Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 46. tbl. 18. árg. 11. nóvember 2015 - kr. 750 í lausasölu
Arion
hraðþjónusta
– hafðu það eins og þú vilt
Arion appið • Netbanki • Hraðbankar
Coldfri munnúði
Fluconazol
ratiopharm
- við kvefi og hálsbólgu
Eru bólgur og verkir
að hrjá þig?
Restaurant Munaðarnes
Borgarfirði
525 8441 / 898 1779
Njótið veitinga
í fallegu umhverfi
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
OPIÐ
15.00 – 21.00
Hópapantanir í
síma 898-1779
Rafræn áskrift
Ný áskriftarleið
Pantaðu núna
Síðastliðinn laugardag færðu Holl-
vinasamtök Heilbrigðisstofnun-
ar Vesturlands, Vesturlandsvaktin,
heilsugæslustöð HVE í Borgarnesi
að gjöf sólarhrings mælitæki fyrir
blóðþrýsting. Öllum heilsugæslu-
stöðvum í umdæmi HVE verð-
ur í framhaldinu afhent samskonar
búnaður, þ.e. á Akranesi, í Ólafsvík,
Grundarfirði, Stykkishólmi, Búð-
ardal, Hólmavík og Hvammstanga.
Fram kom við afhendingu tæk-
isins að það komi til með að létta
störf lækna og hjúkrunarfólks og
ekki síður spara sjúklingum spor-
in. Gott sé að slík tæki verði til af-
nota á öllum heilsugæslustöðvun-
um. Búnaðurinn í allar stöðvarn-
ar kostar um þrjá milljónir króna.
Við afhendingu á sneiðmyndatæk-
inu á Akranesi í vor, sem Hollvina-
samtökin beittu sér fyrir söfnun á,
kom fram að næsta verkefni félags-
ins væri að safna fyrir heilsugæslu-
stöðvarnar og gefa búnað sem nýtt-
ist á öllu starfssvæðinu. Það var
Steinunn Sigurðardóttir formaður
Hollvinasamtakanna sem afhenti
Guðjóni Brjánssyni forstjór HVE
búnaðinn, en Linda Kristjánsdótt-
ir læknir í Borgarnesi tók síðan við
honum. mm
Hollvinasamtökin færa heilsugæslu-
stöðvunum blóðþrýstingsmæla
Guðjón Brjánsson, Steinunn Sigurðardóttir og Linda Kristjánsdóttir.
Stíflakkaðir ballskór, brilljantín og túperað hár var staðalbúnaður síðastliðinn laugardag þegar gestir fjölmenntu á stórdansleik
hjá Skagasveitinni góðkunnu Dúmbó og Steina á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi. Í aðdraganda dansleiksins voru árgöngum
1942-53 á Akranesi sérstaklega boðnir miðar til kaups og voru viðtökur framar vonum. Meirihluti gesta var því innan þessa
aldursbils og höfðu gárungarnir á orði að óvenjulegt væri að hafa aldurstakmark á dansleik 62 ár. Sjá nánar bls. 36.
mm/ Ljósm. Myndsmiðjan.
Ráðstefnuhlé er aðal viðburður
Vitbrigða Vesturlands, en það er
samráðshópur ungs fólks í skap-
andi greinum í landshlutanum.
Ráðstefnuhlé er undanfari að-
alfundar félagsins. „Hugmynd-
in er sú að hóa saman skemmti-
legum og áhugaverðum fyrirles-
urum úr skapandi greinum, sem
blása byr undir vængi félagsins og
félagsmanna. Ástæðan fyrir því að
ráðstefnan er kölluð ráðstefnuhlé
er sú að okkur finnst vanta meiri
umræðutíma í hið hefðbundna
ráðstefnuform. Umræðurnar eru
oft jafn mikilvægar og fyrirlestr-
arnir og geta nýjar og spennandi
hugmyndir vaknað þegar fólki er
leyft að rökræða hlutina nánar,“
segir í tilkynningu frá Vitbrigð-
um.
Fyrirlestrarnir að þessu sinni
verða þrír í hverju holli eða um
það bil 60 mínútur. Síðan kem-
ur hlé í 30 mínútur þar sem hægt
verður að ræða við fyrirlesara og
velta upp nýjum hliðum á mál-
efnum sem hafa verið tekin fyrir.
„Fyrsta ráðstefnuhléið var haldið
í fyrra í Rifi með góðum árangri
og sköpuðust mjög skemmtilegar
og líflegar umræður ásamt því að
ný tengsl mynduðust milli félags-
manna og annarra sem sóttu ráð-
stefnuna. Í ár höfum við líka
ákveðið að leggja meiri áherslu
á vinnustofur, þar sem það mælt-
ist mjög vel fyrir í fyrra og hristi
hópinn enn betur saman,“ seg-
ir í tilkynningunni. Ráðstefnuhlé
Vitbrigða verður á laugardag-
inn í Borgarnesi og aðalfundur-
inn daginn eftir. Lesa má allt um
þetta í sérblaði sem fylgir Skessu-
horni í dag. mm
Ráðstefnuhlé
Vitbrigða