Skessuhorn - 29.04.2015, Síða 35
35MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2015
Þann 22. mars 1931 var á Akranesi
stofnað Félag ungra Sjálfstæðis-
manna. Formaður fyrstu stjórnar var
kosinn Jón Árnason, síðar alþingis-
maður. Árið 1936 var nafninu breytt
í Sjálfstæðisfélag Akraness. Félagið
verður því 85 ára á næsta ári. Áhugi
félagsmanna fyrir því að efla fylgi
flokksins var mikill og fór svo við
næstu kosningar að fylgið jókst mik-
ið í kjördæminu. Flokkurinn átti þá
einn sinn besta og heilsteyptasta full-
trúa sem var Pétur Ottesen alþing-
ismaður. Forystumaður Sjálfstæð-
ismanna í bæjarstjórn Akraness var
hinsvegar Ólafur B. Björnsson rit-
stjóri, einhver mesti hugsjónamað-
ur sem Akurnesingar hafa átt. Varð
hann forseti fyrstu bæjarstjórnar
Akraness árið 1942. Í þeim kosning-
um hlaut flokkurinn meirihluta, eða
fimm fulltrúa af níu alls.
Hér verður í stuttu máli greint frá
aðeins nokkrum málaflokkum sem
félagarnir beittu sér fyrir á fyrstu
starfsárum flokksins og vörðuðu íbúa
hins unga bæjarfélags.
Söngur
Á árunum 1934-1935 var starfandi
söngflokkur innan félagsins und-
ir stjórn Ólafs B. Björnssonar. Um
það leyti hafði öll söngstarfsemi leg-
ið niðri á Akranesi um nokkurt skeið.
Starfsemi söngflokksins varð til þess
að efla sönginn og færa hann aftur í
fyrra horf. Lengi eftir þetta starfaði
karlakórinn Svanir á Akranesi. Með-
al þess sem Ólafur gerði til að efla
söngsstarfið var að fá Sigurð Birkis
söngkennara frá Sambandi íslenskra
karlakóra til að kenna kórfélögum
raddbeitingu.
Ölver
Á árunum 1937-1938 tók Sjálf-
stæðisfélagið á leigu land í Hafnar-
skógi í þeim tilgangi að starfrækja
þar skemmtistað og efna til hátíða að
sumrinu. Til að byrja með var komið
upp danspalli á staðnum. Öll vinna
var framkvæmd af sjálfboðaliðum.
Veitingar fóru fram í tjöldum. Síðar
var samþykkt að byggja hús eða skála
eftir teikningum Lárusar Árnasonar.
Reis skálinn um vorið 1938. Einn-
ig hér var allt unnið í sjálfboðaliða-
starfi.
Rekstur Ölvers í Melasveit sem
skemmtistaðar fór fram næstu 25
árin, eða allt fram á sjöunda áratug-
inn. Einn félaganna, Kristrún Ólafs-
dóttir í Frón á Akranesi, hafði rekið
sumarbúðir fyrir börn frá árinu 1940.
Þær voru fyrst í Skátaskálanum við
Akrafjall, en frá 1952 í Ölveri eftir að
Kristrún hafði keypt skálann undir
starfsemina. Líklega var það um það
leyti, eða í kringum 1950, sem Sjálf-
stæðismenn byggðu annan skála suð-
austan við hið upprunalega hús. Þar
fóru sumarhátíðir þeirra og héraðs-
mót fram allt fram á sjöunda áratug-
inn. Margir minnast mótana í Hafn-
arskógi með eftirsjá og söknuði.
Hótel Akraness
Hótelið við Bárugötu tók til starfa
í júní 1953 eftir miklar endurbætur
á húsinu. Sjálfstæðisfélag Akraness
stóð um tíma fyrir rekstri staðarins.
Var það einn mesti blómatími húss-
ins. Ingimar Sigurðsson úr Reykja-
vík var hótelstjóri þau árin, eða allt
til 1957, en EF kvintettinn sá um
fjörið.
Útgerð
Um áramótin 1937-1938 hafði Sjálf-
stæðisfélag Akraness forgöngu að
stofnun hlutafélagsins Víðis og var
togarinn Sindri keyptur til útgerð-
ar. Sindri GK 450 var smíðaður 1915
hjá AG Unterweser í Wesermunde
í Þýskalandi. Togarinn var smíði nr.
113 úr stáli, mældist 241 brúttórúm-
lestir að stærð og hafði 450 hest-
afla, þriggja þjöppu gufuvél. Hingað
til lands var hann keyptur árið 1925
og fyrst skráður í Hafnarfirði. Eig-
andi var Fiskveiðihlutafélagið Sindri
í Hafnarfirði frá 9. júlí 1926. Skip-
ið var selt í desember 1933 til Fisk-
veiðihlutafélagsins Sindra í Reykja-
vík. Skipið hét þá Sindri RE 45.
