Skessuhorn - 11.11.2015, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2015 33
ÚTBOÐÚTBOÐ
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
81x120 mm
TIL SÖLU
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
5
TIL SÖLU
20092 – Litli Kambur í Snæfellsbæ
Um er að ræða ríkisjörðina Litla Kamb í Snæfellsbæ í hinni fögru
sveit Breiðuvík. Jörðin er talin vera u.þ.b. 190 ha að stærð, þar af
u.þ.b. 80 ha neðan við þjóðveginn. Gömul tún eru skráð 16,2 ha.
Fasteignir jarðarinnar eru gamlar, byggðar á árunum 1940 – 1979.
Um er að ræða íbúðarhús sem þarfnast endurbóta og fimm nýtanleg
útihús.
Ástand tveggja útihúsa telst þokkalegt og ástand þriggja útihúsa lélegt.
Auk þess er eitt ónýtt útihús.
Samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands – fasteignaskrá er
brunabótamat samtals kr. 60.917.000,- og fasteignamat fasteigna er
kr. 16.910.000,-
Réttur til efnistöku umfram búsþarfir, sem og öll vatns- og
jarðhitaréttindi eru undanskilin við söluna, sbr. 40. gr. jarðalaga nr.
81/2004.
Jörðin er til sýnis í samráði við Hjört Sigurðsson, Stóra Kambi,
í síma 894 7028 virka daga milli kl. 15 og 18.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c,
105 Reykjavík í síma 530 1400.
Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang
og útfyllingu á tilboðseyðublaði.
Sjá einnig nánari upplýsingar á heimasíðu Ríkiskaupa
www.rikiskaup.is
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík fyrir
kl. 10:00 þann 1. desember 2015 þar sem þau verða opnuð í viðurvist
bjóðenda er þess óska.
ÚTBOÐÚTBOÐ
Borgartú i 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
81x120 mm
TIL SÖLU
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
Tilboð óskast í ríkisjörðina
Litla Kamb í Snæfellsbæ
15684 – Litli Kambur í Snæfellsbæ
Um er að ræða ríkisjörðina Litla Kamb í Snæfellsbæ í hinni fögru sveit
Breiðuvík.
Jörðin er talin vera u.þ.b. 190 ha að stærð, þar af u.þ.b. 80 ha neðan
við þjóðveginn. Gömul tún eru skráð 16,2 ha.
Fasteignir jarðarinnar eru gamlar, byggðar á árunum 1940 – 1979.
Um er að ræða íbúðarhús sem þarfnast endurbóta og fimm nýtanleg
útihús.
Ástand tveggja útihúsa telst þokkalegt og ástand þriggja útihúsa
lélegt. Auk þess er eitt ónýtt útihús.
Samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands – fasteignaskrá er
brunabótamat samtals kr. 56.990.000,- og fasteignamat fasteigna er
kr. 16.287.000,-
Réttur til efnistöku umfram búsþarfir, sem og öll vatns- og jarðhitaréttindi
eru undanskilin við söluna, sbr. 40. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Jörðin er til sýnis í samráði við Hjört Sigurðsson, Stóra Kambi, í
síma 894 7028 virka daga milli kl. 16 og 18.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c,
105 Reykjavík í síma 530 1400.
Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang
og útfyllingu á tilboðseyðublaði.
Sjá einnig nánari upplýsingar á heimasíðu Ríkiskaupa rikiskaup.is
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
fyrir kl. 10.00 þann 9. september 2014 þar sem þau verða
opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska.
Tilboð óskast í ríkisjörðina Litla Kamb í Snæfellsbæ.
Blóðsykurmæling á Akranesi
Laugardaginn 14. nóvember 2015 verða Félag sykursjúkra á Vesturlandi og Lionsklúbbur Akraness
með fría blóðsykurmælingu í boði Apóteks Vesturlands
Mælingin fer fram í verslunarmiðstöðinni að Smiðjuvöllum 32 (Bónus) og stendur yfir frá kl. 13.30 - 16.00
Fólk er hvatt til að nýta sér mælinguna, sem er því að kostnaðarlausu
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Sagnakvöld Safnahúss
fimmtudaginn 12. nóv. kl. 20.00
Safnahús
Borgarfjarðar
Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi
www.safnahus.is, - 430 7200
Facebook: Safnahús Borgarfjarðar
Dagskrá
Þá hló Skúli - ævisaga Skúla Alexanderssonar
eftir Óskar Guðmundsson, höfundur les.
Undir Fíkjutré - saga af trú, von og kærleika
eftir Önnu Láru Steindal, höfundur les.
Sindur - ljósbrot frá eyðibýli eftir Ólöfu Þor-
valdsdóttur, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir les.
Soffía Björg Óðinsdóttir flytur eigin tónlist.
Dagskráin er á vegum Héraðsbókasafns. Hún tekur um
klukkutíma og heitt verður á könnunni á eftir. Að venju verða
bækur seldar og áritaðar sé þess óskað. Aðgangur er ókeypis
en söfnunarbaukur á staðnum. Sýningar opnar. Verði eitthvað
að veðri verður sett inn tilkynning á www.safnahus.is.
