Skessuhorn - 29.04.2015, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015
Kuldi hamlar
veiðum
GRÆNLAND: Miklir vor-
kuldar á Grænlandi valda
frátöfum frá grásleppuveið-
um þar. Flest veiðisvæði við
ströndina eru enn undir 50
til 60 sentímetra þykkum haf-
ís og því vonlaust að stunda
netaveiðar. Greint er frá þessu
á heimasíðu Landssambands
smábátaeigenda. Í meðalári
hefur veiði hafist 1. apríl. Nú í
lok apríl hafa milli tvö og þrjú
þúsund tunnur af grásleppu-
hrognum verið tilbúnar til út-
flutnings frá Grænlandi en nú
er fjöldinn hverfandi. Þetta
gætu orðið ágæt tíðindi fyr-
ir íslenska grásleppukarla því
minna framboð á hrognum
frá Grænlandi ætti að styrkja
verðið á mörkuðum.
–mþh
Atvinnuleysi var
4% í mars
LANDIÐ: Samkvæmt Vinnu-
markaðsrannsókn Hag-
stofu Íslands voru að jafn-
aði 190.100 á aldrinum 16-74
ára á vinnumarkaði í mars
2015, sem jafngildir 82% at-
vinnuþátttöku. Af þeim voru
182.400 starfandi og 7.700 án
vinnu og í atvinnuleit. Hlut-
fall starfandi af mannfjölda
var 78,6% og hlutfall atvinnu-
lausra af vinnuafli var 4%.
Samanburður mælinga fyr-
ir mars 2014 og 2015 sýnir að
þátttaka fólks á vinnumark-
aði jókst um 2,1 prósentustig
og fjölgun vinnuaflsins var um
6.900 manns. Starfandi fólki
fjölgaði um 10.400 og hlut-
fallið jókst um 3,6 prósentu-
stig. Atvinnulausum fækk-
aði um 3.500 manns og hlut-
fall atvinnuleysis er lægra sem
nemur 2,1 prósentustigi. Fólki
sem stendur utan vinnumark-
aðar fækkaði um 4.300.
–mm
Alþjóðlegur
mánuður gegn
ofbeldi á
börnum
LANDIÐ: Apríl er alþjóð-
legur mánuður gegn ofbeldi á
börnum. „Þennan mánuð og
alla aðra mánuði ársins hvet-
ur Blátt áfram einstaklinga,
fyrirtæki og félagasamtök til
að taka þátt í að gera Ísland að
betri stað fyrir börn og fjöl-
skyldur þeirra. Það er hægt
að gera með því að tryggja að
foreldrar hafi þá þekkingu,
hæfileika og bjargir sem þeir
þurfa til að vernda börn sín.
Ein af þeim leiðum sem Blátt
áfram hefur valið er gerð nýs
kennsluefnis, Verndarar barna
II, kennsluefni til að hjálpa
fullorðnum að koma í veg
fyrir kynferðisofbeldi, læra
á vísbendingar og styrkjast í
að taka þau skref sem þarf til
að hjálpa barninu. Í lok apríl
2015, eða dagana 27. apríl –
3.maí hefst sala samtakanna á
ljósinu/lyklakippunni og mun
afrakstur þeirrar sölu aðallega
fara í gerð námsefnisins. Vinn-
an við gerð nýja kennsluefnis-
ins hófst eftir söfnunina 2014
og lýkur vonandi á þessu ári,“
segir í tilkynningu frá samtök-
unum Blátt áfram.
–mm
„Það var aðeins búið að vara okk-
ur við hvers væri að vænta fyr-
ir um mánuði síðan. Þá heyrð-
um við ávæning um að eitthvað
svona stæði til. Við áttum allt eins
von á uppsagnarbréfum fyrir síð-
ustu mánaðamót. Að þetta yrði
páskagjöfin. En svo reyndist þetta
bara sumargjöfin í staðinn.” Þetta
segja konurnar sjö sem búið er að
segja upp ræstingastöðum við Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akranesi
(FVA). Flestar eru búnar að starfa
fyrir skólann árum saman svo að
ungmenni Vesturlands geti stund-
að framhaldsnám í hreinu húsnæði.
Þær hafa þriggja mánaða uppsagn-
arfrest.
Launakjör á undanhaldi
Konurnar hafa séð um öll almenn
þrif á skólanum. Þær hafa skipt
húsnæði skólans niður sín á milli.