Þann 6. mars 1937 var skráður eig-
andi Landsbanki Íslands. Skipið var
svo selt 1. apríl 1938 til hlutafélagsins
Víðis á Akranesi. Skipið hélt Sindr-
anafninu en fékk einkennisstafina
MB 45. Árið 1946 var þeim breytt
í AK 45 eftir að Akranes hafði feng-
ið eigin skráningarstafi (AK). Sindri
AK 45 rak á land í Hvalfirði 1949 og
ónýttist.
Meðal skipstjóra á Sindra voru
Kristján Kristjánsson og Jónmundur
Guðmundsson, sem síðar var lengi
skipstjóri á togaranum Bjarna Ólafs-
syni AK. Um smíði skipsins segja
aðrar heimildir að það hafi verið
smíðað í Englandi.
Þann 3. júlí 1946 keypti félagið svo
mótorbátinn Val AK 25. Hann var
smíðaður í Svíþjóð, var 66 brúttó-
rúmlestir með 180 hestafla Skandia-
vél. Valurinn fórst í róðri 5. janú-
ar 1952 og með honum sex manna
áhöfn. Nokkru áður hafði hlutafélag-
ið Víðir leigt bátinn frá sér og síð-
an selt.
Hlutafélagið Víðir lét smíða skip
í Dráttarbraut Þorgeirs Jósefsson-
ar á Akranesi árið 1943. Það var úr
eik, 104 brúttórúmlestir með 320
hestafla Lister-díselvél og 20 hest-
afla ljósavél. Skipið var skírt Víðir og
bar einkennisstafina MB 35. Það var
allt hitað með rafmagni og var í því
rafmagnseldavél frá Rafha í Hafn-
arfirði. Svefnklefar skipverja voru í
framstafni. Þar fyrir aftan var allmik-
ið farþegarúm. Teikningu af skipinu
gerðu Eyjólfur Gíslason úr Reykja-
vík og nemandi hans Magnús Magn-
ússon frá Söndum. Eyjólfur var jafn-
framt yfirsmiður.
Alla járnsmíði og niðursetningu
véla annaðist vélsmiðja Þorgeirs &
Ellerts en raflagnir Sveinn Guð-
mundsson rafvirki. Lárus Árna-
son málarameistari sá um málning-
arvinnu. Hampþéttingu alla annað-
ist Benedikt Tómasson skipstjóri á
Akranesi. Bólstrun bekkja og þess
háttar annaðist Runólfur Ólafsson
bólstrari. Hurðir allar og glugga
smíðaði Teitur Stefánsson trésmiður,
en uppsetningu reiða annaðist Óskar
Ólafsson úr Reykjavík.
Víðir var stærsta skip sem Skipa-
smíðastöð Þ & E hafði byggt. Skipið
var fyrst notað til fólks- og vöruflutn-
inga, þó það væri upphaflega hugs-
að til fiskveiða. Veturinn 1943-44
var Víðir í póstferðum við Norður-
land milli Akureyrar og Sauðárkróks
með viðkomu í höfnum þar á milli og
í Grímsey. Eftir að Laxfoss strand-
aði árið 1944, var Víðir notaður til
ferða milli Akraness og Reykjavíkur,
og jafnframt ferðum Laxfoss til árs-
ins 1947.
Skipstjóri hér syðra var Þorvaldur
Árnason, meðal annars á Hvalfjarð-
arsíldveiðunum seint á fimmta ára-
tugnum. Bernharð Pálsson var skip-
stjóri í póstferðunum fyrir Norð-
urlandi veturinn 1943-44 og milli
Reykjavíkur, Akraness og Borgar-
ness þar til í maí 1947. Þann 15. júní
1949 var Víðir seldur Jóni B. Valfells
í Reykjavík. Þá var Víði breytt í fiski-
skip, og hét þá Víðir AK 95. Þann
12. desember 1952 var Víðir seld-
ur Arnarey hf. á Djúpavogi og fékk
þá heitið Víðir SU 95. Árið 1953 var
sett í bátinn 340 hestafla Lister-dís-
elvél. Í mars 1957 var nafninu breytt
og báturinn nefndur Mánatindur SU
95. Víðir, síðar Mánatindur, var tal-
inn ónýtur og tekinn af skrá 1965.
Halldór Jónsson í Aðalbóli leigði
Víði h.f. aðstöðu inn á Kampi á Akra-
nesi vegna útgerðar togarans Sindra.