Háskólinn á Bifröst hefur unnið
skýrslu um umfang íbúðagistinga
í ferðaþjónustu. Skýrslan er unn-
in á forsendum samnings atvinnu-
og nýsköpunarráðuneytisins og
hefur ráðherra nú veitt henni við-
töku. Í tengslum við skýrsluna
var kannað umfang íbúðagisting-
ar á Íslandi sem auglýst er á vef-
síðunni www.airbnb.com. Leiddi
könnunin m.a. í ljós að um 1.900
herbergi og íbúðir voru á síðunni
á ská í Reykjavík, en samkvæ t
upplýsingum frá sýslumanninum
á höfuðborgarsvæðinu eru einung-
is 13% þessara íbúða skráðar með
leyfi til íbúðagistingar. Í skýrslunni
kemur einnig fram að 3400 íbúð-
ir og herbergi eru skráð á vefnum
airbnb.com hér á landi. Þá kem-
ur einnig fram að 4% allra íbúða í
Reykjavík eru boðnar til útleigu til
ferðamanna.
Íbúðagisting hefur verið fyrir-
ferðamikil í uppbyggingu ferða-
þjónustunnar en skráningu út-
leigðra íbúða hefur verið talið
ábótavant og óljóst hvernig sam-
keppnistaða íbúðagistingar væri
miðað við hefðbundna tegund
ferðamannagistingar. Í skýrslunni
er dregið fram umfang íbúðagist-
ingar og þess vanda sem myndast
af ófullnægjandi skráningu íbúða
sem leigðar eru út í skammtíma-
leigu til ferðamanna. Íbúðagisting
er hluti af deilihagkerfi sem bygg-
ir á því að einstaklingar geti leigt
eða fengið lánuð gæði í eign ann-
arra sem ekki eru nýtt. Í skýrslunni
er að finna tillögur til úrlausna,
svo auðveldara verði að skrá íbúðir
sem leigðar eru í skammtímaleigu
til ferðamanna og eins að greiða
af þeim tilskylda skatta og gjöld.
Skýrslan skapar góðan grunn til
viðbragða og aðgerða til að skrá
íbúðir, draga úr skattsvikum og
skýra reglur um íbúðir sem leigð-
ar eru til ferðamanna til skamms
tíma,“ segir í kynningu frá Háskól-
anum á Bifröst.
Meðal niðurstaðn í skýrslunni
er nefnt að aukinn ferðamanna-
straumur hingað til lands und-
anfarin ár hefur haft þau áhrif að
hótel og gististaðir anna ekki eft-
irspurn og hefur því íbúðagisting
þróast sem raunhæfur gistimögu-
leiki. Íbúðagistingin hefur fyrst
og fremst verið í gegnum síðuna
www.airbnb.com og má leiða að
því líkum að þessi þjónusta auð-
veldi mjög móttöku aukins fjölda
ferðmanna. Fjölgun hótelher-
bergja hefur ekki haldið í við fjölg-
un ferðamanna og hafa þeir því
þurft að leita að öðrum gistimögu-
leikum á Íslandi meðan á dvöl
þeirra stendur. Hér á landi eru í
gildi sérstök lög um veitingastaði,
gististaði og skemmtanahald. Þessi
lög eru ekki talin ná nægilega vel
utan um íbúðagistiþjónustu sem
fer vaxandi. Skýrslan leiðir í ljós að
lög og reglur hafa ekki mætt þess-
um nýja veruleika og því þarf að
koma til gagnger endurskoðun þar
á. Einfalda þarf leyfisveitingaferl-
ið þannig að auðveldara verði fyr-
ir einyrkja að stunda þessa starf-
semi löglega en nú er mikill meiri-
hluti íbúða á Airbnb rekin án til-
skilinna leyfa.
Þá segir að reglur um skatt-
lagningu íbúðagistingar séu ekki
skýrar. Leyfislaus rekstur greiðir
hvorki skatta né gjöld og því verða
ríki og sveitarfélög af umtalsverð-
um skatttekjum. Af venjulegu
íbúðahúsnæði eru greidd 0,2%
fasteignagjöld en af atvinnuhús-
næði (m.a. gististöðum) eru greidd
1,65% fasteignagjöld. Er því mik-
ilvægt að haga skattalöggjöf með
þeim hætti að hvati verði til þess
að stunda starfsemina löglega með
tilheyrandi greiðslum skatta og
gjalda. Loks segir að röng skrán-
ing íbúða geti haft alvarlegar af-
leiðingar t.d. hvað öryggi varð-
ar og skekkir samkeppni á mark-
aði. „Opinberir aðilar verða að
laga skráningarferli sitt og uppfæra
miðlæga gagnagrunna um umfang
íbúðagistingar.“
mm
Svört skýrsla um umfang
óskráðrar íbúðagistingar
Þegar skráð er inn leitarorðið „Reykjavík“ á airbnb.com koma á fjórða hundrað fasteigna fram. Einungis 13% þessara íbúða
hafa skráð leyfi til heimagistingar.
Bifrestingar afhentu Ragnheiði Elínu Árnadóttur skýrsluna. Nú er boltinn hjá
ráðherra að bregðast við.