Hver og ein hefur haft sitt svæði
að sjá um og alfarið að halda því
hreinu. Svo er greitt ákveðið fyr-
ir það. „Við höfum starfað eftir
svokallaðri uppmælingu þar sem
við fáum greitt ákveðið á fermetr-
ann samkvæmt tilteknum reglum í
samningi. Síðan eru aukagreiðslur
fyrir bón á gólfum, gardínuþvott,
gluggaþrif og þess háttar sem oft
er unnið áður en skólinn tekur til
starfa eftir frí. Þetta kerfi hefur gef-
ist afar vel og verið við lýði í ára-
tugi. Það er sanngjarnt og veitir
okkur þokkaleg laun samanborið
við almennt tímakaup verkafólks.
Okkur skilst að þetta launakerfi
sé nú á undanhaldi hjá ríkinu og
kannski er það þáttur í því að okk-
ur er nú sagt upp,” segja þær.
Hafa tvisvar tekið
skerðingum
Ræstingakonur FVA segja að þær
hafi þegar sem hópur tekið á sig
tvær launalækkanir frá efnahags-
hruninu haustið 2008. „Árið 2011
var skorin milljón af okkur. Það var
gert með okkar samþykki, í samráði
og samvinnu við Atla Harðarson
þáverandi skólameistara. Þá þurfti
að spara og við sýndum því fullan
skilning. Það var líka svipuð skerð-
ing 2009. Í bæði þessi skipti tókum
við hreinlega á okkur launalækk-
anir. Þetta var hreinn niðurskurð-
ur í launum. Við fórum sjaldnar inn
í stofurnar til að þrífa þær þann-
ig að fermetrafjöldinn lækkaði.
En óhreinindin voru auðvitað þau
sömu og þau þurfti að fjarlægja.“
Þær segja að í þetta sinn hafi
ekki verið boðið upp á nein samtöl
eða samninga. „Skólameistari hef-
ur ekki talað við okkur. Við feng-
um bara bréfin, afhent af húsverði
skólans.”
Erfitt að finna
önnur störf
Ein kvennanna, Hanna Þóra Guð-
brandsdóttir sem einnig starfar
sem söngkona, brást við uppsagn-
arbréfinu með því að fara sjálf á
fund skólameistara. „Hún þakkaði
mér fyrir að koma og sagði að það
væri fínt að sjá mig,“ segir Hanna
Þóra. Eins og hinar konurnar má
hún mjög illa við því að missa starf
sitt við skólann. „Þetta heldur mér
fljótandi því ég er í listinni, það er
söngnum. Vinnan hér hefur gefið
mér fastar tekjur mánaðarlega sem
aftur hefur verið forsenda þess að
ég gæti sinnt sönglistinni. Í söngn-
um eru tekjurnar mjög óvissar frá
einum tíma til annars,“ útskýrir
hún.
Stöllur hennar taka undir að það
sé ekki auðhlaupið fyrir þær í önn-
ur störf. Akranes hefur löngum
verið þekkt fyrir að þar ríkir látlaus
skortur á kvennastörfum. „ Sumar
okkar erum í öðrum störfum með
þrifunum hér en það eru yfirleitt
hlutastörf. Hjá öðrum okkar þá er
þetta aðalstarfið með því að sinna
heimili og börnum.”
Mikil spenna innan
veggja skólans
Þær segjast nú horfa upp á að lifi-
brauðið sé tekið frá þeim og börn-
um þeirra til að afhenda það öðrum
því skólinn sé hvorki að fara að loka
né draga úr starfsemi sinni. „Það á
auðvitað að fá inn eitthvað fyrir-
tæki sem borgar miklu lægri laun.
Auðvitað veltum við því fyrir okkur
hvort við eigum að láta þetta ganga
yfir okkur. Við erum reiðar og sárar.
Verkalýðsfélag Akraness segir okk-
ur að þessar uppsagnir séu lögleg-
ar en siðlausar. Það er líka fleira á
seyði en að okkur sé sagt upp. Nú
eftir helgina var tilkynnt að búið
væri að segja upp skólahjúkrun og
forvarnafulltrúa. Það er rætt um að
ýmiss frekari niðurskurður sé fyrir-
hugaður. Það er allt á suðupunkti í
skólanum,“ segja ræstingakonurn-
ar í Fjölbrautaskóla Vesturlands.
mþh
Á föstudag var öllum sjö ræstinga-
konum við Fjölbrautaskóla Vest-
urlands á Akranesi sagt upp störf-
um. Sú með lengstan starfsaldur
hefur unnið við ræstingar hjá skól-
anum síðan 1987 og var þar áður
í afleysingum við þessi störf frá
1979. Sex kvennanna eru búsett-
ar á Akranesi og ein í Hvalfjarðar-
sveit. Flestar eru með 10 til 20 ára
starfsaldur í þrifum framhaldsskól-
ans. Konunum var sagt upp með
bréfi skólameistara sem húsvörð-
ur Fjölbrautaskólans var látinn af-
henda þeim á föstudag, daginn eftir
sumardaginn fyrsta. Rektor skólans
segir að taka verði á uppsöfnuðum
rekstrarvanda.
