Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2015 35 www.skessuhorn.is Þeim sem vilja nýta sér blaðið til auglýsinga er bent á að hafa samband við markaðsstjóra í síma 433-5500 eða senda tölvupóst á emilia@skessuhorn.is Sökum þess hversu stórt blaðið er að þessu sinni er skilafrestur auglýsinga föstudaginn 20. nóvember Aðventublað Skessuhorns kemur út 25. nóvemberNámskeið um eldvarnir við svo-nefnda heita vinnu eða logavinnu verður haldið á slökkvistöðinni á Akranesi þriðjudaginn 17. nóvem- ber næstkomandi kl. 13-18. Nám- skeiðið er á vegum Iðunnar fræðslu- seturs í samvinnu við Eldvarna- bandalagið. „Veruleg hætta get- ur skapast þegar iðnaðarmenn og ófaglærðir vinna heita vinnu. Fjöl- mörg dæmi eru um að svo ógæti- lega sé farið að stórtjón hljótist af,“ segir í tilkynningu. Heit vinna er meðal annars lagning þakpappa, logsuða, rafsuða, lóðning málma, vinna með slípirokk og vinna með hitabyssu og öðrum hitatækjum. Starfsmenn slökkviliða og trygg- ingafélaga þekkja mörg dæmi um að reglur um eldvarnir við loga- vinnu séu virtar að vettugi, stund- um með alvarlegum afleiðingum. Oft eru að verki menn sem skortir þekkingu á því hvernig eldur getur kviknað og breiðst út. „Skráning á námskeiðið er á idan. is. Það er ætlað þeim sem vinna heita vinnu en getur jafnframt ver- ið mjög gagnlegt fyrir þá sem kaupa slíka vinnu og hafa umsjón með henni, svo sem umsjónarmenn fast- eigna. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist hæfni til að vinna heita vinnu af öryggi með því að lágmarka áhættu við vinnuna og þekkja hvernig bregðast skuli við henni. Farið er yfir kröfur til starfs- manna, hegðun elds og slökkvistarf og slökkvibúnað. Einnig eldvarn- ir og fyrirbyggjandi aðgerðir til að hindra eldsvoða og slys við heita vinnu. Fjallað er um eldfim efni og sprengifimt umhverfi og kennd er meðferð og notkun slökkvitækja.“ mm Námskeið á Akranesi um eldvarnir við heita vinnu Ærslaleikurinn Þjónn í súpunni verð- ur nú tekinn til sýninga á Hernáms- setrinu á Hlöðum á Hvalfjarðar- strönd. Nú í nóvember og desember verður boðið upp á jólahlaðborð um leið og leikurinn verður framkvæmd- ur með gestum. Blaðamaður Skessu- horns var viðstaddur forsýningu, svo- kallaða generalprufu, síðastliðinn laugardag þar sem salurinn var full- ur af gestum. Óhætt er að segja leik- ritið kom mjög skemmtilega á óvart. Fólk bókstaflega grét af hlátri yfir matnum. Leikritið Þjónn í súpunni var skrif- að af Árna Ibsen en hann ólst upp á Akranesi. Árni var afkastamikið ljóða- og leikritaskáld en lést 2007. Þessi gamanfarsi var fyrst sýndur í Iðnó sumarið 1998 þar sem Bessi Bjarna- son, Edda Björgvinsdóttir, Kjart- an Guðjónsson, Margrét Vilhjálms- dóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Stefán Karl Stefánsson fóru með hlutverk. Þar sló leikritið í gegn og hefur síðan verið sýnt víðar um land. Nú verður boðið upp á Þjón í súp- unni á Hernámssetrinu á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Leikstjóri er María Sigurðardóttir en hún stýrði einnig verkinu þegar það var fyrst sett upp í Iðnó. María hefur nú endurskrif- að verkið og lagað það að aðstæðum í Hernámssetrinu. Sýnt verður fram undir jól þar sem