Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 41

Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2015 41 Fjölbreytt dag- skrá verður í Safna- húsi Borgarfjarðar nú í nóvember. Árlegt sagnakvöld hússins verður kl. 20 fimmtu- daginn 12. nóvember. Það er árlegur við- burður á vegum Hér- aðsbókasafns þar sem það helsta í borgfirskri útgáfu er kynnt og les- ið upp úr nokkrum nýj- um bókum. Dagskrá- in tekur um klukku- tíma og heitt verð- ur á könnunni á eftir. Að venju verða bæk- ur seldar á staðnum og áritaðar sé þess óskað. Lesið verður upp úr eft- irtöldum bókum: Þá hló Skúli - ævi- saga Skúla Alexanderssonar alþing- is- og athafnamanns á Hellissandi, eftir Óskar Guðmundsson; Undir Fíkjutré - saga af trú, von og kær- leika eftir Önnu Láru Steindal og er saga innflytjandans Ibrahem Al Da- nony Mousa Faraj og bókin Sind- ur - ljósbrot frá eyðibýli eftir Ólöfu Þorvaldsdóttur þar sem fjallað er um Narfastaði í Melasveit. Fjórða atrið- ið á dagskránni er tónlist eftir unga tónlistarkonu úr Borgarfirði; Soffíu Björgu Óðinsdóttur. Soffía er með- limur í Vitbrigðum Vesturlands, er með BA gráðu í almennum tónsmíð- um og hefur vakið athygli fyrir fal- lega rödd og ríka tónlistargáfu. Soffía vinnur nú að upptökum á plötu með eigin tónsmíðum og flytur hún efni af henni á sagnakvöldinu. Laugardaginn 14. nóvember kl. 11 verður fyrirlestur og kynning á bókinni Utangarðs? Ferðalag til for- tíðar eftir Halldóru Kristinsdóttur og Sigríði H. Jörundsdóttur. Bókin er myndskreytt af Hall- dóri Baldurssyni. Fyr- irlesturinn er á vegum Héraðsskjalasafns og er efnt til hans í tilefni af norræna skjaladeginum sem haldinn er hátíðleg- ur af skjalasöfnum víða á Norðurlöndum. Í fyrir- lestrinum verður m.a. sagt frá Svani Jónssyni frá Grjóteyrartungu og Kristínu Pálsdóttur sem fædd var að Eystri-Leir- árgörðum og var síðar víða í Borgarfirði, m.a. á Gilsbakka. Boðið verð- ur upp á kaffi að lokinni dagskrá. Að lokum skal þess getið að kl. 13 laugardaginn 21. nóvember verð- ur opnuð ný sýning í Hallsteins- sal. Hún hefur hlotið heitið „Leik- ið með strik og stafi“ og þar sýnir Bjarni Guðmundsson forstöðumað- ur Landbúnaðarsafnsins á Hvann- eyri verk sem hann kallar myndyrð- ingar. Verður það verkefni nánar kynnt síðar. Aðgangur að viðburðunum er ókeypis en söfnunarbaukur á staðn- um. mm/ fréttatilk. Safnahúsið stendur fyrir menningarveislu í nóvember Síðdegis á fimmtudaginn var hald- ið útgáfuteiti vegna útkomu bókar- innar „Þá hló Skúli – ævisaga Skúla Alexanderssonar alþingismanns og oddvita undir Jökli“. Bókin er skrif- uð af Óskari Guðmundssyni rit- höfundi og fræðimanni að Véum í Reykholti í Borgarfirði. Útgáfu- teitið var haldið í bókaverslun Ey- mundsson í Austurstræti í Reykja- vík og var önnur hæð hennar þar sem viðburðurinn fór fram fullset- in fólki. Þar las Óskar Guðmunds- son valda kafla úr bók sinni og vakti lukku. Á eftir áritaði hann bækur í gríð og erg. Ævisaga Skúla er nú komin í verslanir. Óskar