Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2015 17 Þessa dagana vinnur HB Grandi að gerð kynningarmyndbands um bolfiskvinnslu fyrirtækisins á Akra- nesi. Undanfarin ár hefur vinnslan þar einkum beinst að því að fram- leiða ferskar afurðir úr þorski og ufsa. Nú síðast hefur svo staðið yfir þróunarvinna við að búa til og markaðssetja formaða fiskbita sem eru framleiddir úr blokk og fiskhakki sem fellur til við fersk- fisksvinnslu fyrirtækisins á þorski og ufsa. Um tvö þúsund tonn verða til af slíku hráefni í bolfiskvinnslu- húsum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi árlega. Það er því eft- ir þó nokkru að slægjast takist að auka verðmætið á þessu með form- vinnslu, auk þess sem slíkt getur skapað ný störf við fiskvinnsluna. Horfa til mötuneyta og matvælavinnsla Þröstur Reynisson vinnslustjóri í landvinnslu HB Granda hef- ur unnið ötullega að því að koma formvinnslunni á fót í fiskvinnslu- húsi fyrirtækisins á Akranesi. „Vinnslan er tilbúin. Til þessa höfum við unnið úr þorski og ufsa. Við höfum þegar framleitt og selt eitthvað af afurðum til að mynda til Spánar og Noregs. Mest hefur reyndar farið til Norðmanna. Síð- an horfum við til annarra Evrópu- landa svo sem Þýskalands. Aðilar frá ýmsum mörkuðum hafa sýnt afurðunum áhuga, m.a. frá Jap- an. Við formum ákveðna bita úr blokk og hakki í sérstakri vél frá Marel sem kallast RevoPortioner. Við notum engin íblöndunarefni. Formaðar afurðir sem aðrir fram- leiðendur bjóða innihalda oft ým- isleg íblöndunarefni en við erum einungis með 100% fisk í okkar af- urð. Síðan lausfrystum við þenn- an formaða fisk og pökkum í fimm eða tíu kílóa kassa,“ segir Þröst- ur. Framleiðslan er fyrst og fremst hugsuð sem tilbúin beint til mat- reiðslu eða þá seld til verksmiðja sem nota hana sem hráefni í fisk- rétti. Vonir standa til að hluti af framleiðsunni fari fyrst til Norð- anfisks í brauðun. Eitthvað af sendingum hafa þegar farið þá leið og þaðan í útflutning. „Við erum fyrst og fremst að framleiða fyrir mötuneyti eða matvælavinnslur. Þess vegna fer þetta í stórar um- búðir. Við erum ekki að framleiða litla skammta fyrir heimili.“ Myndband um vinnslu- línu fyrir formaðar afurðir Í síðustu viku var unnið að því á Akranesi að gera kynningarmynd- band um bolfiskvinnsluna þar. Áhersla er lögð á að sýna hina nýju formvinnslu og afurðir frá henni. „HB Grandi hefur þegar gert kynningarmyndband um Vopna- fjörð og vinnsluna þar. Nú er verið að gera hið sama varðandi vinnsl- una á Akranesi. Það má segja að áherslurnar séu tvær hér á Akra- nesi. Við viljum eiga gott heim- ildaefni um vinnsluna og síðan langar okkur til að kynna sérstak- lega þessa nýju vinnslulínu sem við höfum verið að byggja upp. Þar erum við að vinna úr ódýrari þætt- inum af hráefninu okkar, það er að segja úr fiskhakki og afskurði. Nú höfum við eldað rétti úr þessum formaða fiski hér á veitingastaðn- um Galito á Akranesi og kvik- myndum þá. Með þessu sýnum við fram á að þessi vara á alveg heima sem hráefni beint í vandaðar mál- tíðir,“ segir Þröstur. „Við ætlum að gera fimm mín- útna myndband um fiskformunina þar sem við rekjum allt ferlið frá veiðum og í gegnum fiskvinnsluna þar til afurðin liggur fyrir neyt- endum sem fiskréttir. Við sýnum fram á það að sá hluti fisksins sem fer í afskurð, blokk og hakk er í raun af sama fiski og fer í dýrari af- urðir svo sem flök og flakabita. Við erum því þannig að tala um afurð- ir sem eru af fiski sem er af sömu gæðum út í gegn.“ Góður gangur á Akranesi Aðspurður segir Þröstur að bol- fiskvinnsla HB Granda á Akra- nesi gangi mjög vel. „Það er nóg að gera. Nú eru á bilinu 80 og 90 manns sem starfa í bolfiskvinnslu HB Granda hér á Akranesi. Við erum með gott starfsfólk og af- köstin eru góð. Reksturinn geng- ur vel og söluhorfur góðar. Veið- arnar hafa sömuleiðis gengið vel. Sem fyrr erum við fyrst og fremst í því að framleiða ferskan fisk sem fer þá til kaupenda erlendis bæði í flugi og með skipum. Við sjáum fyrir okkur að sérstaða okkar hér verði áfram í fersku og svo form- uðum lausfrystum bitum,“ segir Þröstur Reynisson vinnslustjóri. mþh íslensk hönnun . íslensk framleiðsla Ármúli 17a . Reykjavík . sími: 588 9933 . fax: 588 9940 | Miðás 9 . Egilsstaðir . sími: 470 1600 . fax: 471 1074 | www.brunas.is * Flytjandi ytur vöruna á þá stöð sem næst er viðskiptavini FRÍR FLUTNINGUR Hvert á land sem er* Komdu í sýningarsali okkar og fáðu faglega þjónustu og ráðgjöf innanhússarkitekta við val á Brúnás innréttingum HB Grandi gerir kynningarmyndband um nýja vinnslulínu fiskafurða Sæmundur Árni Hermannsson starfsmaður markaðsdeildar og Þröstur Reynis- son vinnslustjóri HB Granda á Akranesi við gerð kynningarmyndbandsins á veitingastaðnum Galito á Akranesi í síðustu viku. Þröstur Reynisson leggur einn af fiskréttunum sem matsveinar Galito bjuggu til úr formaða fiskinum á borð fyrir framan kvikmyndatökuvélina hjá Daníel Bjarnasyni hjá „Silent fram- leiðslufyrirtæki.“ Djúpsteiktur fiskur með frönskum kartöflum (Fish & chips) myndaður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.