Talar um grímulaust
ofbeldi
Uppsögn kvennanna hefur vakið
hörð viðbrögð hjá Vilhjálmi Birg-
issyni formanni Verkalýðsfélags
Akraness. Á föstudag skrifaði hann
pistil um þetta mál á vefsíðu félags-
ins. „Eitt það alvarlegasta við þetta
mál er að þarna er konum sem eru
að starfa innan tiltekinnar stofn-
unnar sagt upp á sama tíma og hluti
starfsmanna við sömu stofnun eru
að fá 30% launahækkun. Það er
kennarar, með fullri virðingu fyr-
ir þeim. Nú er ég alls ekki að segja
að kennarar séu ekki þess makleg-
ir að fá sínar launahækkanir, þvert
á móti. Það sem ég vil draga fram
er hversu ömurlegt það er að sjá að
fólkinu sem er á lökustu kjörunum
sé sagt upp á meðan hinir fá hækk-
að kaup. Þetta sýnir bara grímu-
laust ofbeldi og misskiptingu gagn-
vart óbreyttu launafólki í þessu
landi,“ segir Vilhjálmur Birgisson í
samtali við Skessuhorn.
Býst við útboðum
Vilhjálmur segir mjög líklegt að
ræstingavinna við skólann verði nú
boðin út. „Mér er kunnugt um að
leitað hafi verið ræstingafyrirtækja
og þau beðin um að koma með til-
boð. Þá er ráðið inn starfsfólk á
lágmarkskjörum. Stór hluti af því
verður verkafólk af erlendum upp-
runa. Starfsmannafjöldinn er síð-
an skorinn niður sem þýðir bara að
starfsfólkið verður að hlaupa hrað-
ar en ella. Þannig ná þessi fyrirtæki
fram markmiðum sínum. Það er
farið illa með fólk og deilur blossa
upp. Maður er farinn að þekkja
þetta mynstur. Frægasta dæmið er
það sem gerðist með ræstingafólk
á Landsspítalanum nú í vetur. Mér
finnst dapurlegt að nú þegar kona
sé ráðin skólameistari Fjölbrauta-
skólans í fyrsta sinn í sögu skólans
þá sé hennar fyrsta verk að ráðast
svona á þessi kvennastörf sem þarna
eru.“ Vilhjálmur bætir því við að þó
þessar uppsagnir séu kannski lög-
legar liggi siðferðislega ábyrgðin á
þeim hjá skólameistara Fjölbrauta-
skólans og hún sé þung.
Glíma við
uppsafnaðan halla
Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skóla-
meistari Fjölbrautaskóla Vestur-
lands, hefur sent frá sér skriflegt
svar við fyrirspurn Skessuhorns um
ástæður uppsagnarinnar. Það hljóð-
ar svo: „Farið hefur verið fram á að
Fjölbrautaskóli Vesturlands greiði
uppsafnaðan rekstrarhalla fyrri ára
og að rekstur stofnunarinnar verði
innan fjárheimildar. Samkvæmt
reglugerð nr. 1061/2004, um fram-
kvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreið-
um ríkisstofnana, ber forstöðumað-
ur ábyrgð á því að útgjöld stofnun-
ar séu í samræmi við fjárheimildir
og að fjárreiður og rekstur stofn-
unar sé í samræmi við áætlanir sem
gerðar hafa verið. Ástæða uppsagna
ræstingafólks við skólann er hag-
ræðing í rekstri og endurskipulagn-
ing ræstingamála skólans.“
Vilhjálmur Birgisson segist þeg-
ar hafa sett sig í samband við þing-
menn frá Akranesi, þau Guðbjart
Hannesson og Elsu Láru Arnar-
dóttur. Þau hafið lofað að kalla eftir
skýrum svörum um það frá mennta-
málaráðuneytinu hvort þessar upp-
sagnir við Fjölbrautaskóla Vestur-
lands séu til komnar vegna krafna
þaðan.
mþh
Konurnar sjö sem nú hefur verið sagt upp fyrir framan Fjölbrautaskóla Vesturlands. Frá vinstri: Lilja Birkisdóttir, Fjóla
Lúðvíksdóttir, Halldóra Gylfadóttir, Ásta Björk Magnúsdóttir Kristbjörg Kjerúlf, Bryndís Þóra Gylfadóttir og Hanna Þóra Guð-
brandsdóttir.
Reiðar og sárar vegna uppsagnanna
Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA
er ómyrkur í máli um uppsagnir
ræstingarkvenna. Ljósm. gbh
Ræstingarkonum sagt upp til hagræðingar
Ágústa Elín Ingþórsdóttir segir að
skólinn verði að greiða uppsafnaðan
rekstrarhalla.