og Skúli unnu saman að þessari bók síð- ustu misserin sem Skúli lifði. Þeim auðnaðist að ljúka við hana örfáum dögum áður en Skúli lést 23. maí síðastliðinn. „Eftir að hafa hlustað á Óskar lesa úr bókinni hlakka ég mjög til að lesa hana. Skúli var eftirminnileg- ur maður. Rótfastur Strandamaður að uppruna en helgaði heimabyggð sinni á Snæfellsnesi krafta sína; og svo auðvitað pólitíkinni. Ég kynnt- ist honum best eftir að hann lét af þingmennsku. Það voru eftirminni- leg kynni og öll ánægjuleg. Þvílíkur eldhugi sem hann var fram til hinstu stundar - og sagnamaður. Þó árin hefðu færst yfir var hann sem ung- ur maður í anda og sífellt að huga að framtíðinni,“ segir Einar Krist- inn Guðfinnsson alþingsmaður og forseti Alþingis sem var í útgáfuteit- inu ásamt fjölda annarra. mth Húsfyllir í útgáfuteiti ævisögu Skúla Alexanderssonar Óskar les upp úr bókinni. Þingbræðurnir; Jón Bjarnason, Einar Kristinn Guðfinnsson og Össur Skarphéðins- son voru mættir. Hér er Óskar að árita bók fyrir Hauk Júlíusson gamlan samherja Skúla úr pólitíkinni. Dætur Skúla, þær Drífa (t.v.) og Hulda voru mættar í útgáfuteitið og fengu höf- undinn til að árita ævisögu föður síns. Þess má geta að Drífa Skúladóttir á og rekur Hraðbúðina á Hellissandi og þar er bókin til sölu. Bragi Þórðarson sagnamaður og fyrrverandi bókaútgefandi á Akra- nesi hefur að undanförnu unnið að því í samstarfi við fyrirtækið emma. is að koma höfundarverkum sínum út á rafbókaformi. Alls eru nú ell- efu bækur hans fáanlegar hjá Ama- zon.com, sem er eins og kunnugt er þekktasta og stærsta netverslun sinnar tegundar á veraldarvefnum. Bragi má muna tímana tvenna þegar bækur eru annars vegar. Fer- ill hans í bókageiranum er ein- stakur þar sem hann hefur kom- ið að skrifum, hönnun, vinnslu og útgáfu bóka á nánast öllum form- um sem tíðkast hafa á hinum miklu breytingatímum sem við lifum á. Hann hefur tekið hverja tækniþró- un traustataki allt frá því hann byrj- aði í blýsetningu texta til prentun- ar, tók til við undirbúning til prent- unar í tölvum og er nú kominn í út- gáfu á rafbókaformi þar sem blekið er orðið rafrænt á skjá lesbretta. Bragi, sem nú er 82 ára, hóf nám í setningu í Prentverki Akra- ness þegar hann var 16 ára. Hann keypti sig síðar inn í fyrirtækið og starfaði sem prentsmiðjustjóri fram undir fertugt, er hann hætti í prent- smiðjurekstri, seldi hlut sinn og stofnaði verslunina Bókaskemm- una á Akranesi ásamt eiginkonu sinni Elínu Þorvaldsdóttur. Þau ráku síðan verslun m.a. með bækur og tölvur í áratug. Samhliða þess- um störfum stofnaði Bragi Hörpu- útgáfuna árið 1960 ásamt Elínu og ráku þau fyrirtækið í 45 ár. Þau gáfu á þeim tíma út um 500 bóka- titla, þar til þau seldu Bókaforlag- inu Sölku Hörpuútgáfuna fyrir um áratug síðan. Samhliða áðurnefnd- um störfum hefur Bragi skrifað yfir 20 bækur, þar af er ritsafnið Borg- firsk blanda í átta bindum og Lífs- reynsla í þremur bindum skrifuð í félagi við fleiri höfunda og níu aðr- ar