Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 20154 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Krísa í ljósvakanum Af fréttum síðustu vikna er að merkja að stærð fjölmiðla er ekki endilega til bóta þegar afkoma er annars vegar. Skýrsla um skuldir og rekstur Ríkisútvarpsins segir þar sína sögu. Eftir að hún var birt tóku allir miðlar að loga. Fyrst voru það andstæðingar RUV sem höfðu hátt og í vandlætingu sinni hrópuðu að ríkið ætti tafarlaust að hætta rekstrinum. Samstundis urðu einnig háværar raddir þeirra sem vildu verja Ríkisútvarpið sem hinn hlutlausa og nauðsynlega fjölmiðil í al- mannaeigu sem ekki megi undir nokkrum kringumstæðum hrófla við. Já, fólk hefur skoðun á þessari ríkisstofnun og hefur fullan rétt til þess. Það er nefnilega almenningur sem greiðir stóran hluta af rekstri ríkismiðilsins í gegnum nefskatt. Almenningur á Ríkisútvarpið og vill hafa um framtíð þess að segja. En það eru fleiri fjölmiðlar en RUV sem eru á framfæri okkar skattborgar- anna, þó ekki liggi það jafn beint við. Því er nefnilega þannig háttað að bankinn sem við eigum mest í hefur, allavega til skamms tíma, verið viðskiptabanki 365 miðla Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og viðskiptafélaga hans. Sökum skuldastöðu fjölmiðilsins á bankinn sem slíkur mikið undir að takast megi að koma í veg fyr- ir að miðlinum verði stefnt í þrot. Skuldirnar eru nefnilega svo miklar að hægt er að segja að fjölmiðillinn eigi bankann, fremur en að bankinn eigi hann. Hátt í tíu milljarða skuld er nefnilega löngu komin upp fyrir þau mörk sem eðlilegt getur talist. Ekki lækkaði skuldin á liðnu ári þegar tapið var vel á annan millj- arð króna. Í ljósi skuldastöðu og minnkandi áhorfs á línulega útsendingu dag- skrárefnis má til sannsvegar færa að báðir stóru ljósvakamiðlarnir hér á landi eru á framfæri almennings, illa rekstrarhæfir og langt frá því að hafa þróast að breyttum tímum. Það er beinlínis eitruð staða í landi sem kennir sig við lýðræði að stærstu fjölmiðlarnir séu uppteknastir af eigin fjárhagsörðugleikum og gagn- rýni í sinn garð. Líkt og aðrir hef ég skoðun á rekstri RUV. Mér finnst nauðsynlegt að hafa einn ríkismiðil, enda treysti ég ekki fjármálaöflunum til að taka yfir reksturinn. Þar hræða sporin. Ég vil hins vegar að Ríkisútvarpinu verði breytt í anda nýrra tíma, nýrrar aldar. Ég ætlast til þess að þar verði verkin unnin af fagmennsku, tryggt verði algjört sjálfstæði fréttastofu og jafnvægi í ýmsum skilningi komið á hlutina. Ég vil að innlend dagskrárgerð verði aukin en að sama skapi dregið úr kaupum á erlendu efni. Það mega einkareknu miðlarnir bítast um. Þá vil ég að takmarkað verði hvernig RUV getur keppt við einkarekna fjölmiðla á auglýs- ingamarkaði. Það er ójafnt gefið þegar ríkisrekinn fjölmiðill fær nefskatt frá al- menningi og getur með honum niðurgreitt samkeppni við frjálsa fjölmiðlun. Þá vildi ég gjarnan að forsvarsmenn RUV tryggi betur en þeir hafa gert hagsmuni landsbyggðar sem hlutfalls af dagskrárefni. Það er ekki gert í dag og byggir jafn- vel sum dagskrárgerð á dyntóttum vinasamböndum þéttbýlinga. Það að einn maður skuli t.d. án ritstjórnar vera einvaldur í umfjöllun um bókmenntir ger- ir afar sóðalega slagsíðu á bókaumfjöllun landsmanna. Þá má nefna að nýver- ið var ljóshærðum og háróma fyrrum borgarfulltrúa falið það hlutverk að stýra meintum skemmti- og spjallþætti á besta áhorfstíma á föstudagskvöldum. Þessi svarni andstæðingur landsbyggðarinnar á ekkert með að fá að stjórna þætti sem við borgun öll fyrir að sé framleiddur á ríkisstöðinni. Þessi drengur hefur ekki nægan þroska til þess né þá kænsku sem góður þáttastjórnandi þarf að búa yfir. Ég vil ganga lengra og segja; það á að skylda stjórnendur RUV og einkum þátta- stjórnendur til að tryggja að 40% viðmælenda komi af landsbyggðinni. Það er nokkurn veginn sama hlutfall og dreifing íbúa. Með fullri virðingu fyrir bráð- góðum þætti Gísla Einarssonar og hans fólks í Landanum, þá er ekki nóg að fá hálftíma á viku í vönduðu dagskrárefni utan höfuðborgarsvæðisins. Það eru í mínum huga engin 40%. Öllum lýðræðisríkjum er nauðsynlegt