann telur einnig mikinn kost að hafa lært húsasmíði. Það komi í framtíðinni til með að veita honum aukinn skilning á því ferli sem tekur við eftir að hann, sem byggingatæknifræðingur, skil- ar af sér teikningum og þar til þær verða að mannvirkjum. Hann muni þannig hafa meiri heildarsýn yfir hvert verk en ella og segir marga samnemendur sína úr tæknifræði- náminu hafa mjög sambærilegan bakgrunn. Um framtíðaráform sín seg- ir Kristinn að næst komi leiðin til með að liggja út á vinnumarkað- inn, en hyggur þó á framhaldsnám í verkfræði síðar meir. „Ég er kom- inn með vinnu í Noregi sem bygg- ingatæknifræðingur á vegum dótt- urfélags EFLU. Ég ætla að nýta starfsreynsluna meðal annars í að ákveða mig á hvaða sviði bygg- ingatæknifræðinnar ég ætla að sér- hæfa mig. Mér þykir þó líklegt að það verði á einhverju af undirsvið- um burðarþols og ég hyggst skoða hvaða möguleikar eru í boði á slíku námi erlendis,“ segir Kristinn Hlíð- ar að endingu. kgk Hjónaklúbburinn fimmtíu ára Kristinn Hlíðar brautskráður með hæstu einkunn Kristinn Hlíðar Grétarsson með verðlaun fyrir frábæran námsárangur. Hrikaleg staða Húsnæðissamvinnufélagsins Búmanna Fjölbýlishúsið að Þjóðbraut 1 á Akranesi. Steinn Helgason. Sölvi Pálsson og Ragnheiður Ólafsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.