Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 201532 Mikilvægt að tengingar séu áreiðanlegar Umsjón með tölvukerfi grunn- skóla sveitarfélagsins er einn lið- ur í starfi Gests. „Tölvuumsjón- in hefur í raun fullt af útibúum. Þau eru Ráðhúsið, Grunnskólinn í Borgarnesi og grunnskólarnir í Borgarfirði. Skólarnir í sveitinni eru samreknir að hluta til en annað er sjálfstætt. Í gegnum tíðina hef- ur ekkert samstarf verið um upp- byggingu á þessum stöðum og því ekki við öðru að búast en að ástand kerfanna sé mismunandi,“ segir hann. Eins og áður kom fram er vinna þegar hafin við samræmingu kerfanna með það fyrir augum að ná fram hagkvæmari rekstri. „Net eru orðin það góð að hægt er að stýra kerfunum með fjartengingu. Kerfin verða rekin meira saman sem ein heild og einfölduð,“ bæt- ir hann við. Hann segir að þrátt fyrir að net- tengingar í dag séu almennt góð- ar megi alltaf gera betur. „Mín reynsla er sú að fólk er alltaf jafn lengi á netinu, sama hvort net- tengingin er góð eða slæm. Mun- urinn er hins vegar sá að fólk kem- ur svo miklu meira í verk ef það er með góða tengingu,“ segir Gest- ur. Mikilvægast af öllu sé hins veg- ar að betri tengingar eru áreiðan- legri en aðrar. „Í skólum er mikið álag, sérstaklega á haustin og raun- ar fram á vorið. Það er gríðarlega mikilvægt að tengingar séu áreið- anlegar.“ Alls staðar þörf á góð- um tengingum Sem liður í því að bæta netteng- ingar landsmanna fagnar Gest- ur ljósleiðaravæðingu landsins. Hann segir Gagnaveituna vera að fara af stað með ljósleiðarateng- ingu í Borgarbyggð. „Það verður byrjað í þéttbýlinu, Borgarnesi og öðrum kjörnum í sveitarfélaginu. Farið verður í þarfagreiningu og svo ákveðið hvar verður lagt fyrst. Borgarbyggð þarf svo að skoða og vinna að undirbúningi tenginga í sveitirnar um allt dreifbýlið,“ seg- ir hann og kveðst oft hafa spurt sig hvers vegna sveitarfélög hafi í gegnum tíðina ekki gert meira af því að undirbúa lagningu ljósleið- ara með því að nýta tækifærið þeg- ar lagt er vatn eða rafmagn. „Þó ekki væri nema bara að leggja rör- in utan um ljósleiðarann um leið og það er verið að leggja vatn eða rafmagn. Þá er hægt að blása ljós- leiðaranum í seinna með tiltölu- lega lítilli fyrirhöfn,“ segir Gestur. Hann segir þörfina á áreiðanleg- um nettengingum ekki síður mik- ilvæga í sveitum landsins en í þétt- býli. „Nú þurfa bændur til dæm- is að skila stórum hluta af sín- um skýrslum rafrænt og þeir kúa- bændur sem eru með róbótaf- jós þurfa að hafa góða tengingu til að geta fylgst með og stýrt mjólkurframleiðslunni. Þá er al- gerlega óþolandi ef tengingar eru ekki áreiðanlegar,“ segir hann. Krakkar opnir fyrir því að vinna á tölvur Þegar hér er komið sögu vík- ur Gestur aftur að tölvumálum í grunnskólum og kennslu í upplýs- ingatækni. „Internetið er bara hluti af því að vera til í dag. Það er gott að krakkar séu vel læsir í tölvu- heiminum,“ segir hann; „og í því samhengi er mikilvægt að uppfæra búnað svo það megi eftir fremsta megni koma því við að tölvubún- aður í skólum sé í sama formi og krakkarnir vinna við heima. Hann má ekki vera úreldur. Það er til lít- ils að kenna krökkum til verka á úr- eltar tölvur ef þau koma svo heim til sín strax eftir skóla og vinna á nýlegan búnað með allt öðru við- móti.