Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 201516 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi 24. septem- ber síðastliðinn úr gildi ákvörðun byggingafulltrúans í Borgarbyggð vegna útgefins byggingarleyfis fyrir Egilsgötu 6 í Borgarnesi. Ákvörð- unin sneri að því að veita leyfi til að breyta húsnæði á lóðinni í þrjár stúdíóíbúðir á neðri hæð og eina íbúð á efri hæð. Breytingarnar voru til reksturs. Þorsteinn Máni Árna- son, nágranni við götuna, kærði 28. júní 2013 fyrir hönd Ikan ehf. þessa ákvörðun byggingafulltrúans til úr- skurðarnefndarinnar sem nú hefur fellt úrskurð sinn. Úrskurðarnefndin telur að máls- meðferð og ákvarðanataka vegna hins kærða byggingarleyfis hafi verið svo miklum annmörkum háð að ekki verði komist hjá því að fella byggingarleyfið úr gildi. Bygg- ingafulltrúa Borgarbyggðar hafi til að mynda ekki verið heimilt að veita byggingaleyfi þar sem svæð- ið hafi ekki verið deiliskipulagt. Byggingarleyfi til breytinga húss- ins var gefið út 6. júní 2013. Sama dag gaf sýslumaðurinn í Borgarnesi út leyfi til reksturs gistihúss í um- ræddu húsi. Húsnæðinu var síðan breytt og gistiþjónusta hefur ver- ið rekin í því um tveggja ára skeið. Þrátt fyrir að meira en mánuður sé liðinn frá því að byggingarleyfi var fellt úr gildi samkvæmt úrskurð- arorðum Úrskurðarnefndar mun gistihúsið enn vera í fullum rekstri. Þann 27. október síðastliðinn hélt byggingafulltrúi Borgarbyggðar af- greiðslufund. Þar var byggingar- leyfið til breytinga á Egilsgötu 6 frá í júní 2013 fellt úr gildi. Gistihús- ið stendur því fullreist en án bygg- ingarleyfis. mþh Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akra- nesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessu- horni. 75 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Fjörkálfar.“ Vinningshafi er: Rún- ar Jónasson, Valþúfu, 371 Búðardal. mm Auðn- ast Æki Iðni Fædd Mílur Á fæti Blíðar Hjarir Dró úr Ætla Ræða Fugl Dvelur Mögl Snúast Svar Húð Árétta Slitinn Hólf Fæða Mynni Annríki Álút Sár Næði Röska Ígull Furða Gæfa Varp Eggjun 13 2 16 Annars Ólokinn Grípa 50 Blikk Sýn Sjóða 11 8 Kraftur Rám 4 Sam- hljóðar Óregla Rasar Lítill 6 Vand- virk Dreift Grín Geta Alltaf Málmur Sigruðu Ókunn Korn Venja Til- hlaup Skraut Vein Skuld Sam- hljóðar Hryðja 7 Sprotar Gerast Jagast Bætir Ekrur Hljómar 15 Flýti Tína Rán 14 Rimla- kassi Ófús Tré Núna Legu- ból Kaka Dug- legur Hvíli Skýja- hula Tónn Önug Reykur Dunda Gap Rask Röð Bylgja Hraði 10 Drykkur Lán Sýl Rönd Keyri Efni Far- sími 12 Ferð Málmur 5 3 Þófi Fljót 9 Drasl Rölt Vísa 1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 Byggingarleyfi fyrir gistihús fellt úr gildi Húsið að Egilsgötu 6. Síðastliðinn fimmtudag var stuð og stemning hjá nemendum og starfs- fólki Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi þegar hið árlega Skamm- hlaup var haldið. Á Skammhlaupi er brugðið út af hefðbundinni dagskrá og keppa nemendur í ýmsum grein- um. Eins og jafnan var nemendum skipt í átta lið eftir litum og hófst dagurinn á skrúðgöngu frá skólan- um að íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þar var keppt í ýmsum greinum, svo sem reiptogi, stígvélagsparki, þrauta- boðhlaupi og limbói. Eftir hádegið hélt dagskráin áfram í skólanum þar sem nemendur kepptu meðal ann- ars í bóklegum þrautum og púsli. Fjólubláa liðið bar sigur úr býtum að þessu sinni og fengi meðlimir þess bíómiða frá Bíóhöllinni í verðlaun. Um kvöldið stóð nemendafélag skól- ans fyrir búningaballi á Gamla Kaup- félaginu þar sem Dj Jónas Óli hélt uppi stuðinu. grþ Skammhlaup hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands Liðin öttu meðal annars kappi í limbói með miklum tilþrifum. Það var stemning í stúkunni þar sem nemendur hvöttu sín lið áfram. Hér má sjá gula liðið. Nemendur kepptu meðal annars í því að leggja á borð. Sunnudagurinn 6. nóvember var eins og fyrr tileinkaður baráttu gegn einelti. Það var nú gert í fimmta sinn hér á landi. Markmiðið með Degin- um gegn einelti er að vekja athygli á málefninu og því hversu alvarlegt það er. Þennan dag klukkan 13:00 var því kirkjuklukkunum í Ólafsvík- ur- og Ingjaldshólsprestakalli hringt í sjö mínútur. Nemendur og starfs- fólk Grunnskóla Snæfellsbæjar lét sitt ekki eftir liggja enda er skólinn Olweusarskóli þar sem unnið er eft- ir Olweusaráætlun gegn einelti. Var af þessu tilefni vikan á undan tileink- uð vinnu gegn einelti og unnin alls kyns verkefni því tengt. Voru með- al annars haldnir foreldrafundir fyr- ir alla árganga skólans þar sem for- eldrar hittust, fræddust um málefnið og ræddu málin. Þessari vinnu lauk svo með því að nemendur og kenn- arar þeirra dreifðu veggspjöldum sem börnin höfðu unnið í vikunni til fyrirtækja í Ólafsvík, Rifi og Hellis- sandi. þa Dagur gegn einelti í Snæfellsbæ Ræðulið Fjölbrautaskóla Snæfellinga mætti Menntaskólanum á Egilsstöð- um í Morfís, ræðukeppni framhalds- skólanna, síðasta föstudagskvöld. Viðureignin var í 32ja liða úrslitum og átti sigurvegarinn að mæta Fjöl- brautaskóla Suðurnesja í næstu um- ferð. Umræðuefnið var „Er mað- urinn góður?“ og mæltu nemendur FSN á móti og ME með. Keppn- in var jöfn og spennandi en fór svo að lokum að Menntaskólinn á Eg- ilsstöðum hlaut aðeins fleiri stig og hafði þar með sigur. Lið Fjölbrauta- skóla Snæfellinga er eingöngu skip- að nýnemum og stóðu ungmenn- in sig mjög vel í þessari frumraun í Morfís ræðukeppni framhalds- skólanna. Lið FSN var skipað þeim Ísól Lilju Róbertsdótturr liðsstjóra, Lenu Huld Örvarsdóttur frummæl- andi, Jóni Grétari Benjamínssyni meðmælanda og Björgu Brimrúnu Sigurðardóttur stuðningsmanni. tfk Lið FSN keppi við ME í Morfís

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.