gestum verður jafn- framt boðið upp á jólahlaðborð. Í hlutverkum fyrsta kastið verða þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Aðalbjörg Árnadótt- ir og Jónmundur Grétarsson. Seinna munu svo feðginin Edda Björgvins- dóttir og Björgvin Franz Gíslason stíga inn sem leikendur ásamt fleir- um. Allir leikarar sem koma að sýn- ingunni eru atvinnufólk sem starfar alla jafna í leikhúsum landsmanna. Hlátur og gleði Þjónn í súpunni er öðrum þræði spunaverk þar sem leikararnir þjóna til borðs meðan áhorfendur sitja að snæðingi. Það gerir ákveðnar kröfur til þeirra um að lesa í gestina hverju sinni, bregðast við viðbrögðum þeirra og spinna frítt út frá þeim aðstæð- um sem geta komið upp. Þetta get- ur skapað mjög fyndnar uppákomur. Leikararnir sem stóðu fyrir sprellinu á Hernámssetrinu fóru á kostum og kunnu að nýta sér það til hins ýtrasta. Gestir skemmtu sér konunglega og það var mikið hlegið. Hernámssetrið á Hlöðum hentar sömuleiðis ákaflega vel fyrir leikrit af þessu tagi þar sem jafnframt er boð- ið upp á veislumat og aðrar veiting- ar. Sem gamalt félagsheimili er húsið útbúið með sviði sem kemur sér vel þegar svona stykki er sett upp. Her- námssetrið er sömuleiðis vel búið af ýmsum áhugaverðum munum sem gaman og fróðlegt er að skoða áður en sest er að borðum og fjörið hefst. Það er alveg óhætt að mæla með því að fólk fari og njóti Þjónsins í súp- unni um leið og bæði bragðlaukar og hláturtaugar eru kitlaðar á aðvent- unni. Þetta er hin besta skemmtun. mþh Glens og gaman í Hernámssetrinu að Hlöðum Matur er snæddur í sal Hernámssetursins á Hlöðum þar sem þjónustan er á tíðum afar skrautleg. Gestir eru þátttakendur í leiknum og geta átt von á ýmsu óvæntu. Leikarar fóru á kostum. Hér eru þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Aðalbjörg Árnadóttir. Það var mikið hlegið á forsýningu Þjóns í súpunni og margir þurftu hreinlega að þerra hláturstárin, meðal annarra Matti á Leirárgörðum. S K E S S U H O R N 2 01 5 Veitur ohf. óska eftir tilboðum í útboðsverkefnið: Demparahús við dælustöð Veitna í Deildartungu Útboðsverkið felst í að byggja steinsteypt mannvirki fyrir Þrýstidempara II við dælustöðina í Deildartungu. Byggingin kemur sunnan við núverandi dælustöð Veitna, við Deildartungu og verður öll neðanjarðar. Mannvirkið er fyrir demparann og lagnir frá honum munu tengjast annars vegar aðveituæð og hins vegar gastækjum sem staðsett verða í dælustöðinni. Saga á fyrir hurðargötum í dælustöð og inn í eldra demparahús, kjarnabora fyrir fyrirhugaðar lagnir frá nýja demparanum. Lagnir frá nýja demparanum tilheyra ekki þessu verki. Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu frá og með þriðjudeginum 10.11.2015 á vefsíðu Orkuveitunnar www.or.is/UmOR/Utbod. Útboðsverkefninu er nánar lýst í útboðsgögnum „ORV-2015-22 Demparahús við dælustöð Veitna í Deildartungu útgefin í nóvember 2015“ Tilboð verða opnuð hjá Veitum ohf. Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 26.11.2015 kl. 11:00. ORV-2015-22 07.11.2015 Bílaréttingar - Bílasprautun Framrúðuskipti - Bílaleiga - Tjónaskoðun SK ES SU H O R N 2 01 5 Þjónustum öll tryggingafélög

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.