að hafa vandaða og góða fjölmiðla, heilbrigt og traust fjórða vald. Því þarf að koma þessum fjölmiðlum í lag fjár- hags- og rekstrarlega til að við getum treyst því að þeir geri það gagn sem af þeim er ætlast. Magnús Magnússon Fjölbýlishúsið Skarðsbraut 1 – 5 á Akranesi fékk nú í sumar og haust andlitslyftingu sem eftir hefur ver- ið tekið í bænum. Tímans tönn hafði unnið á blokkinni sem byggð var um 1980 og því ríflega 30 ára gömul. Hún var farin að láta á sjá og kominn tími á ýmiss konar við- hald utanhúss. Skipt var um járn á þaki auk þess sem blokkin var ein- angruð að utan og klædd með áli. Samkvæmt heimildum Skessuhorns kostar framkvæmd af þessari stærð- argráðu um 60 milljónir króna sem skiptist niður á 18 íbúðir. mþh Gömul blokk sem ný á Akranesi Framhlið blokkarinnar fyrir endurbætur. Svona lítur Skarðsbraut 1 – 5 út núna. Frændur þrír í Borgarnesi hafa ætt- gengan sjúkdóm sem nefnist Fabry. Sjúkdómurinn greindist fyrst fyr- ir þremur árum og kom þá fljót- lega í ljós að fleiri innan sömu fjöl- skyldu glíma við hann. Sjúkdómur- inn er banvænn sé ekki beitt lyfja- gjöf. Meðal þeirra sem hafa sjúk- dóminn eru bræðurnir Guðmund- ur Skúli og Samúel Halldórssyn- ir og móðurbræður þeirra. Móð- ur sína misstu þeir úr sjúdómnum fyrir þremur árum. Til að stemma stigu við sjúkdómnum fá þeir lyf sem nefnist Fabrysim. Það þurfa þeir að fá gefið í æð tvisvar í mán- uði. Fram til þessa hefur lyfjagjöf- in átt sér stað á Landspítalanum, en nú hefur landlæknir veitt leyfi til að það verði framvegis gefið á heilsu- gæslustöð sem næst sjúklingunum. Guðmundur Skúli og Samúel voru þeirri stund fegnir þegar þeir þáðu fyrsta lyfjaskammtinn á Heilsu- gæslustöð HVE í Borgarnesi í síð- ustu viku. Á myndinni er Samú- el ásamt Hrafnhildi Grímsdóttur hjúkrunarfræðingi og Lindu Krist- jánsdóttur lækni. Auk þeirra bræðra fékk Erlendur Samúelsson, móður- bróðir þeirra lyfið sama daginn í Borgarnesi. mm/ Ljósm. gsh. Fá nú lyfjagjöf á heimaslóðum Reykhólahreppur tekur fyrsta sinni þátt í Útsvari föstudaginn 13. nóvember næstkomandi þegar lið sveitarfélagsins mætir Fjalla- byggð. Liðsmenn hittust í húsa- kynnum LbhÍ á Hvanneyri síð- astliðinn föstudag og tóku létta æfingu. Kristján Gauti Karlsson, blaðamaður á Skessuhorni og undirritaður, er einn þeirra sem skipar lið Reykhólahrepps. Hann sagði í samtali við sjálfan sig að liðsmenn hefðu hist fyrir tilviljun á Hvanneyri. „Ekkert okkar er bú- sett á Hvanneyri en þarna vorum við öll saman komin og fleiri til. Þetta var ótrúleg tilviljun og enn undarlegra að við vorum öll með nesti. Kannski var skrifað í ský- in að við skyldum hittast þarna,“ segir hann. „En við ákváðum því að nýta tækifærið og æfa okk- ur aðeins. Við hituðum upp með nokkrum hringjum í spurninga- spilum og svo var dregið um hver skyldi leika í þættinum eftir viku. Að lokum horfðum við saman á þáttinn,“ bætir hann við. Lið Reykhólahrepps skipa, auk Kristjáns Gauta, Ólína Krist- ín Jónsdóttir og Guðjón Dalkvist Gunnarsson, en bæði eru þau hok- in af reynslu úr alls kyns spurn- ingakeppnum. „Þau eru marg- faldir sigurvegarar úr spurninga- keppni Reykhóladaganna auk þess sem Ólína hefur verið fastur gest- ur í liði Barðstrendingafélagsins í Spurningakeppni átthagafélag- anna,“ segir Kristján Gauti og bætir því við að hann sjálfur búi einnig að nokkurri reynslu á þessu sviði. „Ég var einu sinni spyr- ill á pöbbkvissi og svo hef ég oft keppt við pabba í Trivial Pursu- it og nokkrum sinnum verið svo nálægt því að vinna hann að ekki hefur munað nema örfáum köku- sneiðum.“ Aðspurður um sigurlíkur Reyk- hólahrepps í fyrstu viðureigninni kveðst hann binda miklar von- ir við að liðsmenn Fjallabyggð- ar verði fjarri góðu gamni vegna veðurs. „Það myndi tryggja okk- ur nokkuð þægilegan sigur,“ seg- ir Kristján Gauti. kgk Reykhólahreppur keppir í Útsvari á föstudaginn Útsvarslið Reykhólahrepps sem etur kappi við Fjallabyggð næstkomandi föstudag. F.v. Guðjón Dalkvist Gunnarsson frá Mýrartungu I, Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu II og Kristján Gauti Karlsson frá Kambi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.