bækur sem komið hafa út síðar. Efni bóka hans er yfirleitt á sviði þjóðlegs fróðleiks tengt mannlífi á Akranesi og í Borgarfjarðarhéraði, þar af þrjár ævisögur. Það er hins vegar afar óvenju- legt hvernig einn og sami maður- inn hefur unnið bækurnar á öllum stigum og komið þeim út á ólíku formi. Upphaflega fór hann að skrifa frásöguþætti fyrir útvarp, alls 60 þætti, sem hann flutti í Ríkisút- varpinu. Þættirnir urðu síðan efni í bækur sem hann setti eins og þá tíðkaðist á setjaravél í prentsmiðju en hann er lærður vélsetjari. Á þeim tíma voru línurnar steyptar í blý og síðar raðað saman í bók til prentun- ar. Auk þess að koma þáttunum út í prentuðum bókum, var efni þeirra oft gefið út síðar í formi hljóð- bóka þar sem hann var sjálfur les- ari. Fyrst var útgáfan á kassettum, síðar á geisladiskum. Bækur Braga hafa alls komið út hjá fjórum forlögum. Fyrst komu flestar út hjá forlagi hans Hörpu- útgáfunni, en eftir sölu útgáfunn- ar fyrir áratug hélt hann áfram að skrifa og komu næstu bækur út hjá Uppheimum, Sölku og ein eingöngu sem rafbók hjá Emma. is. Reynslan af rafbókarútgáfunni leiddi til þess að nokkrar bækur til viðbótar voru færðar yfir á rafbóka- form. Þegar Amazon Kindle fór hins vegar að styðja við útgáfu raf- bóka á fleiri tungumálum en ensku, meðal annars með nýjum veflausn- um, fékk hann þá hugmynd að koma bókum sínum á rafbókaform fyrir Kindle lestækin hjá Amazon, með yfirfærslu á mobi skráarsnið vefverslunarinnar og miðla þeim þannig til sölu á Netinu. Bragi hélt í því efni áfram samstarfi við Ósk- ar Þór Þráinsson upplýsingafræð- ing sem á og rekur emma.is. Frá því síðastliðið sumar hafa ell- efu af bókum Braga verið fáanlegar á sanngjörnu verði á rafbókasöluvef Amazon Kindle. Efni tveggja þeirra eru valdir kaflar úr ritsafninu Borg- firsk blanda, en sú framsetning var áður aðeins til sem hljóðbæk- ur. Auðvelt er að nálgast rafbæk- urnar á Amazon.com undir kafl- anum „Kindle store“ og leitarorð- inu Bragi. Þeir sem eiga Amazon Kindla geta hlaðið bókunum niður beint, eða hlaðið niður Kindle Appi á spjaldtölvur eða snjallsíma til að geta lesið efni bókanna. Helsti ávinningur þess að setja bækurnar á þetta form, er að bæk- urnar verða nú sýnilegar og að- gengilegar öllum hvar og hvenær sem er, hvort sem þeir eru stadd- ir innanlands eða utan. Bækurnar voru allar nema ein áður gefnar út á pappírsformi af þremur forlögum sem öll hafa annað hvort haft eig- endaskipti eða eru hætt starfsemi. Flestar bókanna eru löngu upp- seldar og ófáanlegar og því nán- ast eingöngu aðgengilegar á bóka- söfnum. Fyrirhugað er að koma bókunum jafnframt út á næsta ári í formi hljóðbóka sem hægt yrði að fá á Netinu. Hægt er að kaupa ell- efu bækur Braga Þórðarson á sölu- vefnum amazon.com. mm/ fréttatilk. Borgfirskar rafbækur á Amazon.com Bragi Þórðarson fyrrverandi útgefandi og Óskar Þór Þráinsson upplýsinga- fræðingur. Ljósm. Carsten J Kristinsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.