“ Fyrirtækjum og stofnunum er frjálst að færa grunnskólum gjafir sé ekki um beinar auglýsingar að ræða. Það gerði Arion banki nú í haust þegar forsvarsmenn bankans færðu Borgarbyggð tölvubúnað til nota í grunnskólum sveitarfélags- ins. „Ég vissi ekki að þetta mætti fyrr en ég byrjaði hér. En mér fannst frábært að fá að taka þátt í þessu og sjá hvernig svona gjafir nýtast,“ segir Gestur. Hann bætir því við að ekkert tölvuver hafi ver- ið í grunnskólanum í Borgarnesi fram að þessu sökum plássleys- is. „Á næstunni fer í gang teikn- ing að viðbyggingu við skólann. Við þurfum að auka plássið því það vantar eldhús í skólann, tölvuver, húsnæði fyrir tónlistarskólann og fleira,“ segir Gestur. „En með tölvugjöf sinni um dag- inn er Arion banki að búa til að- stöðu sem annars væri ekki til og það er fyrsta skrefið í að krakkarn- ir verði tölvulæsir. Ég hef fulla trú á að framtak sem þetta geti skilað sér til fyrirtækja í framtíðinni þeg- ar börnin vaxa úr grasi og koma út í atvinnulífið, ef kennsla er góð og praktísk,“ segir hann og bæt- ir því við að Eðalfiskur hafi gert svipaða hluti fyrir ári síðan þegar fyrirtækið færði skólanum í Borg- arnesi iPada eins og eru notað- ir við framleiðsluna hjá þeim. „Ég tók eftir því þegar ég endursetti iPadana í haust að krakkarnir taka þeim sem sjálfsögðum hlut. Þeir nota spjaldtölvurnar eins og aðra höndina á sér og eru mjög opnir fyrir að læra á og vinna með þessi tæki. Möguleikarnir í þessu eru al- veg gríðarlegir og ég er þess full- viss að fyrirtæki sem eru opin fyr- ir því að styrkja skóla með þessum hætti eiga eftir að uppskera helling í framtíðinni.“ Lestur skiptir mestu máli Aðspurður hvað hann eigi við með góðri og praktískri kennslu í upp- lýsingatækni nefnir Gestur sér- staklega leitarvélar. „Mín skoðun er sú að það yrði verulega til góða að efla krakka til muna við notk- un leitarvéla. Ef maður er flinkur að nota leitarvélar er hægt að gera nánast hvað sem er. Gegnum þær er hægt að afla sér bæði sérhæfðrar og almennrar þekkingar. Hver sá sem er klár á leitarvélar á sér sterkt bakland í hverju sem hann tek- ur sér fyrir hendur,“ segir Gestur. „Það er nefnilega þannig að fjöld- inn allur af fólki, alls staðar í heim- inum, er að glíma við sömu vanda- mál og maður sjálfur. Af þeim eru margir sem hafa metnað fyrir því að koma lausnum sínum á fram- færi með aðgengilegum hætti. Það þarf aðeins að vita hvar og hvernig á að leita,“ bætir hann við. Markviss leit með hjálp leitar- véla er að hans mati stór þáttur í tölvulæsi fólks. „Lesturinn skipt- ir alveg ofboðslega miklu máli. Ef þú hittir einhvern sem er mjög fær í upplýsingatækni þá er hann fyrst og fremst gríðarlega vel lesinn,“ segir Gestur; „og lestur af tölvu- skjá er þjálfun eins og allt annað,“ segir hann að lokum. kgk Á fimmtudaginn í síðustu viku komu 20 slóvakískir framhaldsskólanemar í heimsókn í Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi. Nemendurn- ir verða hér í tíu daga og kynna sér sjálfbærni og sjálfbæra orkuöflun. Á sunnudaginn og mánudaginn fóru þau ásamt jafnmörgum nemend- um FVA um Suðurland og skoð- uðu meðal annars sýningu Lands- virkjunar í Ljósafossvirkjun, Hellis- heiðarvirkjun og Flúðasveppi. Einn- ig var farið að Gullfossi og Geysi og á Þingvelli. Í gær hitti Stefán Gísla- son umhverfisstjórnunarfræðingur hópinn og hélt fyrirlestur um sjálf- bærni og þá hugmyndafræði sem hún byggir á. Framundan eru ferðir Borgarfjörð og til