Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Page 23

Skessuhorn - 10.06.2015, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 23 Séra Þráinn Haraldsson var settur í embætti prests á Akranesi 24. maí síðastliðinn. Hann kemur til með að starfa við hlið séra Eðvarðs Ingólfs- sonar sem hefur verið sóknarprest- ur Akurnesinga frá 1997. Þráinn út- skrifaðist úr guðfræðideild Háskóla Íslands vorið 2009, þá einungis 25 ára gamall. Síðan þá hefur ein jafn- aldra Þráins verið vígð til prests en hún er nú búsett erlendis. Þráinn er því yngsti starfandi prestur Þjóð- kirkjunnar. Áður en hann tók við embætti á Akranesi hafði Þráinn verið starfandi prestur í Álasundi í Noregi í fjögur ár. Fyrir prestsvígslu sína og störfin í Noregi hafði hann starfað sem æskulýðsfulltrúi Hjalla- kirkju í Kópavogi um nokkurra ára skeið. „Ég hafði verið í æskulýðs- starfi hjá KFUM og K og Kristilegu skólasamtökunum. Ég var foringi í Vatnaskógi þegar ég var ungling- ur og ákvað uppm frá því að fara í guðfræðinám. Ég fann að mig lang- aði að þjóna kirkjunni, þetta er köll- un og trú,“ segir Þráinn í samtali við blaðamann Skessuhorns. Var lélegur í fótbolta Þráinn segist hafa verið alinn upp á mjög hefðbundnu íslensku heim- ili. „Það var bara farið í kirkju þeg- ar þess þurfti. En ég var í drengja- kór í Laugarneskirkju þó að foreldr- ar mínir væru ekki mjög kirkjuræk- ið fólk, bara svona venjulegt,“ segir hann. Þráinn segir það þó ekki hafa komið neinum á óvart þegar hann ákvað að fara í guðfræðina. „Ég byrjaði á því að fara í KFUM þeg- ar ég var í 8. bekk. Þeir voru með leiklistarhóp og vinur minn bauð mér með sér. Ég man að mér þótti þetta alveg hundleiðinlegt í fyrsta skiptið og ætlaði sko ekki aftur,“ segir Þráinn og hlær. En hann fór aftur og þótti gaman. Hann segir að það sé meðal annars vegna þess að félagsskapurinn hafi verið op- inn og góður. „Það er eitthvað með þennan kristna félagsskap. Hann er mjög opinn og tekur á móti fólki eins og það er. Ég var til dæmis eng- inn íþróttamaður og lélegur í fót- bolta. Þetta hentaði mér því einstak- lega vel, ég þurfti ekki að vera góð- ur í neinu sérstöku og upplifði mig mjög velkominn.“ Þráinn segir að því miður sé það stundum svo að ekki séu allir meðteknir í hópinn hjá öðrum unglingum. Hann segir ann- að vera uppi á teningnum í kristn- um félagsskap, þar eigi að vera tekið á móti öllum opnum örmum. „Enda er það í samræmi við hinn kristna boðskap, að allir séu velkomnir. Við lifum í samfélagi sem segir að við séum ekki nóg. Maður sér það bara á þrýstingnum sem samfélagið set- ur á börn og unglinga, allar þessar staðalímyndir og auglýsingar sem enginn getur fylgt. En Kristur segir að við séum nóg og það skín í gegn í þessum félagsskap. Þar eru allir nógu góðir og velkomnir.“ Undirbjó sig vel Þráinn segir að skrítinn tími hafi tekið við eftir að hann útskrifaðist úr guðfræðinni. Að fá störf hafi ver- ið auglýst eftir hrunið og hjónin hafi því velt því fyrir sér að leita út fyr- ir landsteinana. Þráinn fékk þá starf hjá norsku kirkjunni sem prestur í Álasundi. Hann hafði þó aldrei áður búið eða starfað í Noregi og því hafi hann undirbúið sig mjög vel, meðal annars með því að læra norsku. „Ég fór á norskunámskeið hérna heima og við horfðum á norskt sjónvarp. En hluti af tungumálinu kemur ekki fyrr en maður fer á staðinn. Í mínu starfi er tungumálið verkfærið sem ég vinn með og ég ákvað því strax að skrifa og gera allt frá upphafi á norsku. Í stað þess að skrifa ræðurn- ar fyrst á íslensku og þýða þær svo,“ útskýrir hann. Þegar Þráinn hafði verið úti í einn mánuð jarðsöng hann í fyrsta sinn í Noregi. Hann segist hafa verið stressaður en allt hafi þó gengið vel. „Norðmenn eru mjög þolinmóðir gagnvart tungu- málinu sínu. Svo lengi sem maður reynir að tala norskuna þá er allt í lagi. Það eru líka margar mállýskur þar svo þeir eru vanir að heyra mis- munandi útgáfur af norskunni. En það voru nokkrir naskir sem heyrðu það að ég var frá Íslandi.“ Margir í messu Þráinn segir Norðmennina mjög líka Íslendingum í trúmálum. Í Ála- sundi starfaði hann í stórum söfn- uði og síðasta árið var hann í öðr- um stærsta söfnuði í Noregi. „Það var mikil keyrsla þarna. Við vor- um fjórir prestarnir og tíu starfs- menn. En úti þjónaði ég í tveimur söfnuðum og báðir voru þeir stærri en hér á Akranesi.