Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2015, Side 1

Skessuhorn - 29.04.2015, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 18. tbl. 18. árg. 29. apríl 2015 - kr. 750 í lausasölu Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Er þér annt um hjartað? Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Arion appið • Netbanki • Hraðbankar Þrátt fyrir kalt vor og hálfgerða vetr- arveðráttu síðustu dagana verður Akranesvöllur tilbúinn fyrir opnun- arleik Pepsídeildarinnar sunnudag- inn 2. maí þegar Íslandsmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn. Þótt sólin skíni ekki mikið og hitastigið sé lágt er bati í sverðinum frá degi til dags, að sögn vallarstarfsmanna. Engar gróðurskemmdir eru í vell- inum frekar en oftast áður. Brynjar Sæmundsson íþróttavallasérfræð- ingur og verktaki við íþróttasvæði Akraneskaupstaðar segir að völlur- inn verði valtaður núna í vikunni og síðan sleginn í lok vikunnar. Vall- arstarfsmenn segja Akranesvöll að- eins seinni að taka við sér núna er síðasta vor enda kaldara nú en þá. Þrátt fyrir það verði völlurinn trú- lega með betri völlum á landinu þegar Íslandsmótið hefst um næstu helgi. Völlurinn fær svo hvíld eftir þennan opnunarleik í mótinu í tvær vikur þar til næsti leikur Skagaliðs- ins í Pepsídeildinni fer þar fram. Sjá nánar umfjöllun um væntan- legt Íslandsmót á bls. 18-23. þá Þrátt fyrir að veðráttan minni harla lítið á vor er sauðburður að hefjast um allt land. Ærnar spyrja ekki að veðrinu þegar komið er að burði. Í fjárhúsunum hjá Andrési og Jens- ínu á Hellissandi er sauðburð- ur hafinn. Að vísu eru þau tóm- stundabændur og halda einungis tíu kindur, fimm sem þau eiga sjálf og fimm á Jón Andrésson. Þá eru í húsunum þrjú hross sem Atli Már sonur þeirra á. Sauðburðurinn, þótt ekki sé hann strangur, hófst hjá þeim síðasta vetrardag þegar ein ærin bar rígvænum tvílembing- um, þeim Hörpu sem fékk nafn sitt eftir mánuðinum sem hófst dag- inn eftir að hún fæddist og Frosta sem fékk sitt nafn eftir síðasta vetr- ardegi. Á myndinni er Jensína með lömbin tvö. mm/ Ljósm. þa Starfsmenn, sérfræðingar og áhugamenn mættir á Akranesvöll í lok vetrar til að meta ástand vallarins. Jón Þór Hauksson yfirþjálfari hjá ÍA, Brynjar Sæmundsson íþróttavallafræðingur, Hörður Jóhannsson framkvæmdastjóri íþróttamannvirkja, Brynjar Þráinsson vallarstjóri og Gunnar Sigurðsson sem lengi var formaður knattspyrnuráðs á Akranesi. Akranesvöllur verður tilbúinn fyrir fyrsta leik Sauðburður að hefjast í sveitum landsins Snæfellskonur kórónuðu frábært tímabil þegar þær fögnuðu Íslandsmeistaratitli í körfubolta í Hólminum á mánudagskvöldið. Þá höfðu þær lagt Keflavíkurstúlkur 3:0 í úrslitaeinvíginu. Þetta er annað árið í röð sem Snæfellskonur verða Íslandsmeistarar og líkt og í fyrra sópuðu þær til sín titlum á þessu keppnistímabili. Sjá nánar bls. 39. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Kynning á Meistaraflokki karla hjá ÍA Bls. 18-23 Jakki þrír litir 13.990.- NÝTT Bolir frá 1.990.- Kvart leggingsbuxur 5.990.- Skyrtur frá 6.990.- og margt fleira

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.