Reykjavíkur. Gest- irnir fara svo til síns heima á sunnu- dag. Verkefnið er styrkt af EFTA og slóvöskum stjórnvöldum og er ætlað að miða að því að auka skilning ungs fólks á mikilvægi sjálfbærni á öllum sviðum samfélagsins. mm/fr/ Ljósm. jbb. Slóvakar í heimsókn á Akranesi Í síðustu viku gróðursettu gestirnir ásamt nemendur í FVA tré við þjóðveginn til Akraness. Félagar í Skógræktarfélagi Akraness aðstoðuðu við verkið sem þótti takast afar vel og ekki spillti veðrið. Myndarleg greniplanta á leið í gróðursetningu. „Ég byrjaði hér í ágúst eftir að ný staða var búin til og hef um- sjón með öllum tölvum, netteng- ingum og í raun allri upplýsinga- tækni sveitarfélagsins,“ segir Gest- ur Andrés Grjetarsson, umsjónar- maður tölvumála hjá Borgarbyggð. Hann er þeirrar skoðunar að brýn þörf hafi verið á þessari nýju stöðu hjá sveitarfélaginu. „Kerfið er frek- ar stórt og dreift og vinna er þegar hafin við að einfalda það, endurnýja búnað, samræma og samnýta hluti svo hægt sé að og auka hagkvæmn- ina.“ Gestur Andrés er eldri en tvæ- vetur í heimi upplýsingatækninnar og þaulreyndur á því sviði. Hann stofnaði Islandia internet á sínum tíma, fór næst yfir til Nýherja og þaðan til Íslandssíma. „Þar fékk ég það frábæra verkefni að byggja upp netþjóninn þeirra, sem heitir Vodafone í dag,“ segir Gestur. „Ég kom að stofnun strik. is, tsl.is og yx.is, fyrstu frínetanna. Árið 1999 var nefnilega gríðarlegur vilji og metnaður hjá stjórnendum Íslandssíma að vera á undan Bún- aðarbankanum að bjóða upp á frí- net, svo sem fríar upphringingar og tölvupóst. Áður var þessi þjónusta í rándýrri áskrift. Fyrstu tíu þúsund frínetsnotendurnir fengu aðgang- inn sinn afhentan á aðfangadag 1999,“ segir Gestur og brosir. Þegar verkefnum hans hjá Ís- landssíma var lokið færði hann sig til Íslenskrar erfðagreiningar. „Þar fékk ég það verkefni að byggja upp tölvuklasakerfi í líftækni notað við erfðarannsóknir. Það var frábært verkefni og dásamleg reynsla að fást við það og taka þátt í því.“ Að því verkefni loknu starfaði Gest- ur sem verktaki og sjálfstæður at- vinnurekandi allt þar til hann tók við nýrri stöðu hjá Borgarbyggð. „Í þessu starfi nýtist öll sú reynsla sem ég hef viðað að mér í gegnum árin,“ segir hann. Unir sér vel í Borgarnesi Gestur Andrés er ættaður frá Akra- nesi en ólst upp í Reykjavík. Kona hans er Guðbjörg Guðmundsdóttir, forstöðumaður búsetuþjónustunn- ar í Borgarbyggð. Saman eiga þau dótturina Unni Lilju, níu ára. Fjöl- skyldan er búsett í Borgarnesi. „Við byrjuðum okkar búskap í Reykja- vík og bjuggum þar til ársins 2008 þegar hún fékk vinnu hér í Borg- arnesi. Ég lét slag standa og flutti með henni hingað,“ segir Gestur og kveðst ekki sjá eftir því. „Mér finnst æðislegt að hafa flutt, alveg príma. Hér getum við nálgast allt sem okkur vantar og það er stutt til Reykjavíkur ef við þurfum að fara þangað. Umhverfið er afslappað og heimurinn er ekkert að farast,“ seg- ir hann. „Hér er alveg dásamlegt að vera með barn. Án þess að ég þekki það annars staðar frá þá þykir mér nándin í samskiptum við aðra for- eldra og skólann alveg frábær.“ Internetið er hluti af því að vera til í dag Spjallað við Gest Andrés kerfisstjóra hjá Borgarbyggð um kvikult starf töluvmannsins Gestur Andrés Grjetarsson, umsjónarmaður tölvumála hjá Borgarbyggð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.