“ Hann þjónaði á svæði sem er með sterkum kristn- um hreyfingum. Hann segir kirkju- sóknina hafa verið góða en svolítið öðruvísi en hérlendis. „Það komu mjög margir í messu. Íslending- um þykir vænt um kirkjuna sína en þurfa ekki að koma alla sunnudaga í messu. Í Noregi er aftur á móti stór fastur kjarni sem kemur alltaf í messu. Svo eru aðrir þættir sterk- ari hér, eins og sunnudagaskólinn. En tölfræðilega séð er þetta svip- að, kemur bara aðeins öðruvísi út. Þráinn segir Norðmenn upptekna af útivist og íþróttum. Þetta bland- ist inn í kirkjustörfin og fermingar- fræðslan þar úti sé því oft íþrótta- tengd eða kennd úti. „Ég var til dæmis með útikennslu alltaf nema ef veðrið var mjög slæmt. Það var mjög gaman, við kveiktum varðeld og svona,“ segir hann. Hann segist vonast til að geta gert eitthvað svip- að hér. „Ég hugsa samt að ég hafi þetta akkúrat öfugt hér. Við verð- um inni - nema ef veðrið verður gott,“ segir hann og hlær. Lærði klassískan söng Eftir fjögur ár í Noregi fannst hjónunum kominn tími til að snúa heim aftur. „Við vorum samt ánægð í Noregi en það var ósköp gott að koma heim. Það er nefnilega dálít- ið flókið að vera útlendingur, með tvö lítil börn og ekkert öryggisnet. Konan mín var að vinna vaktavinnu og ég um helgar og á kvöldin,“ seg- ir Þráinn. „Svo sá ég þetta starf auglýst og sá strax að mér þótti það spennandi,“ heldur hann áfram. Finnst gott að vera kominn á Skagann Rætt við séra Þráinn Haraldsson prest á Akranesi Hann segir að eitt af því sem hafi heillað hann var að lögð var áhersla á barna- og unglingastarf. „Þetta er það sem ég hef verið að vinna við í mínu starfi frá fimmtán ára aldri. Þessi atriði voru tilgreind í starfs- auglýsingunni og er ein af ástæð- unum fyrir því að ég sótti um starf- ið.“ Hann segir að æskulýðsstarfið fari af stað með haustinu. „Við vilj- um byggja þetta upp og taka okk- ur góðan tíma í þetta. Það er því gott að ég kem hérna að vori, þá hef ég sumarið til að skipuleggja og fá fólk með mér. En það hef- ur verið gott starf hérna sem hægt er að byggja á.“ Mikið er sungið í æskulýðsstarfinu hjá kirkjunni. Þráinn lærði á gítar þegar hann var unglingur en hann lærði einn- ig klassískan söng þegar hann var yngri. „Ég var í söngskóla sam- hliða Kvennó og tók þar sex stig. Það kemur sér mjög vel í vinnunni, maður kann allavega að tóna,“ seg- ir hann og brosir. Gott að búa á Skaganum Eiginkona Þráins heitir Erna Björk Harðardóttir og er hjúkrunarfræð- ingur. Þau eiga tvö börn, Heið- rúnu Ásu sem er að verða fimm ára og Markús Atla, þriggja ára. Þau eiga von á sínu þriðja barni í haust. Hjónin eru bæði alin upp í Reykjavík en Erna Björk á ættir að rekja á Skagann og bjó á Akranesi í eitt ár sem barn. Nú er fjölskyldan flutt á Skagann og líst vel á. „Þetta leggst mjög vel í okkur. Það er gott að vera kominn hingað. Við keyrð- um á milli fyrstu vikurnar en það er gott að vera kominn í rútínu. Mér finnst Akranes spennandi staður til að búa á og maður finnur það strax að það er mjög gott að vera með börn hérna, mikil forréttindi. Það er mikill félagsauður hér,“ segir Þráinn ánægður. Akrafjallið á stefnuskránni Sumarið leggst vel í prestinn unga. Þráinn verður mestmegn- is að vinna en fjölskyldan ætlar þó að ferðast eitthvað um landið og sinna áhugamálunum. Þráinn hef- ur áhuga á útivist og hefur gam- an af því að fara á skíði. „Ég mætti sjálfsagt vera duglegri að sinna úti- vistinni betur. En ég les mikið, er svolítill nörd bara og les guðfræði. Það má kannski segja að ég sé smá lúði,“ segir hann og hlær. Þráinn segist þó vera mikill fjölskyldu- maður og hefur gaman af því að verja tíma með fjölskyldunni. „Við komumst á bragðið úti í Noregi að fara svolítið á flakk saman, að fara „på tur“ eins og þeir segja á norsk- unni. Þannig að nú er Akrafjallið á stefnuskránni,“ segir séra Þráinn Haraldsson. grþ Nú eru tveir prestar á Akranesi, séra Þráinn Haraldsson og Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur. Ljósm. Guðni Hannesson. Séra Þráinn Haraldsson, prestur á Akranesi.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.