Hann var ráðsmaður fyrir athöfnum
þar meðan togarinn var rekinn frá
Akranesi. Ólafur B. Björnsson varð
framkvæmdastjóri en Jón Sigmunds-
son annaðist bókhald og afgreiðslu
og annan rekstur fyrir Víði hf. Jón
varð síðar framkvæmdastjóri félags-
ins. Þá var félagið með vörugeymslur
í svokölluðu „Sindraporti“, sem var
staðsett þar sem nú er Hafnarvogin
við Akraneshöfn. Félagsskapur þessi
–Víðir hf.-, sem eingöngu varð til
fyrir atbeina Sjálfstæðisfélags Akra-
ness, dafnaði svo vel að hann varð
með tímanum orðin ein styrkasta
stoð bæjarins. Árið 1941 var félagið
orðinn langhæsti gjaldandi hrepps-
félagsins. Víðir hf. starfaði um 12-14
ára skeið á Akranesi og veitti fjölda-
mörgum bæjarbúum atvinnu. Ekki
var víðlíka starfsemi á vegum stjórn-
málasamtaka hér á landi nema ef vera
skyldi á Neskaupstað undir forystu
sósíalista þar í bæ.
Ásmundur Ólafsson tók saman. Ljós-
myndir eru fengnar hjá Ljósmynda-
safni Akraness.
Heimildir:
Ágrip af sögu Sjálfstæðisfélags Akra-
ness eftir Jón Árnason og bókaflokkur-
inn Íslensk skip eftir Jón Björnsson (Ið-
unn 1990). Einnig skriflegar heimildir
Ólafs B. Björnssonar.
Víðir AK 35 leggur að bryggju á Akranesi með fjölda farþega. Myndin gæti verið
tekin á árunum 1944-47, en þegar Laxfoss strandaði árið 1944 var Víðir fenginn
til fólks- og vöruflutninga milli Reykjavíkur og Akraness. Ljósm.: Bjarni Árnason./
Ljósmyndasafn Akraness.
Starfsamur stjórnmálaflokkur með ýmsan rekstur
bæði í menningar- og atvinnulífi
Héraðsmót sjálfstæðismanna voru jafnan fjölmenn. Þessi mynd er úr Ölveri við
Hafnarfjall. Ljósmyndasafn Akraness.
Fyrsta danshljómsveitin sem stofnuð var á Akranesi hét „Kátir strákar.“ Frá vinstri:
Ingólfur Runólfsson, Guðjón Bjarnason í Bæjarstæði og Sigurður B. Sigurðsson í
Leirdal. Þeir léku á fyrstu böllunum í Ölveri. Eftir að þeir félagar hættu, þá stofnaði
Ingólfur Hljómsveit Akraness, en auk hans voru í þeirri hljómsveit Eðvarð (Ebbi)
Friðjónsson, Ásmundur (Ási) Guðmundsson og bræðurnir Ríkharður (Rikki) og
Sveinn (Denni) Jóhannssynir. Ingi lék á píanó og Ebbi á harmónikku, Ási og Rikki
á saxófóna og Denni á trommur. Sú hljómsveit var upphafið að EF kvintettinum,
sem lengi lék á Hótel Akraness við miklar vinsældir.
Ljósm.: Árni Böðvarsson/ Ljósmyndasafn Akraness.
Félagar úr karlakórnum Svönunum taka lagið eftir aðalfund Víðis í Ölver. Myndin
er líklega tekin 1939, eftir að Ölversskálinn var risinn. Líklega stjórnar Theodór
Árnason eða Sigurður Birkis söngnum. Söngvarar frá vinstri: Óþekktur (gæti verið
Ólafur B. Björnsson), Finnur Árnason, Þórður Ásmundsson, Soffanías Guðmunds-
son, Jón Árnason, og hægra megin við söngstjórann Ólafur Fr. Sigurðsson, tveir
óþekktir, Þorvaldur Ellert Ásmundsson, óþekktur og Jón Sigmundsson. Í dyrunum
er Þorgeir Jósefsson. Ljósm. Árni Böðvarsson./ Ljósmyndasafn Akraness.
Aðalfundur Víðisfélagsins í Ölver. 1. Þorgeir Jósefsson, 2. Þorsteinn Jónsson á
Grund. 3. Jón Árnason formaður sjálfstæðismanna. 4. Óðinn Geirdal. 5. Soffanías
Guðmundsson. 6. Halldór Jónsson í Aðalbóli. 7. Haraldur Kristmannsson í Alberts-
húsi. 8. Fríða Proppé, lyfsali. 9. Ólafur Frímann Sigurðsson. 10. Jón Sigmundsson,
frkv.stj. Víðis h.f. 1940-1950. 11. Pétur Ottesen alþingismaður á Ytra-Hólmi. 12.
Þjóðleifur Gunnlaugsson. 13. Kristrún Ólafsdóttir í Frón. 14. Oddur Hallbjörnsson
á Arnarstað. 15. Magnús Guðmundsson á Traðarbakka. 16. Þórður Bjarnason í
Andvara. 17. Þorbergur Sveinsson á Setbergi.
Ljósm. Árni Böðvarsson./ Ljósmyndasafn Akraness.
Sindri MB 45, togari í eigu Víðisfélagsins. Hann landaði oft heima á Akranesi en
sigldi þess á milli og seldi ytra. Á stríðsárunum sigldi hann margsinnis til Eng-
lands, en þar var mikill skortur á fiski öll stríðsárin. Ljósmyndasafn Akraness.